1K

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Frábært veður i dag og auðvitað allt óklárt í að skjóta út a 1k. Fór þó í að finna út úr klikkum. Kemst ekki lengra en 69 klikk (775 mtr) en restin verður tekin á mil-dot.

Verður spennandi að sjá hvort þetta sé nærri lagi.

Feldur.

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 1 January 2013 kl 14:57
Sýnir 1 til 9 (Af 9)
8 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1K

samkvæmt iStelok þá verð ég að núlla sjónaukann á 700m til að komast á 1000m

Skrifað þann 1 January 2013 kl 17:52

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1K

Já, ert í svipuðum málum og ég. Ekkert að því að þurfa að nota mil-dot-ið á lengri færunum ,ekki eins og maður sé alltaf að skjóta á 775+ metrum. Sé allavega ekki þörf á að brasa við að setja undir hjá mér 20MOA basa fyrir þetta.
Svo get ég líka "svindlað" og súmmað niður í 6X og þá er neðsti stöpullinn á 1503 mtr, verst að maður sæi ekki rassgat á þeirri vegalengd á þeirri stækkun (ekki einu sinni fíls-rassgat).

Ps. hvernig kemur maður aftur myndum inn í þráðinn í fullri upplausn?
Feldur.

Skrifað þann 1 January 2013 kl 20:42

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1K

til að setja myndina inn í fullri stærð sem þú ert búinn að pósta þá smellirðu á hana og afritar slóðina, smellir á breyta takkann, ferð inní textann þar sem þú vilt að myndin birtist, smellir á myndatakkann sem er vinstra meginn við "quote" takkann fyrir ofan textann og setur þar inn slóðina.

muna að stroka út http:// úr slóðar glugganum þar sem það er inní slóðinni sem þú afritaðir.

ég hýsi mínar myndir á google svo ég get birt þær beint, hérna þarftu að senda hana inn fyrst eins og þú gerðir og breyta innlegginu samkvæmt leiðbeiningunum til að hún birtist

Skrifað þann 1 January 2013 kl 21:00

H-berg

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1K

voðalega er lítið hægt að skrúfa......

Ekki það að það skipti máli

Skrifað þann 3 January 2013 kl 16:38

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1K

var að prófa Stillerinn á lengri færum núna til að finna réttu klikkin...

ég kemst víst alveg út á 1200m með honum þannig að á 1000m á ég enn um 90 klikk eftir.

það eru 288 klikk frá 100m og þar til að sjónaukinn er kominn í botn.

en hann lofar góðu á lengri færum þó að hann sé é besta falli miðlungs á 100m

skaut þessa grúppu á 400m í Keflavík í dag.

Skrifað þann 21 January 2013 kl 16:37

H-berg

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1K

hvernig er er það Daniel, ertu hrifinn af N140 fyrir svona þunga kúlu í 308. sjálfur er ég að nota N150 og ég er að skjóta 155 scenar.
samkvæmt Lapua síðunni þá nærðu smá auknum hraða með N150 á max hleðslunum sem að eru gefnar upp þar.
Nei bara létt spurning.
Hef líka prufað N540 og gafst upp á því.

Skrifað þann 24 January 2013 kl 18:31

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1K

ég er búinn að prófa 135,140, 150 og 165.

fyrir 125gr þá er 135 að koma best út, fyrir þyngri kúlur er 140 best.. fyrir mig...

meiri hraði er ekki endilega betri í 308, ég er undir max hleðslu fyrir allar kúlustærðir sem ég hef prófað.

Skrifað þann 24 January 2013 kl 18:35

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1K

Sælir.
Alveg geggjað veður í dag.. Tók eitt skot á 500m bjölluna til að tékka mig af á leiðinni upp! og hitti svona ágætlega smiling
Skrúfaði, taldi og reiknaði og spáði mikið þangað til allt stoppaði = 2 hringir + 4 moa
Eða öðrum orðum 112 klikk upp og svo var bætt við 5 mills í mil-dotinum
1000 yardar og tvö skot látin vaða. Seinna skotið var sett ca 50cm upp í goluna og heyrðist smella í plötunni í fjarska smiling Heldur ofarlega í henni samt sad
Ekki slæmt að hitta í fyrsta útreikningi Feldur ;)

(sendi svo þrjú til með 4 mills yfir, en þau lentu eðlilega öll í snjónum rétt framan við spjaldið, en nokkuð þétt )

Ég held ég verði bara að hlaða smá meira smiling

Sveinbjörn V.
SKAUST

Skrifað þann 23 February 2013 kl 22:26