300WM of stórt fyrir gæs?

je

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir.

Ég sé að það er mikið um 300 WinMag og veit lítið um þetta caliber. Hvað segja menn með reynslu af því? Er það of stórt á gæs og bara gott fyrir stærri dýr? Mér skilst að það sé nákvæmt og þokkalega flatt en veit ekkert meir. Er það ekki annars rétt munað hjá mér að það er helst hvað hann slær mikið með því?

Jói E.

Tags:
Skrifað þann 18 December 2014 kl 15:39
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 300WM of stórt fyrir gæs?

Sjálfsagt geturðu skotið gæs með henni og jafnvel þannig að hún sé æt á eftir ef ert með þunga og mikla kúlu sem opnast ekki við smá viðkomu eins og í gæs. Ég hef hins vegar bæði skotið úr þessu cal og sambærilegu og langar ekki í. Margir hins vegar skjóta úr þessum verkfærum með aðdáunarverðri nákvæmni. Það er hins vegar allt á niðurleið hjá mér þessa dagana. Bæði áhug á caliberum og eða haglaskot. Þá meina ég að ég vil ekki stærra cal en þarf til verksins og í haglaskotunum er ég löngu hættur með þungar og miklar hleslur. Hitta bara á réttan stað og þá er málið dautt.

Skrifað þann 18 December 2014 kl 18:39

je

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 300WM of stórt fyrir gæs?

Ég varð bara forvitinn um þetta caliber því það virðist algengt en ég hef ekkert heyrt um það. Ég hef bara átt 6,5x55 og 308

Skrifað þann 18 December 2014 kl 23:44

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 300WM of stórt fyrir gæs?

300 win mag er soldið gamaldags. Ég var með svoleiðis í nokkur ár. Það lemur. Tóti á egilstöðum er með léttan svoleiðisriffil sem opnað hefur held ég um 10 hausa!
Þú getur skotið gæ með öllu. Hvort gatið er 6,5 mm eða 7,62 skiptir ekki öllu. Kúlugerðin meira atriði.

En sem fugla og refacal þá er það ekki spennandi. Til að veiða eitt og eitt hreindyr á hóflegu færi óþarfi.
Ég skaut mínum aldrei vel, en það er bara ég.

Skrifað þann 6 February 2015 kl 9:12

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: 300WM of stórt fyrir gæs?

.300WM er fínt kaliber, það hefur bara engan tilgang hér á landi nema þá kannski til að skjóta sel.

Það eru um 90gn af púðri í einu hylki .300WM en í td. 6BR eru þau um 30 þannig að það er 3x dýrara að skjóta úr 300WM en 6BR er mun nákvæmara útfyrir 600m sem er lengra en flestir ráða við að skjóta.

Þó það séu fullt af áhugaverðum kaliberum sem gaman væri að prófa þá er þetta óheyrilega dýrt sport hér á landi, það að borga 100þ fyrir nýtt hlaup bara til að prófa annað kaliber er ekki á færi allra svo það borgar sig að velja kaliber sem hefur sannað sig og læra vel á það nema fjárhagurinn leyfi endalausar tilraunir.

6BR hefur sett mörg met, það er þó á mörkunum að duga í hreindýrið.

6mm Dasher er sama hylki og 6BR nema búið að færa axlirnar á þvi framar, það á núverandi heimsmet á 600 og 1000m og dugar vel í hreindýr með 105gr kúlu.
6.5x47 er mjög nákvæmt og dugar vel í allt sem veiða má hér á landi og vinsælt í keppni.
.308 mjög nákvæmt og yfirdrifið í alla veiði.
Allt stærra er leikaraskapur og hefur engann raunverulegan tilgang hér á landi þó þ geti verið gaman að leika sér stundum.

Ef þú vilt eitthvað kraftmikið þá er 7mm STW mun öflugara en 300WM, svo er 30-378 ofl. Sem hægt er að leika sér með...

Skrifað þann 7 February 2015 kl 8:46

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 300WM of stórt fyrir gæs?

20 hestöfl duga líka til að ná 90 km/klst...

Ps. 60 grain af púðri kosta 52 krónur. Ekki stærsti pósturinn í einu hlöðnu hylki.

Feldur

Skrifað þann 7 February 2015 kl 15:34