338 WM hver hefur prufað

nanuq

Svör samtals: 81
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir þáníngar bræður og sistur er að velta firir mér að láta af því að kaupa mér stórt magnúm kaliber
eru eithverjir sem hafa prufað 338WM og þá hvernig hefur það verið að koma út

Kær kveðja Hlynur

Tags:
Skrifað þann 17 December 2012 kl 22:35
Sýnir 1 til 8 (Af 8)
7 Svör

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 338 WM hver hefur prufað

af hverju winchester magnum, hvers vegna ekki lapua eða norma magnum?

Skrifað þann 17 December 2012 kl 23:23

nanuq

Svör samtals: 81
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 338 WM hver hefur prufað

Já það má líka vera norma eða lapua ég er bara aðalega að spá í þessu kaliberi smiling

Skrifað þann 18 December 2012 kl 0:02

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 338 WM hver hefur prufað

Var að skoða þetta um daginn og komst að því ef að maður ætlar að fara í 338 á annað borð þá er lapua magnum skemmtilegasta leiðinn. Talsvert öflugra af þeim tveimur.

kv Atli S

Skrifað þann 18 December 2012 kl 1:09

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 338 WM hver hefur prufað

Ef þig langar í raun og veru til að skjóta af svona grip oftar en einu sinni er þetta ágæt lesning:
http://www.thehighroad.org/archive/index.php/t-286629.html...

Skrifað þann 18 December 2012 kl 9:29

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 338 WM hver hefur prufað

Ég er búinn að eiga 338WM í þó nokkur ár og hann hefur vægast sagt reynst frábærlega í veiði......ef þú ætlar að nota þetta í veiðiriffli þá er betra að fara í 338 WM heldur en 338 Lapua, (mikið úrval af verksmiðjuskotum ef þú lendir í vandræðum ofl.) og þú verður fljótt leiður að skjóta úr 338Lapua án þess að hafa „Muzle Brake“, annars lemur hann full mikið. Ef þú ætlar að hafa þetta sem Long Range leiktæki þá er 338 Lapua málið en í almennri veiði þá finna dýrin ekki mun á 338WM og 338 Lapua það er alveg öruggt, +/- 200 fet skipta þar engu máli. N.b. 338 WM er mun öflugra en 300WM og bakslagið eftir því þannig að þetta er enginn kettlingur fyrir byrjendur.

Skrifað þann 18 December 2012 kl 10:27

nanuq

Svör samtals: 81
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 338 WM hver hefur prufað

planið er að leika mér á leingri færum ég á veiðiriffil smiling
En er kanski bara málið að fara í 300 WM það er nátúrulega meira kúluúrval í því cal

Skrifað þann 18 December 2012 kl 11:59

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 338 WM hver hefur prufað

hér á landi er .300 WM yfirdrifið á löngum færum.. það eru fáir sem hafa aðstöðu til að skjóta á 1.5-3km
á færum allt að 1000m þá er 6mm alveg nóg í pappírinn, öll met síðustu árin hafa verið sett með ýmsum útfærslum á 6mm, 6BR, 6XC, 6 Dasher, 6 BRX og margt fleirra..

mun ódýrara að skjóta úr þessu en .300 Win Mag..

fyrir utan það að recoil frá .300WM er það mikið að eftir 10 skot þá langar manni eiginlega ekki að skjóta meira...

en ef stórt er málið þá er .300WM skemmtilegt kaliber, auðvelt að hlaða og hlaupslit er ekkert svakalegt.
fyrir utan það að mun auðveldara er að kaupa sér .300 en .338 þar sem sækja þarf um sérstakt leyfi fyrir .338

Skrifað þann 18 December 2012 kl 12:44