5. skotið út úr grúppu

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Jæja
Undanfarin tvö ár hef ég verið að reyna mig við skotprófið alræmda með óformlegum hætti þó. Ég notast við 5 skot á 5 min á skotskífuna sem notuð er í skotprófinu. Alltaf verið með verksmiðjuframleidd skot 130-150gr
Undantekningalaust þá eru fyrstu fjögur skotin innan við tvær tommur og oft í innan við tommu frá miðju en fimmta skotið, þar er ég heppinn að skjóta innan hringsins sem krafist er. Byssan er Sako .308 og ágætt gler ofaná með traustum stálfestingum. Byssan er þrifn á ca 30 skota fresti.
Eina sem mér dettur í hug að "hunter" hlaupið þoli illa hitann frá fimm skotum á fimm mínútum en á samt erfitt með að trúa því. Einhverjir með hugmyndir hvað annað en léleg skytta hrjái gripinn?

Tags:
Skrifað þann 25 February 2014 kl 22:25
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: 5. skotið út úr grúppu

spurning hvort skotin sem þú ert að nota henti þeim riffli sem þú ert með, því góður Sako með réttum skotum á að taka þessi 5 skot í hálftommu grúppu á blaðinu..

hitinn hefur auðvitað eitthvað að segja, en 5 skot á 5 mínútum eiga að vera í lagi, sérstaklega ef þú hefur alltaf mínútu milli skota, færsla vegna hita getur verið ca tomma en þú átt aldrei að fara útfyrir skífuna með síðasta skotið, það og svo grúppustærðin hjá þér bendir til annars af tvennu, skotin henta ekki byssunni eða skyttan þarf að æfa sig meira, nema hvort tveggja sé.

Skrifað þann 25 February 2014 kl 22:30

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 5. skotið út úr grúppu

Sæll ég á 6,5x55 og ég veit af þessu vandamáli hjá mér síðasta skot er oft talsvert neðar og er með hunter hlaupið en ef ég nota tíman vel og tek þessu rólega 4 mín +eða- þá er ég góður ég er reyndar með milda en mjög nákvæma hleðslu en samt verð ég að ver meðvitaður um 5 skot en það fellur samt ekki nema úr 10 í 5-6 en samt leiðinlegt.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 25 February 2014 kl 22:34

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 5. skotið út úr grúppu

Takk fyrir þetta báðir tveir, jú 2014 skyttan er bara í meðallagi góð en henni ætti ekki að hraka mikið alltaf á 5. skoti.
Og takk Gisminn, skotin eru einmitt glettilega oft neðan við.

Skrifað þann 25 February 2014 kl 23:22

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 5. skotið út úr grúppu

.

Skrifað þann 26 February 2014 kl 11:09

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 5. skotið út úr grúppu

Heyrðu Jak þetta er flott orð Klasi og ætla ég að nota það hér eftir. smiling
En ég var búin að taka eftir þessu hjá mér og notaði tvífót og sandpoka að aftan og varla snerti með öxl en ef ég skaut öllum 5 á 3 mínutum +/- þá var síðasta mikið neðar og svo í prófi hitti fyrsta 10 og 3 á eftir döðruðu við jaðrana á 10 en svo kom síðasta og útkoman 44 en ég þarf ekki að væla yfir því smiling

Skrifað þann 26 February 2014 kl 12:10

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 5. skotið út úr grúppu

Ágæti félagi C47

Mér telst til að ég hafi átt eða notað eina 14 SAKO riffla gegnum tíðina.
Rifflar þessir voru (eru) í kal:
.222 (4) /.222 Mag /.22-250 (2) /.243 (3) /.308 (2) /.30 - 06 / 7mm Mag.
Jafn ágætir rifflar og SAKO eru var engin þeirra þess megnugur að skjóta
1/2 tommu á hundrað metrum ( 5 x 5 skot á 100m).
Vissulega einstöku grúppa í .222, enda heavy barrel útgáfa sem búið var að
bedda, gera hlaupið free floting og notaðar einhverjar bestu BR kúlur sem
framleiddar hafa verið (.22 Remington BR Bullets). Hlaðið var með þeim
frábæru tækjum Lee Target Loader (hálsar hylkja jafnaðir /straight line B seating).
Engin léttur sport riffill er gerður til að skjóta af nákvæmni fimm skotum á fimm mínútum.
Allir framleiðendur prófa og birta 3 skota grúppur. Hvers vegna?
Hvers vegna eru til heavy barrel útgáfur svo margra þekktra sportriffla?
Í ljósi reynslunar kæmi það mér ekki á óvart að snar hitnandi hlaup, með
þekktum vandræðum sé uppspretta þinna hremminga.
Af hverju prófar þú ekki að skjóta fimm skotum á 25 mín. og athugar hvað gerist?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s Ekki trúi ég að menn skjóti fimm skotum á
fimm mínútum á hreidýraslóð.
Ef ekki því er þá prófið sett upp með þessum hætti?

Skrifað þann 26 February 2014 kl 15:55

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 5. skotið út úr grúppu

Sæll vertu Magnús

Ég hef nú bara eitt hreindýr á samviksunni og það þurfti aðeins eitt skot í lungað á því. En ég hef séð menn taka eitt skitið hreindýr með fimm skotum. Ástæður voru aðallega Þrjár, Óvön skytta, færið heldur langt eða 300m+ og það sem verra var, framskeptið var laust frá hlaupinu sem virkaði þannig að hlaupið skalf þegar skotið var. Þetta uppgötvaðist ekki fyrr en skaðinn var skeður.
En hvað um það. Skotprófið segir til um fimm skot á fimm mínútum þannig að þannig hef ég æft mig. Ég ætla að prufa að taka 5 á 25 mínútum um helgina og sjá hvað gerist.

Takk allir fyrir fín svör

Skrifað þann 26 February 2014 kl 16:05

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 5. skotið út úr grúppu

Ég veit ekki hvernig þú miðar út eða hvað þú meinar með 5x5 ég myndi treysta mínum til að skjóta 11mm klasa smiling 5x5 bara á löngum tíma en talningin væri 5x5 en ekkert á milli og er ekki hálftomman 12,7mm svo minn er undir en ekkert mikið meir en það og hvað varðar 5 skotin í prófinu hafa farið margar umæður um prófið og verklagið á þeim.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 26 February 2014 kl 16:13

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 5. skotið út úr grúppu

Flestir standast þessi próf þrátt fyrir litla æfingu þannig að ég hef ekki áhyggjur af því. Finnst bara merkilegt hvað munar miklu á 4. og fimmta skoti, alltaf. En ég prófaði í dag uppí sveit á ca 100m liggjandi. Skaut 5 skotum á 5 mínútum en í þetta sinn skaut ég einu á mínútu en ekki fjórum í rikk. Árangurinn skánaði en síðast skotið var samt eitthvað yfir tveimur tommum

Skrifað þann 26 February 2014 kl 20:22