500m mót SKAUST - Úrslit

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Jæja, þá fer að líða að því. Á þriðjudaginn 10. júní kl. 19:00 verður haldið fyrra 500m mót sumarsins. Nánari upplýsingar um mótið má sjá á heimasíðunni http://www.skaust.net

Hvet alla til að taka þátt, bráðskemmtilegt mót og góður félagsskapur.

Feldur

Tags:
Skrifað þann 5 June 2014 kl 21:24
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 500m mót SKAUST

Nú fer að styttast í 500 metra mót SKAUST. Mæting er í dag kl. 18:30 og mótið byrjar kl. 19:00.

Það er brennandi áhugi á þessu móti og 10 búnir að skrá sig á heimasíðu SKAUST. Við tökum á móti keppendum til 18:30 og ekki nauðsynlegt að skrá sig á netinu. Bara mæta með riffilinn (og lágmark 13 skot) og taka þátt.

Feldur

Skrifað þann 10 June 2014 kl 14:36

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 500m mót SKAUST

Sæll Feldur

Hvað er þessi skífa stór og er hægt að versla hana einhversstaðar?

Skrifað þann 10 June 2014 kl 14:59

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 500m mót SKAUST

Sæll Gísli

Ég man ekki alveg málin en held hún sé ca 50cm á kant.

Það er hægt að kaupa hana fljótlega hjá SKAUST á fínu verði, held það sé í kringum 250 kr. stykkið (prentað á eðal-pappír).

Hafðu bara samband á þetta netfang: skotmot@skaust.net

Feldur

Skrifað þann 10 June 2014 kl 15:13

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 500m mót SKAUST

Nánari úrslit móts koma á morgun en stutta útgáfan er þessi:

10 manns tóku þátt og er þetta töluverð aukning frá í fyrra. Veður var nokkuð gott en vindurinn kom úr ýmsum áttum á meðan móti stóð og gerði flestum erfitt fyrir.

1. sæti Ívar Karl
2. sæti Sigurður Kári
3. sæti Stefán Eggert

Ps. Skífan hér að ofan er 61X61cm að stærð.

Feldur

Skrifað þann 10 June 2014 kl 23:23

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 500m mót SKAUST - Úrslit

Nánari úrslit frá mótinu eru komin inn á SKAUST síðuna ásamt fróðlegum upplýsingum um lás, kúlur og sjónauka.
Einnig eru komnar nokkrar myndir frá mótinu undir "myndefni" flipanum.

http://skaust.net/500-m-10-juni-2014/...

Feldur

Skrifað þann 11 June 2014 kl 11:10

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 500m mót SKAUST - Úrslit

Skemmtilegt mót í góðum félagsskap líkt og stendur í upphafspóstinum. Vindurinn var mjög tricky þar sem hann blés fyrst frá hægri til vinstri á meðan sighterarnir voru skotnir svo frá vinstri til hægri og að lokum aftur frá hægri til vinstri á meðan minn riðill var í gangi.

Hjalti átti reyndar helvíti huggulega grúppu út í jaðrinum á blaðinu en missti eitt skot út af svo hann fékk ekki skráða grúppu, hefði jafnvel getað hirt grúppu sigurinn af Ívari, sem fann eitthversstaðar kúlur sem eru ónæmar fyrir vindi... jafnvel óþolnar.

Takk fyrir mig félagar í skaust, alltaf jafn gaman að heimsækja ykkur austan skyttur. Það væri magnað að sjá fleiri félög sem hafa til þess aðstöðu, taka upp þessa skífu og skjóta svona mót með sama sniði. Algjörlega frábært mót og vel að því staðið á allan hátt.

Kv Stefán Eggert Jónsson
SFK

Skrifað þann 12 June 2014 kl 1:03

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 500m mót SKAUST - Úrslit

Já Stefán og þakka þér fyrir drengilega keppni og komuna. Þetta var erfitt en jafnframt skemmtilegt. Þannig á það að vera. Ég "missti" minn klasa út á útjaður spjaldsins og svosem hugsaði ekki svo mikið um skorið. Grúppan er 5.2" en á röngum stað. Það gengur betur næst.

Skrifað þann 12 June 2014 kl 9:24

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 500m mót SKAUST - Úrslit

Það er búið að uppfæra aðeins blaðið með úrslitunum, ég er búinn að bæta við grúppustærðinni.

Feldur

Skrifað þann 12 June 2014 kl 13:32

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 500m mót SKAUST - Úrslit

Og að sjálfsögðu er komið myndband frá mótinu
http://www.youtube.com/watch?v=Xe6BtyLoD4U&list=UU-fYEFJOiX5IxBXlJN...

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 12 June 2014 kl 20:32