58gr kúla í 243.

Quest

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hafa menn eitthvað notað 58 gr skotin í .243 sem hlað er að selja?
Hafa menn eitthvað verið að hlaða sjálfir fyrir þessa kúlu? Held að hún sé frá Hornady (V-Max)
Kv.

Tags:
Skrifað þann 4 September 2014 kl 19:40
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 58gr kúla í 243.

Þetta eru ágætis skot frá Norma, en þessi létta kúla þolir illa vind á lengri færunum. Það er frekar erfitt að ná þessum mikla hraða með því að hlaða hana.

Skrifað þann 4 September 2014 kl 23:15

garpur

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 58gr kúla í 243.

Sæll, þessi kúla hefur verið að reynast vel í ref og annan varg, það þarf að passa sig á að riffilinn þoli hraðan á kúlunni, en hann getur fyllt rifflurnar þannig að nákvæmnin er farin eftir fimm-tíu skot. Það hefur helst borið á þessu með verksmiðjuhlaup. Fáðu nokkur skot til að prófa og þú sérð hvernig þinn riffill étur þetta.

Skrifað þann 5 September 2014 kl 11:32