6.5 Creedmoore

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir er einhver kominn með riffil í þessu cal hér heima og að skjóta því?
Villd komast í samband við vikomandi ef einhver er með þetta.
kv.
Jón Kristjánsson
baikal(a)orginalinn.is

Tags:
Skrifað þann 6 April 2015 kl 22:31
Sýnir 1 til 12 (Af 12)
11 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5 Creedmoore

Ágæti félagi Jón Kristjánsson.

Þetta er bara forvitni frá minni hendi. Afsakaðu að það eru engar skynsamlegar upplýsingar.
Er ekki 6.5 Creedmoore .308 Winchester þreyngt niður í 6.5 mm án nokkurra annara breytinga?
Einhverrtíma í löngu horfnum tíma vorum við félagarnir Birgir Sæmudsson
að braska með þetta hylki í 6.5 en með þeirri breytingu sem Parker O Ackley gerði á því
( m.a. 40 gráðu axlir) Birgir er eini heimsmeistari okkar Íslendinga í skotfimi.
Hans afrek hafa ekki verið hafin til skýjajana í sama mæli og minni spámanna.

Gangi þér sem best.
P.s ertu með riffil í þessu, vafalaust, ágæta calíberi?
Hver er munurinn á 6.5 Creedmoore og .260 Remington?

Skrifað þann 7 April 2015 kl 18:15

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5 Creedmoore

Sælir.
260 Rem er jú neckað 308, en eftir því sem ég get best lesið þá er 6.5 Creedmore munaðarlaust þe. hannað frá grunni til longrange skotfimi af Hornady 2007 það er jú vissulega nokkuð á pari við 260 Rem og 6.5x47 í praxis en ég er einfaldlega að skoða þetta cal til að vera ekki alveg eins og allir hinir og vill gjarnan halda í 6.5 mm kúluna þetta er svona pínu sérvitskupúka stuff fyrir mér.
kv.
JK

Skrifað þann 8 April 2015 kl 6:56

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5 Creedmoore

Minnir að Þórhallur Borgarsson á Egilstöðum eigi einskota hólk í þessu cali.

metið hann Bygga, var það með 6,5? man bara að hylkið hér BRS smiling

En já met sem ekki hefur verið haldið mikið á lofti frekar en metum Carls j Eirikssonar og Ívars Erlends.
Það er nefnilega ekki sama hvaða Jón tok í gikkinn.

Skrifað þann 8 April 2015 kl 10:43

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5 Creedmoore

Takk fyrir svörin ágætu félagar.

Nei það er rétt hjá þér E. Har, það er ekki sama hver á í hlut.
Við búum við það ömurlega ástand að hér ráða 2-3 einstaklingar
öllu hvað skotíþróttir varðar. Sama gamla liðið árum saman sem
sumt hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að hanga sem
lengst í þeim embættum sem það er í ....með 9 manna aðalfund
sem bakland??!! Aðalfundur Skotfélags Reykjvíkur.
Framkoma sumra ráðamanna Skotfélags Reykjavíkur í garð
Carls J. Eiríkssonar er náttúrulega fyrir neðan allar hellur og hefði
að öllu eðlilegu átt að leiða til útilokunar þessara mann frá íþróttahreyfingunni.
Ég viðurkenni fúslega að ég þekki ekki mál Ívars Erlendssonar, sem er einhver
bezta Skeet skytta sem komið hefur fram hér á landi, og ég óska honum alls hinns bezta .
Ömurleg staða..en veruleikinn engu að síður.
Viljum við breyta þessu ástandi?
Á síðasta aðalfundi SR sem ég sat voru sem sagt 9 félagsmenn .

Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 8 April 2015 kl 14:45

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5 Creedmoore

Ekki ætla ég að hafa skoðun á stjórnum félaga. Það er félaganna í viðkomandi klubbum.
Það að vera í stjórn klúbbs er ervitt og vanþakklátt starf. Svo ekki sé talað um að vera í stjórn hagsmunagæslufélags. sama hvað þú gerir þá er það aldrei nóg. það sem sést er rétt toppurinn á ísjakanum, og svo áttu líka svona í leiðinni að vinna fyrir alla hina, sem eiga einhverra hagsmuna að gæta sem eru ekki þínir, en sparka í þig hvenær sem færi gefst sad

En við skulum ekki stela þessum þræði sem er annars um áhugavert cal 6,5 Creedmore,
Persónulega er ég einn af þessum skrítnu sem hef gaman af þróun hylkja. Fíla 6-XC Br flóruna, WSM svona fyrir hraðan og svo frv, en vil eiga einn 9,3*62 klassiker þumpara til að fá skot allstaðar í heiminum.

Creedmore er held ég bara 2-3 þrír á landinu.
Persónulega finnst mér það of svipað 260rem eða jafnvel hinu margreynda 6,5-284 til að hafa áhuga, en samt áhugavert smiling

Skrifað þann 9 April 2015 kl 9:49

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5 Creedmoore

Ágæti E. Har.

Ég hef lengi verið mikill aðdáandi 6BR hylkisins og þeirra möguleika sem
það býður uppá. Hef átt og notað 6BR Remington, 6BR Norma, 6mm Windbucker
og 6mm Mousebird.
Windbucker er 6BR Improved ekki ólíkt 6mm Dasher (Dan Dowling)
Með Windbucker má ná 68 - 70 grain kúlu á 3600fps úr 24" hlaupi og
3050 - 3100 með 105 - 107 graina kúlu. Ótrúleg nýttni þessara litlu hylkja!
Carbird er .270 Win neckað niður í 6mm og blásið út að auki með 35 gráðu öxlum.
Þetta hylki er hugarfóstur Jim Carmacels og Fred Huntington (RCBS)
Þett er hönnun sem er mér þvert um geð. Hlaupending öðlast hér nýja merkingu!
Þess vegna 6mm Mousebird (ekki Catbird) Mousebird er 6BR hylkið stytt um .125.
Það er því minna að rúmmáli en t.d. 6PPC og eftilvill nákvæmara í góðu veðri.

Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 9 April 2015 kl 12:37

Finni

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5 Creedmoore

Sælir.
Það var nú reyndar Kenny Jarrett sem hannaði .243 Catbird, hlaupending er ca.1500 skot ef menn steikja ekki hlaupið.Snilldar caliber fyrir refaveiði.
Kv.Finni.

Skrifað þann 10 April 2015 kl 15:21

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5 Creedmoore

Ágæti félagi Finni.

Óþarfa vindgangur Arnfinnur. Þetta eru staðreyndir málsins.

Þetta er vafalaust ágætt kalíber til að skjóta ref...en 1500 skot..erum við ekki full bjartsýnir?

I have a Catbird built by Jerrett with 26" Hart 1/14" twist barrel. Built on a Jerrett trued 700 Rem action with Jewel trigger in pillar bedded McMillian target style stock. With Swarovski 6-18X scope it weighs close to 12 lbs and is a true 500+ yard woodchuck rifle. It's amazing what the 68gr Euber bullets will do to a chuck even at longer ranges. Small entrance holes but everything inside is like jelly. Mr Jerrett told me that Jim Carmichael helped in developing the cartridge and that Mrs Carmichael named it. Haven't shot it enough to comment on barrel life but after some 600 rounds accuracy is as good as ever and every load I've tried with Rl-22, IMR 7828 or H-4831 and 68 gr. Burger or Euber bullets tops 4000fps and gives good accuracy so haven't squandered barrel life trying to find single "best" load.

Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 10 April 2015 kl 23:45

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5 Creedmoore

Ágæti félagi Finni.

Þetta eru staðreyndir málsins.

Þetta er vafalaust ágætt kalíber til að skjóta ref...en 1500 skot..erum við ekki full bjartsýnir?

I have a Catbird built by Jerrett with 26" Hart 1/14" twist barrel. Built on a Jerrett trued 700 Rem action with Jewel trigger in pillar bedded McMillian target style stock. With Swarovski 6-18X scope it weighs close to 12 lbs and is a true 500+ yard woodchuck rifle. It's amazing what the 68gr Euber bullets will do to a chuck even at longer ranges. Small entrance holes but everything inside is like jelly. Mr Jerrett told me that Jim Carmichael helped in developing the cartridge and that Mrs Carmichael named it. Haven't shot it enough to comment on barrel life but after some 600 rounds accuracy is as good as ever and every load I've tried with Rl-22, IMR 7828 or H-4831 and 68 gr. Burger or Euber bullets tops 4000fps and gives good accuracy so haven't squandered barrel life trying to find single "best" load.

Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 10 April 2015 kl 23:45

Finni

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5 Creedmoore

Sæll Magnús.
Árið 1991 keypti ég reamer fyrir .243 Catbird, en það var allsendis ekki þrautarlaust,það var nefnilega ekki hægt að panta reamer frá JGS eða Clymer nema með leyfi frá Kenny Jarrett. Þannig að ég hringdi í Kenny og hann pantaði reamerinn sjálfur ásamt hleðslutækjunum og sendi mér, að sjálfsögðu borgaði ég honum.
Hann virtist hafa einhverskonar einkaleyfi á þessari hönnun þá eins og Rob Robinet hefur nú á sinni "leyniútgáfu "af .30 BR í dag.
Kv.Finni.
P.S.Ég hef skotið a.m.k. 1100 skotum úr fyrra hlaupinu og það er enn vel nothæft á ref.

Skrifað þann 11 April 2015 kl 1:24

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5 Creedmoore

Heill og sæll gamli félagi Arnfinnur Jónsson!

Alveg magnað hvað hlaupin endast þrátt fyrir það sem gegngur á
í þessu vafalaust ágæta calíberi 6mm Catbird.
Ekki halda eitt andartak að ég sé að efast um sannleiksgildi þess sem þú segir!!
Við vitum náttúrulega báðir hvað hlaup geta verið mismunandi hvað endingu varðar.
Ég átti einu sinni Hart 6mm 1 - 14 twist hlaup sem skaut ítrekað .300 fimm skota grúppur
eftir að 5600 skot höfðu farið þar í gegn! Svo átti ég reyndar líka annað Hart hlaup sem
aldrei hitti nokkurn skapaðan hlut.
Mín reynsla er sú að Hart endist allajafna betur en Shilen þó þessi ágætu hlaup
séu bæði "Button" hlaup og efnið komi frá sama frakleiðanda.
Þetta kann vel að vera tóm vitleysa enda ekk byggt á neinum tilraunum, aðeins tilfinningu.
Margir fullyrða að "Cut " hlaupin endist betur.. ég bara veit það ekki.
Mér finnst þetta allt svolítið ruglíngslegt í ljósi þeirrar staðreyndar að lang
flestir (bankarískir) hlaupaframleiðendur skipta við sama stálframleiðandan
og allir vita að það er hitinn sem eyðileggur hlaup frekar en nokkuð annað.
Og hitinn hefur enga hugmynd um hvort Shilen eða Bartlein bjó til rifflurnar.

Beztu kveðjur til þín og þíns fólks,
Magnús.

Skrifað þann 12 April 2015 kl 16:52