6.5x47 vs .260rem

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Sæll Karl Guðna

Skal svara þér lið fyrir lið.
1.) Erum við ekki alltof hræddir við að nota þungar kúlur í 6,5x55 ?? og hlaða svolítið heitt ?
Það eru enginn ný vísindi að þungar langar kúlur, með háan BC gera alltaf betur á löngum færum en stuttar og léttar. Meiri hraði er líka betri, vegna þess að þá hefur vindurinn minni tíma til að hafa áhrif á kúluna.

Sem sagt, því hærri sem BC stuðulinn er því betri er kúlan til að skjóta á löngum færum, þetta er almenna reglan.

2.) Grenri kúla af tveimur jafn þungum missir minni hraða hlýtur að vera, því hún þarf ekki að ýta frá sér eins miklu af lofti á leiðinni !!!
Þetta helgast af forminu á kúluni, þyngdin er afstæður hluti af þessu og hefur ekki bein áhrif. Ef þú ert með tvær jafn þungar kúlur í sitthvoru kaliberinu segjum t.d. 6mm og 30 cal. þá getur 30 cal kúlan aldrei verið með jafn góðan flugstuðul vegna þess að hún er svo asnaleg í laginu á miðað við hina. 6mm kúlan væri væntanlega löng og oddmjó á meðan hinn væri stutt og með brattan odd.

Sem sagt, Því hærri sem BC stuðulinn er þeim mun betur flýgur kúlan, og því betur heldur hún hraða.

3.) er ekki sama vindrek á jafn þungum kúlum þó kaliberið sé annað?
Nei, en og aftur... þyngdin skiptir ekki máli, þannig séð, það er BC stuðulinn.

Sem sagt, því hærri sem BC stuðulinn er því minna verður vindrekið.

Þegar þú skoðar BC stuðul fyrir kúlur þá getur þú kafað enn dýpra en meðalmaðurinn og sagt.
Flatbase kúlur G1
Boat tail Kúlur G7

En svo kemur smá twist í lokinn til að rugla þig enn meira, því að sumar boat tail kúlur hafa betri "form factor" en G7 staðalinn segir til um og fljúga því líklega aðeins betur en boat tail kúlur sem hafa hærri form factor.

Dæmi:
6,5 mm kúlur.
130 grs Berger Hunting VLD er með mjög góðan form factor á meðan 120 grs Nosler BT sem er líka boat tail kúla hefur mjög lélegan form fractor. Berger kúlan er með lægri en 1 á meðan Nosler kúlan er með hærri en 1. Þessu getur þú flett upp í bókinni hans Brian Litz "Applied Ballistics for longrange shooting". ef ég man rétt.

Þetta er líklega of flókið til að útskýra vel í stuttu svari á svona spjallborði þar sem flestir aðrir sjá ástæðu til þess að skrifa bók um. en gefur þér samt hugmynd.

Fyrir færi upp að 230 til 250 metrum þarftu lítið að spá í þetta. Fyrir færi yfir 5 - 600 metrum þarftu að fara að spá talsvert í þessum hlutum.

Skrifað þann 8 January 2015 kl 23:14

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Veldur bara það sem þig langar í - þú klikkar á hvorugu caliberi.

Ég valdi 260 Rem á sínum tíma m.a. vegna þess að það var til riffill í því caliberi í verslun í bænum, Lapua var að byrja að framleiða hylki fyrir 260 Rem og einnig vegna þess að þetta er sama hylkið og 308 Win þannig að magasín og aðrir hlutir eru auðfáanlegir.

Er sjálfur mest að skjóta 139 gr Scenar þar sem riffilinn er bara notaður í markskytterí á færum frá 400-1000 m.

Skrifað þann 10 January 2015 kl 0:19

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Það er hárrétt það sem Stebbi sniper segir.

Það er mikill misskilningur í gangi með þyngd á kúlum og kalíberum. Það eru bara tveir faktorar sem hafa áhrif á feril kúlu, fyrir utan ytri faktora eins og loftþrysting og vind. Það er BC stuðull og hraði. Kalíber kemur falli í raun ekkert við, annað en það er hægt að vita ca. á hvaða hraða það caliber getur skotið kúlunni.

Ef men eru að spá í falli og vindreki eingöngu, þá eiga menn að velja kúluna með hæsta BC stuðulinn, og svo hvaða hylki getur komið þeirri kúlu á þann hraða sem menn vilja. En menn eru að gera þetta öfugt með því að velja kalíberið first, og svo kvarta yfir þvi að það sé svo flatt.

Vindrek fer einnig eftir BC stuðli og hraða, og kemur þyngd kúlunnar því ekkert við. Það sem veldur vindreki er að kúlan virkar eins og vindpoki, hún leitar upp í vindinn, en snúningur kúlunnar er til þess að hún reynir að jafnframt að snúa nefinu í skotstefnu. Þetta veldur loftþrystingsmun, þ.e. undirþrystingi hlémegin og það dregur kúluna undan vindi. Þetta eru sömu lögmál og flugvélavængir eru smíðaðir eftir. Það er því ekki vindurinn sem slíkur sem feykir kúlunni heldur önnur eðlifræðisleg fyrirbæri. Og þar kemur form factorinn inn í, hvernig vindrekið virkar, en ekki beint stærð né þyngd.

Vona að þetta varpi nokkru ljósi á þetta.

Magnus Ragnarsson

Skrifað þann 10 January 2015 kl 14:18

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

mér fynnst svolítið skrítið að segja að þyngd skipti ekki máli því ef maður ber saman eins kúlur í sama cal. þá hækkar bc. stuðullinn eftir því sem kúlan þyngist ,,, svo maður myndi áætla að þungi kúlunnar væri stór þáttur í því að fynna BC. stuðulinn,,
og svo ef ég reyni að koma þessu betur frá mér , tökum dæmi tvö kal 6,5 og 308 jafn þungar kúlur af sömu tegund , sami upphafshraði, myndi þá 6,5 cal ekki halda hraðanum betur ???

kv:Kalli

Skrifað þann 10 January 2015 kl 23:09

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Það sem ég á við er að þyngd er aðeins einn þáttur í BC stuðlinum. Lögunin hefur meira að segja en þyngdin ein og sér. Ef tvær jafn þungar kúlur, önnur í .264 og hin í .308, eru með mismunandi lögun, þarf það ekki að þýða það sama. Ef þú myndir vera með flat base kúlu með flötum blýoddi í .264 og boat tail kúlu með secant oddi í .308 en sömu þyngd á báðum, þá held ég að þú fengir aðra niðurstöðu. Þyngd hefur áhrif, en það er ekki aðalþátturinn, heldur er BC samþáttur lögunar og þyngdar. Menn horfa ofta bara í þyngdina eina og sér og það er það sem ég er að benda á. Að hún ein og sér segir ekki allt.

Gott dæmi er Norma Oryx 156 gr í .264. Hún er með hörmulegan BC stuðull (0.348 G1) miðað við jafn þunga markkúlu í .308 sem yrði töluvert flatari á sama hraða, t.d. Scenar 155 í .308 sem er með 0.460 G1. Þarna erum við að bera saman epli og appelsínur (veiðikúlu og markkúlu) en þetta er sýnir að ekki má horfa í þyngd eina og sér, og hún segir ekki alla söguna.

En það er rétt sem þú segir þegar um kúlur af sömu gerð og með samskonar lögun er að ræða.

Kv.
Maggi

Skrifað þann 10 January 2015 kl 23:32

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Karl, að sjálfsögðu er þyngd einn þátturinn í því að mynda BC stuðulinn, en þér er óhætt að sleppa því að spá í hana, þar sem þú þarft þá líka að velta hinum hlutunum fyrir þér í jöfnunni sem eru "drag" stuðullinn (lögun kúlunar) og þvermálið.

Í staðinn fyrir að bera alla þessa hluti saman og finna út í hvaða hlutfalli þessi þáttur væri meira ráðandi í því að finna út fall og vindrek á kúlum er fundinn út BC fyrir kúlurnar sem segir þér allt um það hvað hún flýgur vel.

Þannig að ef þú getur bent mér á eitthverja kúlu sem er til í 6,5 mm og 308 af sömu tegund með sömu þyngd sem eru nákvæmlega eins í laginu þá væri það vel þegið, því það er eðlisfræðilega ekki hægt nema þær séu úr sitthvoru efninu og þá væntanlega myndi 6,5 mm kúlan fljúga betur vegna þess að hún er með minni loftmótstöðu, og þar af leiðandi betri BC.

Þetta dæmi sem þú ert að setja upp er ekki til.

Þegar þú ferð og berð saman kúlur á milli calibera þá þarftu ekki að spá í þyngdinni, heldur aðeins BC stuðlinum, því hann segir þér allt um það hvernig kúlan flýgur.

Það næsta sem er ágætt að átta sig á er það að BC stuðullinn er breitilegur eftir því á hvaða hraða kúlan er og einnig því að sumir framleiðendur eiga það til að ýkja BC stuðull kúlanna sem þeir framleiða til þess að selja þær frekar. Þá eru til snillingar eins og Bryan Litz, sem taka einfaldlega kúlurnar og skjóta þeim og mæla í leiðinni flugstuðulinn... smiling

Dæmi, Nosler virðist hafa ofmetið flugstuðulinn á long range kúlunum sínum, þó þær séu með háan BC þá eru þær ekki eins góðar og þeir vilja meina. Hef ég heyrt.

Ef það er enn eitthvað sem vefst fyrir þér í sambandi við þetta Karl, þá skal ég glaður reyna að aðstoða þig frekar...

og já ég gleymdi að svara upphafs póstinum!

En þér er örugglega óhætt að fylgja því sem Gísli Snæ segir Dude, því ég held að þetta geti ekki klikkað hvort calið sem þú tekur, ef þú notar Lapua Brass og færð Arnfinn til að setja þetta saman fyrir þig.

Skrifað þann 10 January 2015 kl 23:52

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Maggi var rétt á undan, en ég er svolítið lengi að skrifa vegna þess að ég á það til að gleyma mér og skrifa aðeins of mikið þegar ég fer af stað....tongue out En Maggi er búinn að útskýra þetta líka á einfaldari máta.

Skrifað þann 10 January 2015 kl 23:56

sindrisig

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Ef þú ert með kúlu í ákveðnum sverleika, getur hún ekki þyngst nema lengjast. Tja... jú það er hægt að nota þyngri málma en blý en það segir ekki allt. Þessi BC fræði eru frekar flókin og það sem kemst næst þeim í því sem er hannað og smíðað eftir svipuðu og sést út um gluggan eru skip (nú orðið) og flugvélar.

Að auki er hægt að finna kúlustærð sem er með hærri BC en 1. T.d. er .50 cal Hornady Amax með BC +1, þrátt fyrir meiri vindmótsstöðu en mjórri kúlur, enda eru þessi fræði ekki alveg auðveld eins og komið hefur fram hér að framan.

Annars er mín vitneskja takmörkuð við að löng skip eru gangbetri en stutt og það dugar mér.

kv.
Sindri

Og ég sé að búið er að ræða þetta í hörgul á meðan ég var að pikka... Helvíti var ég lengi að þessu...

Ég ætla samt að bæta aðeins við þetta því að það er viðurkennt (eða í það minnsta meiningarmunur) að 50 Cal er ekki að skila betri nákvæmni á vegalengdum undir 1000 metrum. En þar fyrir ofan eru baunirnar fallnar og þessi 7-900 graina kúla fílar best það sem kemur á eftir.

Skrifað þann 11 January 2015 kl 0:09

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Sem sagt að kúlur af sömu tegund og þyngd en í mismunandi cal hafa ekki sama flugstuðul vegna þess að sverari kúlan hefur lægri bc stuðul vegna meiri vindmótstöðu ???? en er lengd kúlunna að spila stóra rullu í þessu dæmi ? eins og Sindrisig bendir á !!

Skrifað þann 11 January 2015 kl 17:15

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Hárrétt...

Skrifað þann 11 January 2015 kl 19:33

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Gísli Snæ....ertu með 1-8 tvist? Er það ekki æskilegast fyrir svona þungar kúlur?

Skrifað þann 11 January 2015 kl 23:01

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Sæll

Jú það passar er með 1:8 twist - virkar fínt með 139 gr Scenar. Er reyndar að skjóta þeim frekar hægt en það virkar bara fínt hjá mér.

Skrifað þann 12 January 2015 kl 21:48

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Upplýsandi þráður smiling
langt síðan ég hef litið við en þetta er flottur þráður.
Til lukku .-)

Hvort ég veldi ... sennilega frekar 6,5-47 bara af því það er aðeins meira current.
En skipti ekki öllu máli. Hjörtur stef er að gera flotta hluti með 260 ´

En persónulega tæki ég hvorugt smiling
Er með 6,5-284 og langar í 6-xc til viðbótar smiling

Skrifað þann 6 February 2015 kl 8:59

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

En svona smá spurning með löng færi.Heyrði utan að mér þessa fullyrðingu.
Logn er verra fyrir löngu færin heldur en hliðarvindur passar það ?
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 6 February 2015 kl 19:49

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 6.5x47 vs .260rem

Nú eru þetta bara hugleiðingar Gismi en það litla sem ég man úr flugeðlisfræðinni þá er kúla eða flugvélahreyfill þannig að hann myndar undirþrýsting öðrum megin en yfirþrýsting hinum megin. Fræðilega séð allavega ætti kúla á löngu færi sem heldur góðum snúning að leita aðeins til hliðar. Þessu til staðfestingar, Piper Chieftain, níu sæta, tveggja hreyfla farþegaflugveélar eru með hreyflana á sinnhvorum vængnum auðvitað en þeir snúast á móti hvor öðrum. Sá sem er vinstra megin snýst þá til hægri og sá sem er hægra megin snýst til vinstri. Þannig vinna þeir á móti hvor öðrum og flugvélin á auðveldara með að fljúga beint. Hins vegar til að eyðileggja þetta allt saman þá eru eins hveryfils vélar ekki með þennan munað, að augljósum aðstæðum en ég hef ekki orðið var við að það sé mikið mál að fljúga þeim beint! En þótt þær fari hægar yfir eru hreyflarnir ekkert endilega á minni snúning. Þannig að til að gera alltof langa sögu afar stutta. Sennilega getur hliðarvindur frá réttri hlið hjálpað en hvort það er fræðilegt eða raunverulegt er ég ekki með svar við.

Skrifað þann 6 February 2015 kl 20:22

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Mig grunar nú að menn vilji hafa vind (svona smá) á löngum færum til að losna við tvíbrá (mirage) því yfirleitt eru menn með öfluga sjónauka fyrir löngu færin (stækkun 30-80) og þá magnast allt svoleiðis upp þannig að ómögulegt getur verið að sjá skotmarkið.

Feldur

Skrifað þann 6 February 2015 kl 23:58

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Eigum við ekki að segja að passlegur vindur sé fínn. Auðvitað vill maður ekki rok.

En það er skelfilegt að vera að reyna að skjóta á lengri færin í logni og hita. Bætum við það heitu hlaupi og heitum kút og málið er eiginlega dautt.

Skrifað þann 7 February 2015 kl 15:47

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Aðeins um tvíhreyfla flugvélar. Nú má það vera að Piper Chieftain einhver hafi verið með counter rotating mótora. Ég veit það ekki, hún er ekki á lista sem wikipedia gefur upp um svoleiðis sbr.http://en.wikipedia.org/wiki/Counter-rotating_propellers.... En það er hinsvegar mjög sjaldgæft að tvíhreyfla vélar séu þannig útbúnar. Ástæðan fyrir því er ekki sú að erfiðara sé að fljúga beint ef báðir mótorarnir snúast í sömu átt heldur sú að erfiðara er að hafa stjórn á vélinni ef hægri mótorinn svíkur ef báðir snúast til hægri. Það stafar svo af því að það skrúfublaðið sem fer niður tekur meira á en blaðið sem upp fer, kallað P-factor, og á hægri mótornum er niðurgangandi blaðið lengra frá miðju en það sem upp fer og hefur því meira vægi. Sá mótor er þá kallaður krítískur mótor vegna þess að það er verra að missa hann en þann vinstri. Til var að vélar væru búnar mótorum sem snerust hvor í sína átt til að auðvelda flugmönnum lífið, en þær eru fáar, sbr. listann hérna að framan.
Síðan er það rétt að loftið frá skrúfunum kemur í gormhreyfingu aftur eftir skrokknum og blæs því meira á aðra hlið stélsins og þess vegna leitar vélin til hliðar.
En í kringum kúlu sem snýst er loftið ekki á hreyfingu og hún hefur heldur ekki stél til að stýra sér, sem hreyfanlegt loft gæti blásið á, svo líkingin við flugvélaeðlisfræðina er fremur langsótt.

Skrifað þann 8 February 2015 kl 15:42

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 6.5x47 vs .260rem

Þetta var nákvæmara og betra svar hjá þér Valdur, hafðu þökk fyrir

Skrifað þann 8 February 2015 kl 15:48

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Sennilega er verið að vísa til áhrifa sem nefnd eru magnus áhrifin, eða magnus effect.

Í logni, ef rílur hlaups snúast til hægri, þá leitar kúlan til hægri, þetta kallast spin drift á byssumáli og hægt að lesa sér til um það. Gera verður ráð fyrir þessu á lengri færum, en þetta getur verið nokkuð og fer eftir lengd kúlu og twisti, hversu mikið þetta er. Flestir góðir ferilreiknar geta reiknað með þessu. Þessi áhrif gilda auðvitað líka í vindi, en þetta bætist bara við vindfaktorinn.

Þetta er sami hlutur og þegar góðir fótboltamenn koma snuning á boltan, til þess að hann taki sveig þegar þeir skjóta á markið, og geta þeir þá stýrt því hvort að hann svegi til vinstri eða hægri og hversu mikið eftir því hvernig þeir sparka í boltan, en lykillinn er snúningur, þetta er þó aðeins á færi betri fótboltamanna.

Skrifað þann 9 February 2015 kl 17:41