60 afmæli

slatur

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

góðan daginn kæru Hlaðverjar þessi umræðuþráður á kannski ekki heima hérna en flestir skoða þetta en þannig er mál með vexti að mig vantar hugmyndir af afmælisgjöf handa tengdapappa, hann er mikill veiðimaður en voðalega nægjusamur veiðimaður hann er t.a.m búinn að vera með sömu pumpuna í 40+ ár en þar sem að maður er ekki beint að fara að gefa honum haglabyssu uppá 250-300 k í afmælisgjöf þá langaði mig að fá hugmyndir frá ykkur kæru veiðimenn hvort að þið hafið einhverjar hugmyndir, hann á t.a.m veiðigallann og gervigæsir og flautur

allar hugmyndir vel þegnar.

Tags:
Skrifað þann 20 April 2015 kl 10:31
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

asipall

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 60 afmæli

Ég hef verið að smíða þessa fínu veiðihnífa sem eru nokkuð vinsælir í stórafmælisgjafir.Vertu bara í bandi og við skoðum málið.Það eru einhverjar myndir af þeim á facebook hjá mér og eins í grúbbu sem heitir Hnífasmiðurinn.Kv Ásmundur páll Hjaltason.s:8691539

Skrifað þann 20 April 2015 kl 12:39

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 60 afmæli

Ágæti félagi slatur.

Ég er á þessum aldri og því með fingur á púlsinum...smiling
Fallegur veiðihnífur er glæsileg gjöf.
Annað sem kemur upp í hugan er virkilega góður sjónauki.

Gangi þér vel,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 20 April 2015 kl 16:51

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 60 afmæli

Það getur verið andskotanum erfiðara (afsakið orðbragðið) að finna eitthvað gott handa nægjusömum mönnum. Ég er með nokkra þannig í kringum mig. Hins vegar eru góðir hnífar og brúklegir sjónaukar eitthvað sem allir veiðimenn vilja eiga.

Nú ef allt klikkar þá er alltaf hægt að redda sér með einu svona smiling

http://hlad.is/netverslun/gjafabref...

Skrifað þann 21 April 2015 kl 14:38

hreggvidur

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 27 March 2015

Re: 60 afmæli

víst að menn eru farnir að ræða kíkja hérna veit einhver hvar er hægt að nálgast skítsæmilegan kíkir á lítinn pening 5-20 þús var að skoða inná síðunni hérna og seint færi ég að borga 200 þús fyrir stækkunargler.

En er ekki gráupplagt að bjóða honum á gæs ;)

Skrifað þann 23 April 2015 kl 2:10

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 60 afmæli

Sæll hreggviður

Það er hægt að fá gleraugu í Hagkaup fyrir fimm þúsund krónur.

Skrifað þann 23 April 2015 kl 13:15