6,5x55 eða .308?

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Hvort caliberið ætti ég að velja fyrir riffil sem ég ætla aðallega að nota í markskotfimi á 100-400 metrum?

Tags:
Skrifað þann 1 August 2013 kl 12:28
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6,5x55 eða .308?

.308 ekki spurning

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 1 August 2013 kl 12:34

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6,5x55 eða .308?

Ef þú ert að fara að kaupa þér factory riffil eins og Sako, Tikku, Savage eða Remington til að nefna eitthvað. Þá er ég ekki viss um að þetta skipti miklu máli. Þá færðu þér bara það sem þig langar meira í.

Þú getur fengið mjög mikið úrval af góðum 6,5 mm kúlum með háum flug stuðli sem er betra eftir því sem færið lengist. Til þess að fá sambærilegar kúlur í .30 cal þarftu sennilega að fara yfir 200 grs kúlur. 1/8 twist er t.d. í Tikkuni í 6,5 x 55 og það ætti að ráða ágætlega við kúlur upp í 140 grs sem eru með frekar háan flugstuðul, miðað við margar .30 cal kúlur.

139 grs Lapua Scenar í 6,5 er t.d. með G1 stuðul upp á 0,578 á meðan 185 grs í .30 er með 0,482. Þetta skiptir máli en er að sjálfsögðu bara einn af mörgum þáttum sem ræður því hversu nákvæmur riffillinn þinn getur orðið.

Ef þú ert að fá þér custom hlaup og ætlar að láta reema það út fyrir þig þá fengi ég mér t.d. 6 BR eða sambærilegt. Að því gefnu að þú sért ekki að spá í að geta skotið hreindýr með þessum riffli, heldur mest megnis á mark.

Hinsvegar hafa bæði þessi cal sannað sig mjög vel sem úrvals mark caliber og hafa frekar svipaðan kúluferil þó 6,5 sé aðeins flatari. Verða seint talin til flatra calibera samt.

KV: Stefán Eggert Jónsson
SFK

Skrifað þann 1 August 2013 kl 13:11

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: 6,5x55 eða .308?

Takk, ég var að spá í Tikku varmint, stainless og svo fá mér GRS skepti á hana seinna.

Skrifað þann 1 August 2013 kl 13:57

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6,5x55 eða .308?

Ég myndi segja að það væri mjög góður valkostur hjá þér Harry. Ég personulega hallast meira að 6,5 x 55 en .308 en það er svona meira personulegt mat mitt, þar sem mér finnst 6,5 mm kúlur ákjósanlegri en .30. Í grunnin held ég að þetta skipti samt voðalega litlu máli.

Skrifað þann 1 August 2013 kl 14:59

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6,5x55 eða .308?

Sælir

Ég verð að fá að segja að hvorugur riffillinn mun valda þér vonbrigðum smiling Þetta get ég sagt þar sem ég er með Tikka T3 Varmint SS í 6,5x55 SE og frændi minn og veiðifélagi er með sama riffil í .308 Win.

Báðir rifflar frábærir og hafa staðið sig frábærlega, bæði í veiði og í markskotfimi (æfingum). Fyrir peninginn þá eru þetta ein bestu kaup sem þú getur gert, held ég. Ef þú vilt eiga möguleika á einhverri stærri bráð erlendis í framtíðinni þá tæki ég .308 en annars 6,5x55 alla daga.

Ef ég ætti að bæta einhverju við þá mundi ég (í dag) skoða líka .260 Rem (6,5-08) sem mér finnst vera mjög áhugavert cal. Annars mundi ég bara drífa í því að versla annan af þessum tveimur sem þú nefnir og byrja að æfa mig ;)

Að lokum tek ég undir allt sem Stefán hefur sagt hér að ofan.

Skrifað þann 1 August 2013 kl 15:48

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6,5x55 eða .308?

Sælir, ekki vafi 308 og láta tvistið ráða. 1:12" ef hægt er (varmint).
Margar ástæður, ein er hlaup ending og það skal ekki vanmetið.
Svo maður tali nú ekki um stærra kúlugat í skor mótum.
Miðað við þessi tvö caliber og 100-400m.
Kveðja

Gleymdi að nefna Allir þessir framleyðendur framleiða TOPP riffla
fyrir 308. varðandi nákvæmni.
Það eru ástæður fyrir því að Nato valdi 308.

Skrifað þann 2 August 2013 kl 9:12