6XC prufa

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

skrapp í Keflavík í skítaveðri að prófa BAT.
fann nokkuð góða hleðslu í gær hjá SR og prófaði hana í dag.

á 500m náði ég ekki nema 4.7" grúppu enda hávaða rok og snjóbylur þegar ég var að skjóta.
það var skárra á 300m, náði þar 1.499" og 1.578"

á 100m voru grúppurnar .313, .239, .325, .314.. meðaltalið 0.297"







miðað við hvernig veðrið var þá er ég þokkalega sáttur.

Tags:
Skrifað þann 3 March 2013 kl 18:29
Sýnir 1 til 14 (Af 14)
13 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6XC prufa

Sæll ég er smá forvitinn hvernig þú reiknar þetta tökum dæmi 0,313 hvað er grubban í mm mér sýnist hún vera um 18mm bara svona að horfa ef ég er að gefa mér að kúlan sé 6mm
Kveðja ÞH

Skrifað þann 3 March 2013 kl 19:48

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6XC prufa

Sæll Þorsteinn!!!

Þetta er cirka rétt hjá þér, ef utanmálið á gruppuni er 18 mm þá er hún miðja í miðju á hverri kúlu c.a 12 mm, því þú dregur 6 mm frá sem er þvermálið á kúluni.

0,313 tommur / 2,54 = c.a. 12 mm.

Þetta er allavega minn skilningur á þessu.

Skrifað þann 3 March 2013 kl 20:01

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6XC prufa

ég mæli milli ystu brúna og dreg eitt kúluþvermál frá, þá er málið miðja í miðja kúlu, bara eins og á að gera.

þessi tiltekna grúppa er 13.97mm áður en kúlnaþvermál er dregið frá.



tók líka nokkur skot úr Stillernum með Nosler Accubond 165gr kúlu, ekki sérlega nákvæm kúla en dugar í hreindýrið í sumar..

Skrifað þann 3 March 2013 kl 20:04

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6XC prufa

úbbss.. þarna er ég reyndar kannski full fljótur á mér... confused

Skrifað þann 3 March 2013 kl 20:04

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6XC prufa

Maður á að sjálfsögðu ekki að taka að sér að reikna eitthvað út með fullt af krökkum í kringum sig.

14mm utan mál - 6mm = 8mm grúppa breytum því í tommur

1 mm = 0,03937 tommur * 8 = 0.315 tommur... Veit ekki hvað ég var að hugsa þarna áðan... grin

Skrifað þann 3 March 2013 kl 20:14

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6XC prufa

Takk mig vantaði bara formúluna þannig að ef ég tek grúbbu sem mælist 17mm brún í brún og er með 6,5x55 þá dreg ég 6,5 frá og þá er grúbban 10,5mm ekki satt ?

Skrifað þann 3 March 2013 kl 21:05

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6XC prufa

það er rétt reiknað

Skrifað þann 3 March 2013 kl 21:21

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6XC prufa

Sæll félagi Daníel!

Þetta finnst mér góður árangur!
Hvaða kúlum varstu að skjóta ?
Hvaða púðri?
Hvaða magni?
Kom þetta fram í fyrri póstum?
Er að glíma við snall?? síma dóttur minnar!

Veð vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 3 March 2013 kl 22:25

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6XC prufa

þetta eru Lapua Scenar 105 L
púðrið er VihtaVuori N-140 37.4gr
Norma 6XC hylki
Federal Match primer
COAL 2,0680, að landi er 2,0665 svo ég er með jammað .0015

Skrifað þann 3 March 2013 kl 22:37

GummiValda

Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 4 March 2013

Re: 6XC prufa

Hvaða hraða færðu?
Er að byrja að prufa mig áfram með Hornady 105 A-max og 95 gr Nosler Bst

Skrifað þann 4 March 2013 kl 21:40

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6XC prufa

er ekki búinn að skjóta í gegnum hraðamæli, en setti inn upplýsingar um fall á 300 og 500m í ballistic tölvu, hún gaf mér 2950fps

Skrifað þann 4 March 2013 kl 21:47

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6XC prufa

Sæll Gummi

Ert þú búinn að hraðamæla 105 grs A-Max? Ég er nýkominn með hraðamælir í hendurnar og hlakka til að mæla bæði 100 og 108 grs scenar! Úr 6,5 x 47... Daníel virðist vera að nota mjög svipað magn af 140 fyrir 105 6mm kúlu eins og ég set í 6,5 x 47 með 100 grs kúlu!

Þar hefur 38 grs komið mjög vel út í þessu eina testi sem ég gerði!

Skrifað þann 5 March 2013 kl 0:02

GummiValda

Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 4 March 2013

Re: 6XC prufa

Sælir.
já ég er búinn að hraðamæla A-max. 38 grain af reloder 17 gáfu 3056fps. Hef ekki komist til að prufa þetta neitt af viti.

Skrifað þann 6 March 2013 kl 20:45