7mm caliber

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hvaða 7mm caliber væri efst á óskalistanum sem notast ætti bara hér á landi við veiðar og langt pappaskytterí.........og af hverju?

kv
D

Tags:
Skrifað þann 25 January 2015 kl 15:39
Sýnir 1 til 11 (Af 11)
10 Svör

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 7mm caliber

.284 win með 168 Berger á 2950 fps. Ekkert sem toppar það.

Skoðaðu bara einhverjar greinar um F-Class á 1000 yards/metrum. Þetta er að vinna allt.

Feldur

Skrifað þann 25 January 2015 kl 17:20

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 7mm caliber

Sammála

Passa bara að freeborið sé nógu langt og nota langann lás ef menn ætla að vera með magasín lás!

Skrifað þann 25 January 2015 kl 18:34

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 7mm caliber

Reyndar eru flestir í F-Class líklega farnir að brúka 284 shehane sem er 284 improved

Skrifað þann 25 January 2015 kl 18:36

sindrisig

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 7mm caliber

Mig og Feldinn kitlar að koma rifflinum sem Arnfinnur er með í vinnslu gang. Ekkert hlunka vesen þar, bara 284 win með léttu hlaupi (samt 650mm) og mauserlás.

Og fyrir Stebba, þá lét ég Finna ekki taka lengra freebore, ég ætla ekki í 180 Berger. 168 er nóg.
kv
Sindri

Skrifað þann 25 January 2015 kl 20:47

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 7mm caliber

Þú verður ekki svikinn af þessu Sindri... fyrir veiðiriffil er lengra freebor ekkert must!

Hvað 180 grs kúluna varðar... þá er hvorteð er ekki gott að fá hana frá Berger hér... en það kemur vonandi Scenar L til Hjalla í 180 grs.

Skrifað þann 25 January 2015 kl 23:44

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 7mm caliber

Megið gjarnan útskýra "284 shehane". Hvað það er sem breytist?

Og annað, hvaða lásar eru nothæfir í sérsmíði, þá er ég ekki að tala um 260þús stiller, heldur eitthvað sem kostar minna og er brúkhæft?

Skrifað þann 27 January 2015 kl 23:33

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 7mm caliber

Sæll Dude

.284 shehane er aðeins útblásið .284 win. Ef þú ert ekki að fara að kaupa þér Custom lás, til þess að smíða úr, þá ertu líklega ekki að fara að standa í veseninu við að ná þér í custom die-a fyrir þetta cal eða að blása út hylki og það sem því fylgir.

Fyrir þig væri líklega betri kostur að velja 284 win og einfaldast að notast við Remington 700 lás. Sem er samt farinn að nálgast custom lás í verði ef þú ætlar að láta laga hann til. Önnur leið væri að notast við Mauser lás.

284 win skilar þér örugglega út á þau færi sem þú ert sjálfur fær um að skjóta á með góðum árangri, svo shehane er örugglega ekki að bæta miklu við það.

Hér er smá grein um samanburð á Win og shehane:
http://bulletin.accurateshooter.com/2012/05/284-shehane-284-improve...

Skrifað þann 28 January 2015 kl 1:17

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 7mm caliber

Er hægt að nota lás úr hvaða Rem 700 riffli sem er? Er enginn munur þar á milli typa?
Hvað með Wetherby lása? Eru þeir ekki nothæfir?

Skrifað þann 28 January 2015 kl 11:15

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 7mm caliber

Fyrir .284 þarftu Remington standard lás því stutti lásinn tekur ekki svona langt hylki. Þó þetta hylki sé upphaflega hannað í stuttan lás þá er það einmitt það sem stóð því fyrir þrifum í að ná vinsældum.

Þetta hylki nýtur sín ekki fyllilega í stuttum lás!

Skrifað þann 29 January 2015 kl 13:03

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 7mm caliber

7-08 Er það ekki að hætta að vera villiköttur?
Með kúlu í léttari kantinum smiling

7 mm stw Ef þú ætlar reglulega að teygja þig einhvað langt!

smiling

7mm wsm ef þú ert svona meira modern þenkjandi sad)

Skrifað þann 6 February 2015 kl 8:40