870 pumpa stendur á sér

troll

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

sælir Hlaðverjar og gleðilega hátíð.
Ég er með eina gamla pumpu hérna í fórum mínum, Remington 870 pumpu, þessa alþekktu sem allir eiga og klikkar "aldrei", svokallað kúbein.

Ég er að lenda í því núna að þegar ég er búinn að skjóta úr henni þá stendur hún á sér og ég get ekki skipt henni nema með gríðarlega miklu átaki. Það kemur einhvern veginn mikið sár í fótinn á patrónunni eins og að útkastarinn höggvi hana fasta, ég skil þetta ekki alveg.

Hafa aðrir verið að lenda í þessu og ef svo er, getið þið bent mér á hvert meinið er til að ég geti lagað, eða látið, laga þetta.

Tags:
Skrifað þann 23 August 2013 kl 14:10
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

Mustela

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 870 pumpa stendur á sér

Hefurðu athugað hvort patrónuhúsið sé eitthvað orðið ryðgað eða mjög skítugt, þá geta skotin verið að festast. Þurfti að pússa það hjá mér á gamalli einhleypu og þá hætti þetta að gerast.

Skrifað þann 23 August 2013 kl 15:01

troll

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 870 pumpa stendur á sér

Þessi byssa hefur verið blásin og þrifin með olíu eftir öllum kúnstnarinnar reglum. Það er bara þetta skringilega hak sem kemur á patrónuna, eins og útkastarinn grípi of fast eða eitthvað slíkt.

Skrifað þann 23 August 2013 kl 15:40

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 870 pumpa stendur á sér

Ég hef lent í þessu en bara með sumum tegundum af skotum. Prófaðu að skipta um tegund.

Skrifað þann 23 August 2013 kl 21:56

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 870 pumpa stendur á sér

Farðu til joa i ellingsen og biddu hann að pússa/hóna skothúsið - eða gerðu það sjálfur, ef þú treystir þér í slíkt.

Skrifað þann 23 August 2013 kl 22:40

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 870 pumpa stendur á sér

Hvaða tegund af skotum ertu að nota?

Skrifað þann 24 August 2013 kl 7:48

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 870 pumpa stendur á sér

Þetta er mjög þekkt "vandamál" með nýrri (síðustu 15 ár?) Remington 870 Express.
Vandamálið er með skothúsið/chamberið á hlaupinu.
Google leit skilar MÖRGUM niðurstöðum.
http://bit.ly/19DQ9UJ

Besta leiðin til að laga þetta er að hóna skothúsið.
Ég var alltaf að lenda í þessu (ekki búinn að prufa eftir að ég pússaði skothúsið síðast) með Gamebore skeet skot og einhver 3" gæsaskot (man ekki nafnið eins og er)

Skrifað þann 24 August 2013 kl 12:47

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 870 pumpa stendur á sér

Já, eins sorglegt og það er þá þarf að hóna skothúsið. Þetta er víst besta byssa heims að sumra mati en að mínu mati bara hálfsmíðað dót sem enginn ætti að brúka.

Skrifað þann 30 August 2013 kl 22:24

OmarD

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 21 May 2013

Re: 870 pumpa stendur á sér

Lenti í þessu með mína 870 express. fór með hana glænýja á völlinn og eftir tíu skot stóð hún á sér.
ég skipti um skotategund og hef ekki lent í þessu síðan. um 500 skot farin úr henni núna

Skrifað þann 1 September 2013 kl 18:44

OmarD

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 21 May 2013

Re: 870 pumpa stendur á sér

Lenti í þessu með mína 870 express. fór með hana glænýja á völlinn og eftir tíu skot stóð hún á sér.
ég skipti um skotategund og hef ekki lent í þessu síðan. um 500 skot farin úr henni núna

Skrifað þann 1 September 2013 kl 18:45