Að fá lánað skotvopn.

fender

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Gott kvöld. Ég var að velta fyrir mér. ég þarf að fá lánaðan rifil frá vini mínum og það er minna en 4 vikur. þarf að fylla út eyðublaðið eða er nóg að fá hana lánaða ? ég veit ef lánstímin er lengri en 4 vikur þarf að tilkynna það lögreglustjóra.

Tags:
Skrifað þann 23 July 2014 kl 17:04
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Að fá lánað skotvopn.

Skotvopnalöggjöfin hefur ekki mörg orð um þetta en hér er reglugerðin
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/787-1998...

Samkvæmt henni þarftu ekki að fylla út neitt eyðublað en vera með lánsheimildina skriflega og hafa hana á þér ásamt byssuleyfinu.

Þanngi skil ég þetta allavega

ps 35gr.

Skrifað þann 23 July 2014 kl 17:25

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Að fá lánað skotvopn.

Sælir.
Það þarf alltaf lánspappíra sama hve stutt lánið er en ef það er 4 vikur eða styttra þá þarf ekki að tilkinna það
mér finnst allta þægilegast að nota staðlaða formið frá RLS
http://www.logreglan.is/upload/files/Tilkynning_um_lan_a_skotvopni%...
en hvaða pappír sem er með sama info. og undirskrift eiganda dugar í 4 vikur
kv.
JK

Skrifað þann 23 July 2014 kl 17:31

svartljos

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Að fá lánað skotvopn.

Eins og hefur komið fram hérna þá þarftu að vera með skriflega heimild frá eiganda byssunar.
Best er að nota heimild til láns á skotvopni sem búið er að benda á hérna fyrir ofan til þess að hafa sem mest af upplýsingum.
Þetta eyðublað dugar í allt að 4 vikur(auðvitað ræður eigandinn/þú hver gildistíminn er).
Það er ekki nema 4+vikur sem þetta eyðublað þarf að berast til lögreglunar til að fá amk stimpil frá þeim og ef þetta er mjög langur tími þá er byssan yfirleitt skráð tímabundið á lánshafa(það VAR amk þannig en mér reyndar skilst að það sé bara þessi pappír í dag).

mbk
Raggi

Skrifað þann 24 July 2014 kl 10:07

sindrisig

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Að fá lánað skotvopn.

Svo eftir 4 vikur, skilar þú henni aftur og færð hana lánaða í aðrar 4.

kv.

Skrifað þann 26 July 2014 kl 19:42