Afglóðun hylkja án elds....

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Já.... Prófaði árangursríka aðferð sem ég las í gamalli bók eftir þjóðverjann Gerhard Wesmuller.... Þar var notuð hrossafita sem brædd var í potti og matskeið vítissóti með smá dass af salti.. Þar sem hluti af messing er zink sem hefur frekar grófa sameindaröðun, virðist hrossafitan sem storknar ekki við kulda hafa þessi áhrif sem og sótinn sem nær að hreinsa sótið innanúr.... Hylkin eftir hálftíma voru tandurhrein og mjúk, en betra er að primerinn sé farinn úr hylkinu...... Með þessari aðferð má enda hylkin margfalt.....

kv hr

Tags:
Skrifað þann 6 December 2012 kl 15:00
Sýnir 1 til 19 (Af 19)
18 Svör

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Já. Blandaðirðu sódanum saman við brædda hrossafituna? Þá er þetta nefnilega uppskrift að gagnmerku efni sem er notað á sumum heimilum og heitir sápa. Og ef svona sápa dugir til að mýkja brassið; gæti þá ekki bara hvaða sápa sem er virkað?

Skrifað þann 6 December 2012 kl 15:44

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Jú..... Rétt Valdur vinur minn.... En til forna var notast við kindamör í sápugerð... Hrossafitan er fínni og einhvern vegin þannig gerð að smjúga inn á milli sameinda efnisins..... Einnig má nota selspik....

kv hr...

Skrifað þann 6 December 2012 kl 16:36

Toks

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Er ekki í framhaldi af þessu - bara ráð að skella hylkjunum í uppþvottavélina - og sjá hvað gerist ?

Skrifað þann 6 December 2012 kl 20:06

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Jú.... það er ekkert mál að þrífa hylkin, en að míkja brassið er annar handleggur vinur toks.... En þaegar þú talar um að þrífa hylkin þá er ráðlagt hjá þjóðverjanum Gerard Vesmuller að bæta ca. hálfri teskeið af rafgeymasýru í blönduna og hræra þá af og til frekar hraustlega þar sem sýran blandast illa við feitina....Einnig má nota 2 matsk af sítrónusafa.....

kv hr

Skrifað þann 6 December 2012 kl 20:54

Toks

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Vinur Hurdarbak. Jú, en er ekki eldur eða hiti það sem mýkir háls hylkjana. Ég hef mýkt háls hylkja með hita en aldrei með skít eða sápu. Þetta er nú eitthvað nýtt ?

Skrifað þann 6 December 2012 kl 21:01

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Já.... Það er rétt að hitinn sé málið.... Klaufaskapur í mér að taka ekki fram að feitin þarf að sjóða á hylkjunum...

kv hr

Skrifað þann 6 December 2012 kl 21:04

Toks

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Okei, nú erum við að tala saman....

Skrifað þann 6 December 2012 kl 21:17

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Já.... Kæru vinir..... Þessi hrekkur var í boði N1 sem færir okkur nær raunveruleikanum......

kv hr. Hurðarbak........

Skrifað þann 6 December 2012 kl 21:40

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Góðir!!!

Ég var farinn að halda að sá skemmtilegi karakter
Hurðabak væri orðinn óður til hundrað ára!
En auðvitað ekki ,,sem betur fer!!

En svona í alvöru erum við ekki flestir að nota gömlu góðu
aðferðina við að afglóða...nefnilega vaskafat og kósangas?
Við höfum líklega allir sér auglýsingar frá USA um maskínu,
ekki ólíka gömlum plötuspilara, sem afglóðar hylki .
Er nokkur okkar með svona græju?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 7 December 2012 kl 21:12

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Magnús og sprelligosinn minn í kjósini þið kannski upplýsið mig afhverju afglóðun ?
Nú er ég reyndar bara í veiðirifflum og þegar ég hleð þá nota ég WD40 í tusku og þríf hylkin hálsþrengi svo og hleð aftur.1x heflað en hylkin eru á 14 hleðslu núna og ég er búin að henda einu vegna gruns um sprungumyndun en ég geri það hikstarlaust. Vonandi fræðið þið mig um þetta.
Og fyrir Magnús
Kær kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Skrifað þann 7 December 2012 kl 21:24

mckinstry

Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Afglóðun skothylkja er til að mýkja upp gamalt og stökkt brass. Með aldri og endurtekinni notkun breytist efnið í hylkjunum teygist og verður stökkara og þar með hættara við sprungum. Lengja má líftíma (fjölda hleðsla) hylkjanna með þessari einföldu aðgerð. Gæta verður þess þó að ofhita ekki hylkin og kemur sér þá vel að hafa þau í búnaði sem snýr þeim og færir í og úr gasloganum (e.k. gamall grammófónn eins og stungið er upp á hér að ofan).

Kveðja

Þorsteinn Svavar McKinstry

Skrifað þann 7 December 2012 kl 21:44

K.M.S

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Eg smíðaði mér svona græju og nota hana þegar eg hef skotið þrisvar úr hylkinu,
virkar mjög vel. 100 hylki á um 10 mín.
Kv KMS

Viðhengi:

Skrifað þann 7 December 2012 kl 21:57

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Jú..... Gisinn minn..... Afglóðun er rétt þegar við þurfum að sæsa hylki frá öðru caliberi með þannig álagi í vinnu... En annars hendi ég hylkjum sem eru hörð efir 3 hleðslur.... Það er zinkið sem færir sig til.....

kv hr

Skrifað þann 7 December 2012 kl 22:13

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Ágæti félagi Þorsteinn!

Við ágætt svar Þorsteins Svavars er engu að bæta.
Þetta snýst sem sagt um að endurheimta teigigetu
málmsins, sem minnkar við notkun.
Sú staðreynd að þú misstir hylki vegna sprungu gæti
bent til þess að þú þurfir að afglóða hylkin þín.
Ef þér finnst þú þurfa frekari upplýsingar er þér velkomið
að hafa samband og ég skal aðstoða eftir mætti.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 8 December 2012 kl 17:13

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Ágæti K.M.S.

Þetta er einmitt grjæjan sem ég var að reyna að lýsa!
Má ég spyrja...ert þú iðnaðarmaður eða bara svo laginn
að upplagi?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

sem afglóðar sín hylki uppá gamla mátan..
það er að segja..hylkin í vatni nánast upp að öxlum
kósangasið hitar þau þar til þau breyta lit...þá eru þau
felld og kólna í vatninu. Rót virkar.
En svona græja eins og þú smíðaðir er auðvitað málið!!!

Skrifað þann 8 December 2012 kl 21:56

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Svo er bara spurningin um á kaupa nýtt brass - það kostar minna að þessar græjur til að lengja líf hylkjana um nokkur skot.........
Bara segi svona.................

Skrifað þann 8 December 2012 kl 22:00

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Ágæti félagi Kjartan Friðriksson!

Ég er enn að nota Remington 7BR hylki sem ég keypti árið 1988
í Denver, Colorado.
Þetta eru 50 7BR hylki serm ég þrengdi niður í 6BR og er búinn
að hlaða hundrað sinnum!! Ég man ekki hversu oft ég hefi afglóðað þau
en það er mjög oft!!.
Ný hylki er fín, en stundum verða á vegi manns hylki sem eru betri en
önnur. Þessi 50 eru þeirrar náttúru.
Minn gamli vinur Birgir Sæmundsson turnaði þessi hylki
í Texas Tight Neck svo ekki þarf að sæsa til að setja aftur kúlu.
Enn eitt undur BR fræðanna!!
Ef rifflar eru rétt chamberaðir...Valdimar Long... Arnfinnur Jónsson...
endast hylkin út hlaupið....og töluvert betur....en það þarf að hugsa
um þau....til dæmis að afglóða.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 8 December 2012 kl 22:34

K.M.S

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afglóðun hylkja án elds....

Sæll Magnús eg notað þína aðferð lengi eða allt síðan um 1980 þegar eg og bróðir minn pöntuðum okkur Sako riffla í 220 Swift og stóðum uppi hylkjalausir þegar þeir komu,þá breyttum við 303 British hylkjum sem við áttum nóg af, bróðir renndi niður botninn á þeim og síðan voru þau þrengd í þremur áföngum niður í .22
og þá varð maður að af-glóða,en vel að merkja entust þessi hylki betur en Norma hylkin sem við fengum svo á endanum.
Kv KMS

Skrifað þann 9 December 2012 kl 0:45