Afturför hjá UST

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir félagar.

Heldur þykir mér upplýsingum frá UST um gang hreindýraveiðanna hafa hrakað á þessu ári, eftir að þeir lögðu niður hreindýravefinn, Hreindýr.is.

Þar voru stuttar en hnitmiðaðar fréttir af veiðunum og oft birtust myndi af stoltum veiðimönnum og leiðsögumönnum með glæsilega veiðibráð.

Twitter vefurinn sem þeir nota núna hefur algjörlega misst marks og orðið til þess að ég, alla vega hef ekki, fylgst með þar. Og ekki bætir úr skák að engar myndir er að sjá.

JAK ......... sem er meinilla við hnignum og afturför.

Auk þess legg ég til að hreindýraveiðimenn þurfi að taka skotpróf, veiðipróf og standast það til að vera gjaldgengir í hreindýraútdrætti.

Tags:
Skrifað þann 12 August 2012 kl 18:33
Sýnir 1 til 9 (Af 9)
8 Svör

kreppa

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afturför hjá UST

Tek heils hugar undir þetta.
Það var gaman að geta fylgst með því sem var að gerast á veiðislóð á einfaldan hátt. Mér er óskiljanlegt af hverju þessi Twitter leið var farin.
Ég er líka óánægður með hversu sjaldan þeir uppfæra upplýsingar um biðlistana. Það vita allir að það kemur mikið inn af veiðileyfum. Fyrir þá sem eru nálægt því að komast inn er mikilvægt að geta séð það út með nokkurra daga fyrirvara.

Skrifað þann 13 August 2012 kl 8:14

dropinn

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afturför hjá UST

Tek einnig undir þetta. Og finnst asnalegt að þeir sem hafa engann áhuga á öllu þessu samskipta drasli skuli þurfa að taka þátt í þessu.

Skrifað þann 13 August 2012 kl 9:25

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afturför hjá UST

Ég er sammála því sem hér hefur komið fram. Það var þægilegt að geta lesið stutta samantekt um hvern dag fyrir sig, hverjir fóru til veiða og hvar þeir felldu.

Þeir sem vilja mega endilega deila myndum af "stoltum veiðimönnum og leiðsögumönnum með glæsilega veiðibráð" á þessari síðu hérhttp://www.facebook.com/hreindyr,... en auðvitað kemur hún enganvegin í staðinn fyrir gömlu góðu hreindýrasíðuna.

Vonandi að UST komi upp almennnilegri myndasíðu sem fyrst.

kveðja
Jón Magnús
Fossárdal
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 15 August 2012 kl 20:05

Byssubrandur

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afturför hjá UST

Sælir.

Frammför hjá UST....ætla rétt að vona að þeir setji aldrei upp þennan vef að birta myndir af Veiðimanninum með sigurtáknið sítt útatað í blóði ásamt skotvopni ag alles....

Þetta geta menn haft heima í sínu heimilisalbúmi og grobbað sig af því þar....Eru menn ekki enn að skilja að það er fullt af friðunarsinnuðu fólki...sem þolir ekki svona myndir og það á obinberum vef....

Og það er að hafa betur varðandi friðun og niðusskurð á öllu sem við veiðum...Opnið nú aðeins heilabúið og hættið að ögra þessu fólki með myndum af ykkur sjálfum með fellda bráð...notið heimilisalbúmið til þess...

Það er engin ástæða til að vera sérlega stoltur yfir því að fella bráð, flestir gera það til að veiða í soðið,,aðrir til þess að fá góða mynd af sér með sigurtáknið...gef lítið fyrir það...

kvej.

Skrifað þann 17 August 2012 kl 13:15

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afturför hjá UST

Vaknaður og hress wink
núna þarf bara að fá Danna Sig í umræðuna mischievous

Skrifað þann 17 August 2012 kl 14:09

Byssubrandur

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afturför hjá UST

Sæll rjúpur..
Veit það ekki en ef þú endilega villt tapa allri veiði og láta börnin á Alþyngi loka á alla veiði..

Þá endilega heltu þínu striki..

kvej.

Skrifað þann 17 August 2012 kl 15:05

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afturför hjá UST

Núna hefur þú farið öfugumegin fram úr Brandursad ég minntist ekkert á þetta hjá UST en er svona að mestu sammála þér við eigum að halda blóðugum fórnarlömbum í fjölskyldualbúmum, aftur á móti er alltaf gaman að hafa Danna Sig í umræðunni tongue out

Skrifað þann 17 August 2012 kl 16:01

Byssubrandur

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Afturför hjá UST

Já segðu..

kvej.

Skrifað þann 17 August 2012 kl 16:43