agn fyrir ref

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Bara velkomið Magnús og Það er satt Pro-fin það hjálpar rebba í vetur en ég mun liggja fyrir ref eftir áramót eins og venjulega og fæ þá smá hugmynd um hagi hanns.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 17 December 2012 kl 8:39

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Spurt var um ástæður fjölgunar refa.
Fyrir 100 árum var eitrað fyrir rebba, og talið að stofnin hafi verið komin niður fyrir 5 þúsund dýr!
Fálkar ernir ofl féllu líka fyrir eitrinu og var því hætt.
Allir hreppar höfðu áhugasamar skyttur og var farið á öll þegt greni.
Síðan fara hlutirnir að breytast undir 1970. Menn tala um að rebbi eigi rétt á að fjölgasér og náttúran muni ná jafnvægi. (Fyrst éti hann allar rjúpurnar svo fækki rebba )
Komið var upp mörgum griðlöndum. Snæfellsnes og Horstrandir frægust en þau eru auðvitað mun fleirri.
Ekki greitt fyrir skott ofan hálendislínu.
Veiðistjóraembætið bar skilda skv lögum að greiða fyrir skott il jafns við sveitarfélögin. Veiðistjóri fékk hinsvegar ekki fjárveitingu til þess og hóf að skera niður sinn hluta. Skottaver hélt hinsvegar ekki í við verðbólgu svo færri lögðu í þetta. Nettó kostnaður ríkissinns var hinsvegar ekki mikill fyrir þar sem vsk og skattur náðu ríkishlutanum til baka hvort eð er. Niðurstaðan varð sú að þar sem ríkið hætti að greiða þá hættu mörg sveitarfélög að greiða líka, eða greiddu bara sínum mönnum, eða bara til að verja ákveðið æðarvarp, eða bara að einhverju hámarki. T.D greiðir Borgarbygð fyrir örfádýr í Lundareykjadal, en Skorradalur vinnur allt sem í næst. Því flæða dýr frá Lundareykjadal allan veturinn yfor í Skorradal, sömu sögu er að segja af Fellströnd og Skarðströnd og í raun víða. Veiðar eru stundaðar af mun minna kappi en áður var.
Annað sem virðist líka vera að gerast er að frjósemin er að aukast mikið. Sennilega fjölgað um 2-3 hvolpa á greni. Hvað veldur veit ég ekki. Sennilega mildari vetur svo læðurnar komi betri undan honum.
Liðlega 20 ára tölur settu stofnin í 12 þús dýr, held að það séu seinustu opinberu tölurnar, síðan hefur held ég engin reynt að slá á stofnin. Við þessir veiðinördar sjáum gríðarlega aukningu, yrði ekki hissa þó hann sé orðin 15-20 þús dýr að hausti!

Svo snögga samantektin er :
Friðlönd;
Veitt minna;
Meir frjósemi.

Svona til gaman, ef rebbi étur svipað og lítill hundur þarf hann rjúpu annanhvern dag yfir vetrarmánuðina.
Segjum að hann éti mýs og sumarforða á móti og taki bara 2,5 rjúpur á viku. Segjum að hann éti bara rjúpu yfir harðasta tíman. Nov,des jan febr mars, 5 mánuðir rúmar 20 vikur sem er 50 rjúpur á ref á vetri.
Ef 20 000 refir eru þá gerir þetta milljón fugla ! Næstum þrisvarsinnum stofnin! Erum við ekki að veiða undir 40 þús á ári! Mér finnst líka ábirðarhluti að hleypa stofninum svona upp gagnvar mófuglum, lunda teistu og svo framvegis. Í friðlandinu á ströndum er t.d um helmingur allra svartfugla í atlandshafi og við erum með refagriðland þar!

Við verðum að spíta aðeins í lófana og ná í nokkra smiling


E.Har
Einar K Haraldsson
860 99 55

Skrifað þann 17 December 2012 kl 14:59

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ágæti félagi Einar K Haraldsson!

Takk fyrir þetta!
Þetta hefur verið áhugaverð umræða og fræðandi.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 17 December 2012 kl 15:35

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ágætu refaskyttur og aðrir með skoðun á málinu!

Haldið þið að refurinn geri sér veislu úr síldinni á ströndum Kolgrafarfjarðar?
Er refurinn ekki alæta þegar herðir frostið og færri kostir í stöðunni?
Hrafninn og örninn eru mættir í þessa óvæntu veislu hafsins, vafalaust
minkurinn líka.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 17 December 2012 kl 19:21

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Það er vel möglegt og fjörudýrin örugglega þar sem þau eru að leita að öllu ætilegu.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 17 December 2012 kl 19:36

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ágætu félagar!

Mér finnst eins og ég hafi lesið einhverstaðar að rebbi grafi æti í jörð
til að eiga þegar harðnar á dalnum. Er mig að misminna?
Ef ekki væri þá ekki kjörið fyrir þetta harðgerða dýr að safna æti
fyrir erfiðistu mánuðina?
Það er að segja ef hann yfirleitt étur síld.
Athyglivert væri að fylgjast með ástandi refastofnsins á þessu
svæði nokkur næstu ár!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 17 December 2012 kl 21:22

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Nei þig mismynnir ekkert rebbi safnar forða oftast á sumrin og grefur til vetrar svo er það bara spurning hve mikið hann þarf að ganga á þann forða eða eins og gamla máltækið sagð ! Hvað rekur á fjörur hanns smiling
Kveðja ÞH

Skrifað þann 17 December 2012 kl 21:25

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ágæti ÞH!

Nú rak heldur betur á fjörur hans!!!!!!
Ef hann er sá smekk (maður) að éta síld!!


Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s. Heyrði í fréttum að sérfræðingar eru helst þeirrar skoðunar að kuldi
hafi valdið dauða þessara fiska. Allt getur nú gerst!!
Af hverju drápust þá ekki allir fiskar á þessu svæði?
Af hveju bara síldin...einhver feitasti fiskur sem lifir á norðurhjara?
Enn og aftur....spyr sá sem ekki veit (ég er búin að ná þessu Eiríkur minn!)

Skrifað þann 17 December 2012 kl 22:04

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Hann étur allt þegar harðnar á dalnum.
Hann er mikill tækifærissinni.
En ef hann á nóg af einuverju meira spennandi þá gengur hann illa í það sem hann þekkir ekki.
Þekkjum að hann gengur illa i urgang sem hann er minna vanur.
Refir inn til landsinns ganga t.d illa i hval eða sel en refirnir i fjörunni ganga vel i svoleiðis.
Þvi má búast við að rebbarnir sem ganga fjôrurnar gangi fljótlega i síldina enda vanir dauðum fiskum.

Vandin er bara núna að það er svo mikið girnilegt æti út um allt.
Svo það er ervitt að átta sig á hvað hann gerir!
Bara skoða slóðirnar og nota sprægt cal með varmint kúlu wink

E.Har

Skrifað þann 17 December 2012 kl 22:13

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Eins og ég skildi þetta þá var enginn annar fiskur á svæðinu heldur en síld og þessi svaka kuldaskil hafi eitthvað teingst sjávarföllunum en samt hafa þeir vara á og seigast kannski aldrei fá að vita hið rétta með dauða síldarinnar en bátur fór í dag og fann líka lifandi síld á svæðinu.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 17 December 2012 kl 22:18

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ágætu félagar!

Greinar góður félagi Þ.H. skrifar:

Eins og ég skildi þetta þá var enginn annar fiskur á svæðinu heldur en síld og þessi svaka kuldaskil hafi eitthvað teingst sjávarföllunum en samt hafa þeir vara á og seigast kannski aldrei fá að vita hið rétta með dauða síldarinnar en bátur fór í dag og fann líka lifandi síld á svæðinu.
Kveðja ÞH

En nú er ljóst að það er fullt af lifandi síld í þessum guðs gleymda fyrði!!
Hvað kom fyrir þarna?
Veitið athygli að við erum að tala um, nokkurn vegin , sömu vísindamen sem
ákvarða stærð rjúpnastofnins, og allra annarra veiðidýra hér á landi!!!

Bara staðreynd til umhugsunar!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson....

Skrifað þann 18 December 2012 kl 22:34

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Góð umræða.
Mig langar til að benda á varðandi rjúpnaát refsins að sá fjöldi rjúpna sem hann étur yfir vetranmánuðina bliknar í samanburði við það magn af ungum og eggjum sem refurinn hreinsar upp fyrri hluta sumars.
Oft finnst mér þessi staðreind gleymast í umræðunni.

Kv.
Guðmann
Es. Félagi Magnús talar um kolgrafarfjörð sem hinn "Guðs gleymda",ef mig misminnir ekki hrapallega þá er skotsvæði Skotfélags Grundarfjarðar staðsett í þessum firði smiling

Skrifað þann 19 December 2012 kl 7:41

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Úps!! ágætu félagar...

Ekki illa meintsmiling

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 19 December 2012 kl 12:34

Camo

Svör samtals: 107
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Sælir: Með kolgrafarfjörðin þá er ég þeirra skoðunnar að súrefisskortur hafi drepið síldina.Skotsvæðið er jú í suðurhlíð kolgrafarfjarðar hefur bara ekkert að sega lítil umferð þar og engin á nóttuni.Þarna er mikið af ref oft séð hann í fjöruni þarna. Síldin er öruglega kærkomin auka fæða hjá rebba.
Kv: Magnús.

Skrifað þann 19 December 2012 kl 12:40

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Þegar ég setti fram þessa pungta um hve mikið af rjúpu rebbi æti þá var það til samanburðar við veiðiráðgjöfina.
En hún byggir á stofnáætlun hauststofns!
Sem er auðvitað steypa. Sumrinu tekur rebbi alla fugla, svo sem lóur spóa ofl sem er veiddar allstaðar annarstaðar en hér á landi.

En skulum ekki stela þessu þræði um rebba agn smiling

Skrifað þann 19 December 2012 kl 14:08

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ágæti félagi Pro-fin!

Aldeilis mögnuð mynd!
Hvernig í veröldinni náðirðu þess?
Spy sá sem hefur áhuga á ljósmyndun villtra dýra
í Íslnenskri náttúru.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 19 December 2012 kl 18:17

Pro-fin

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Sæll Magnús, þessa mynd tók hreyfiskynjarinn minn á greni í sumar. Hef margar flottar myndir eftir Scout Guardinn.

Skrifað þann 20 December 2012 kl 0:33

þorvaldur h

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Sæll vertu

Mín reinsla af útburði ætis var að allt sem kom úr fjósi eða fjárhúsum tók alltaf töluverðan tíma að fá rebba til að ganga í,en það sem að var á útigangi, fór hann yfirleitt að ganga í eftir fáa daga sérstaklega efað jarðbönn voru.

Skrifað þann 20 December 2012 kl 18:26
« Previous12Next »