Akrafjall

Sobbeggi

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir veiðimenn!

Þegar ég, á mínu fyrsta ári í skotveiðimennsku, var að myndast við að ganga til rjúpna í vetur, með engum árangri, kom að því að bensínpeningarnir voru þrotnir þegar síðasti veiðidagur rann upp. Ég bý á Akranesi og fór að renna hýrum augum að fjallinu og velta fyrir mér hvort ekki gæti verið að þar fyndust rjúpur.

Ég hafði sambandi við lögguna hér og spurði hvort ekki væri einhver partur fallsins þjóðlenda og leyfilegt að ganga þar um með skotvopn. Svörin sem ég fékk voru að hlíðarnar sem snúa inn að Berjadal væru þjóðlenda fyrir ofan einhverja brú, sem ég geri ráð fyrir að sé plankinn yfir Berjadalsánna nokkur hundruð metra fyrir ofan vatnsbólið. Þegar til kom fór ég þó ekki nema upp að fjallinu og var af einhverjum ástæðum ragur við að ganga á það með byssu.

Núna var gæsaveiðin að hefjast og aftur eru bensínpeningar engir. Mig langar að gá hvort einhverjir hér hafi farið til veiða á fjallið og hvort eitthvað sé þar að hafa. Það þarf ekki endilega að vera gæs, ég væri alveg til í að athuga með ref og mink þarna.

---

Birgir Baldursson - veiðum fallega

Tags:
Skrifað þann 20 August 2012 kl 19:41
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

tobad

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Akrafjall

Finnur lítið af gæs þar. Gætir rekist á rebba eða mink. Ein og ein rjúpa er þar líka. Og svo er svartbakurinn líka mikið þarna, ef þú hefur áhuga á að fækka honum.

Skrifað þann 21 August 2012 kl 13:13

Sobbeggi

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Akrafjall

Takk fyrir það. Kannski maður geri fjallið að æfingasvæði fyrir refaveiðar næstu mánuði. Mér finnast þær ákaflega spennandi.

Gæsirnar fá að bíða.

Skrifað þann 21 August 2012 kl 15:07

Herbert

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Akrafjall

Þjóðlendunefnd er ekki búin að taka svæðið fyrir, Ég er nokkuð viss um að lögreglan á Akranesi er að fara með rangt mál, Kannaðu þetta betur t,d, hjá sýslumanninum eða einhverjum bónda sem á land að fjallinu.
kv snorri

Skrifað þann 21 August 2012 kl 17:49

tobad

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Akrafjall

Það er rétt að það er ekki búið að taka þetta svæði fyrir, en held að þetta sé samt rétt hjá löggunni. Bændurnir í kringum fjallið eiga bara upp að ytri brún, dalurinn er almenningur.

Skrifað þann 21 August 2012 kl 17:59