Almennt um veiði eða almennt um byssur?

Smint

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Afhverju er ekki gert annað spjall svæði fyrir "Almennt um byssur"?
Auðvitað snerta byssur veiði en mér finnst lítið annað en spurningar um byssur vera komnar hér inn á Almennt um veiði,,þessi tegund,,konubyssa..... og áfram.

Tags:
Skrifað þann 27 August 2014 kl 16:35
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Almennt um veiði eða almennt um byssur?

Sæll Smint..

Þú ert kanski ekki mikið að lesa hvað fer hér fram á þessum þræði,en til hvers að stofna þráð sem heitir Alment um veiði og Almennt um byssur???...
Það vill ekki nokkur maður tala um slíkt, þaðan af síður segja hvar hann veiðir eða hve mikið,þetta er leyndarmál.. Frá bls 1 núna og til bls 10 þá eru ja kanski 4 þræðir tengdir veiði sem slíkt..

Gæsaveiði.. 587 lesið þráðinn ...svör 0
Gæs fyrir norðan....390 lesið þráðin... svör 0
Veiðitölur...343 lesið þráðinn...svör 0
Ert þú búin að fara í gæs..647 lesið þráðinn 1 svaraði..4 töluðu um allt annað en gæs eða svöruðu því...

Sínist þér á þessu að það sé brín þörf fyrir sér þráð sem heitir Almennt um veiði.og svo annan sem heitir Almennt um byssur..



Mbkebj

Skrifað þann 27 August 2014 kl 22:28

Smint

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Almennt um veiði eða almennt um byssur?

Persónulega finnst mér það, það er ekki eins og "Verkun og eldamennska villibráðar" sé alveg að springa af fólki sem skrifar inn á það. En það er til staðar fyrir þá sem vilja vita um Verkun og eldamennska villibráðar og spyrjast fyrir. Eg opna ekki þráð sem er um "hvernig er þessi byssa" "konubyssa" eða "undir eða yfir".
Áður fyrr var miklu meira um veiði á þessum vef, fólk að tala um gæsaferðir,svartfugl,rjúpu og allt sem tegndist veiði á þann hátt. Spyrjast fyrir hvernig væri best að koma sér fyrir við ýmsar aðstæður og fleira. Maður lærði á að fylgast með því og spyrja sjálfur. Svo er alltaf gaman að sjá hvernig öðrum gengur. En núna upp á síðkastið hefur sama sem ekkert verið rætt um veiðina sjálfa. Er kannski ekki bara sá hópur búin að gefast upp á eintómu byssu-spjalli?

Skrifað þann 28 August 2014 kl 9:28

Fargo

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Almennt um veiði eða almennt um byssur?

Alveg innilega sammála, ég sendi einmitt póst um nákvæmlega sama atriðið á netstjóra fyrir nokkru síðan en fékk engin svör. Málið er að ég hef sjálfur ekki stundað hlaðvefinn í nokkur ár því þróunin hefur verið þannig að meira er rætt um byssur en veiði, ég persónulega hef ekki beinlínis áhuga á byssum, nema hvað þetta eru þörf og góð verkfæri. Ég ræði tildæmis ekki um hamra og sagir þótt ég tali um framkvæmdir mínar á heimilinu annað slagið. En þetta er áhugamál sumra og það er bara gott mál.

Vonandi verður þessu breytt og gamli góði hlaðvefurinn jafn innihaldsríkur og hann var.

Skrifað þann 28 August 2014 kl 12:05

baraaddi

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 2 August 2012

Re: Almennt um veiði eða almennt um byssur?

Ég verð einnig að vera sammála. Umræðurnar virðast snúast mikið meira um byssur og riffilskotfimi en þær gerðu áður. Að sjálfsögðu eru margir hér sem hafa brennandi áhuga á því og er það allt gott og blessað, en við hinir sem erum hér inni af áhuga af veiðiskap eigum erfiðara að finna okkur eitthvað við hæfi heldur en var hér áður fyrr. Ekki það að maður fari fram á að menn segi frá sínum helgu veiðistöðum, heldur kannski bara að geta haldið einhverjum umræðum gangandi og segja frá sinni veiðiferð ef eitthvað skemmtilegt gerðist. Kannski er þróunin í hlaðvefnum bara orðin svona og ekkert sem við getum gert í því, en það má alltaf reyna.

Arnar Bjarki

Skrifað þann 28 August 2014 kl 23:56

Smint

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Almennt um veiði eða almennt um byssur?

Svo er líka skotveiðispjall á facebook ef menn/konur hafa áhuga

http://www.facebook.com/groups/683560518326920/...

Skrifað þann 29 August 2014 kl 11:47

Fargo

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Almennt um veiði eða almennt um byssur?

Þá skoðar maður það frekar, eða allavega þar til hlaðvefurinn verður lagaður til. ;)

Skrifað þann 30 August 2014 kl 16:40