Alment um Rjúpnaveiði - Byrjendaspurning

bjorkollur

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Góðan dag, Þorgeir heiti ég og er tiltörlega ný kominn með veiðiréttindi.
Nú er ég búinn að ganga 4 sinnum á rjúpu án þess að sjá fugl.
Því miður hef ég enga reynslu og árangurinn líklega eftir því.
Hef aðallega farið á lyngdalsheiðina og í kringum skjaldbreið.
Þannig að ég ákvað að leita ráða hjá ykkur hlaðverjar góðir.
Þegar gengið er til rjúpu, hvað er það sem ég á að leita eftir?
Hvernig landslag er líklegt til árangurs?
Á ég að vera ofarlega, eða á ég að vera niðri við snjólínu?
Hvað er ég að gera rangt?

Öll ráð eru vel þegin.

Kv. Þorgeir Valur
bjorkollur@me.com

Tags:
Skrifað þann 23 November 2012 kl 22:56
Sýnir 1 til 11 (Af 11)
10 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Alment um Rjúpnaveiði - Byrjendaspurning

Sæll vinur kannski ertu ekki að gera neitt rangt en það helsta sem skiptir máli að mínu mati er vindáttin rjúpan leitar í skjól fyrir vindi uppi eða niðri fer dálítið eftir snjóalögum og jarðböndum.
En ef þú vilt máttu hringja í mig til 23:30 það er auðveldara að útskýra rest heldur en að gera ritgerð.
8614449

Skrifað þann 23 November 2012 kl 23:03

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Alment um Rjúpnaveiði - Byrjendaspurning

Af minni reinslu þá er best að vera svona nokkurnveginn í snjóskilum ef þaug eru þá einhver. Ef snjóalög eru þannig að það eru bara skaflar hér og þar þá heldur hún sig oftast í jöðrunum á sköflunum og getur dulist þar vel, ef þú gengur í hlíð þá hefur mér reinst vel að labba bara neðst og skima upp hlíðina en það getur verið gott að labba hana líka til baka ofar því þetta eru vandfundin kvikindi en fyrir alla muni farðu þér hægt og þó maður hafi verið búinn að skima einhverja hlíð og ekkert séð þá er stundum að maður lítur aftur til baka og sér þá rjúpu frá öðru sjónarhorni. Kv Vagn I

Skrifað þann 24 November 2012 kl 1:13

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Alment um Rjúpnaveiði - Byrjendaspurning

Sæll

hjá mér hafa gilin oft verið að gefa. Svo urðir með stórgrýti og lyngi á milli. Oft, ef þú sérð stóra kletta, þá eru yfirleitt stórir steinar fyrir neðan sem hafið fallið úr á síðustu öldum, fínt að skima þar í kring. Svo má alls ekki flýta sér um og of, taka sér góðann tíma til að horfa yfir og athuga með fugl. Oft þá prófa menn að skjóta til að athuga hvort eitthvða flýgur upp, það er ekkert að gera sig í flestum tilfellum, þá er mun líklegra að hún feli sig bara enn betur.

Ég er enginn fræðingur með hæðina á rjúpunni, oft hefur mér verið sagt að ef þú sérð smáfugla, þá ertu ca. í réttri hæð, en það er misjafnt. En ég held að það sé ekki vænn kostur að fara það ofarlega í snjóinn að þú lendir í harðfenni, það er líka bara hættulegt.

Svo lærist þetta bara með reynslunni, þó það geti tekið mörg ár með með því fyrirkomulagi sem nú er háttað á rjúpnaveiði. En gangi þér vel, og vona að þú náir rjúpu á morgum. Svo tekuru mynd af fyrstu rjúpunni og póstar henni hér á hlað.is ;)

Skrifað þann 24 November 2012 kl 18:19

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Alment um Rjúpnaveiði - Byrjendaspurning

Ég get tekið undir allt sem hér hefur verið sagt. Einu vil ég þó bæta við. Þegar ég sá fuglana í fyrsta sinn þá fór allt á fullt, adrenalínið í botni, hjartsláttur uppúr öllu valdi og svo var rutt úr byssunni. Ef eitthvað lá eftir þá var það vegna þess að hópurinn var svo stór og þéttur að eitthvað hlaut að detta (Svoleiðis hópa sé ég reyndar ekki oft í dag).
Þannig að, haltu hausnum rólegum, þú getur jafnvel labbað til baka nokkra metra og komið aftur þegar þú ert tilbúinn og náðenni. Að auki og þetta segi ég aldrei of oft. Rjúpan er hraðfleygur fugl og ef hún flýgur af stað um það leiti sem þú sérð hana er eins víst að hún hafi vinninginn. Farðu á skotæfingasvæði næsta vor og sumar og vertu í góðri skotæfingu þegar húmar að hausti, það skilar fleiri fuglum.

Gangi þér þér sem allra best og ég óska þér fyrirfram til hamingju með fyrstu rjúpuna það er ekki spurning hvort heldur hvenær.

Með kveðju
Silfurrefurinn

Skrifað þann 24 November 2012 kl 18:34

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Alment um Rjúpnaveiði - Byrjendaspurning

Ágætu félagar sem hafa svarað þessum þræði!

Vil óska ykkur til hamingju með frábær svör og gott viðmót
í garð nýliða sem byður um aðstoð!
Svona eiga svör að vera, að mér finnst.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 24 November 2012 kl 18:50

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Alment um Rjúpnaveiði - Byrjendaspurning

Silfurrefurinn er með góða punkta. Veiðitúrinn er ekki staður til að æfa hittni. Farðu á skotvöll, það reyndar kostar slatta en það kostar líka að hitta ekki fugl.
Ég ráðlegg öllum að nota ekki ól á byssuna, ég geng aldrei með ól og fyrir vikið er maður mikið sneggri að rífa upp rörið.

Skrifað þann 24 November 2012 kl 21:09

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Alment um Rjúpnaveiði - Byrjendaspurning

Mikið rétt að það er gott að æfa sig en ef þú ert ekki klár þegar hún flígur upp þá skaltu bara leifa henni að fljúga og fylgjast vel með henni því að oftast flígur þessi fugl ekki langt og þá staðsetur þú hana og ert tilbúinn þegar þú kemur að henni aftur. En þetta með flugið ef kalt er í veðri og jafnvel mikið frost þá fer hún oftast stutt en lætur sig nú hafa það að fara jafnvel lengra annars já eins og áður var nefnt stórir steinar, gilskorningar, kjarrblettir , snjóskaflar , upp með lækjarskorningum er hún oft að þvælast, nú ert þú með þetta allt og gangi þér vel. kv Vagn I

Skrifað þann 24 November 2012 kl 21:55

wyvi

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Alment um Rjúpnaveiði - Byrjendaspurning

sæll

ég er líka nýbyrjaður í þessu sporti(2ÁR). ég hef mikið farið með félaga mínum sem er búinn að veiða í mörg ár og þekkir veiðirsvæðið sem við förum vel. Og það hefur reyndst mér vel að fara með honum og láta hann seigja mér til. ég held að stærtu mistökinn hjá mér í byrjun voru sú að ég fór og hratt yfir svæðið og skoðaði ekki nógu vel í krinkum mig. og líka að ekki vera rólegur þegar ég sá fyrstu fuglana því oft er þeir saman í hóp þó að maður sér bara 1 við fystu sýn
gangi þér vel á morgun og vonandi værðu í jólamatinn

Skrifað þann 24 November 2012 kl 23:31

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Alment um Rjúpnaveiði - Byrjendaspurning

Hárrétt ábending hjá þér WYVI ef fugl fynst þá borgar sig að vera rólegur og skoða næsta umhverfi við fuglinn áður en skotið er því oft eru þeir fleiri. Og annað, þó svo að skotið hafi verið á fugl og einhverjir fuglar fljúgi burt þá er ekki endilega víst að allur fugl hafi flogið, oft situr einhver eftir

Skrifað þann 25 November 2012 kl 0:30

Finisboy

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Alment um Rjúpnaveiði - Byrjendaspurning

Skemmtilegt að sjá fólk svara almennilega. Veit að það er svolítið seint í rassinn gripinn núna en ég ætla að koma með eitt ráð sem mér hefur fundist virka vel fyrir mig, þrátt fyrir litla reynslu í rjúpnaveiðum.

Þegar ég sé fugl, þá finns mér best að halda mig í sjónlínu við hann. Ef þú sérð hann, þá eru allar líkur á að hann hafi líka séð þið, og ef þú reynir að fela þig, t.d. bak við hæð eða eitthvað til að komast nær þá hefur mér fundist fuglinn fljúga upp um leið og sjónlína er rofin. Svo er alltaf mikilvægt að halda ró sinni smiling

kv. Finnur

Skrifað þann 26 November 2012 kl 7:53