Andaveiðar?

jokulljoh

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 12 February 2013

Sælir!

Vonandi gengur rjúpnaveiðin vel hjá öllum og brjáluð mokveiði í gangi grin

Ég fékk prófið síðasta vetur er því mikill byrjandi enn. Var að velta fyrir mér hvort að einhver hér gæti frætt mig aðeins um andaveiðar. Hvernig er best að snúa sér í því? Er eina vitið að sitja fyrir þeim með gerviendur eða er hægt að labba meðfram skurðum eða ám? Á hvaða tíma er best að veiða þær og annað.

Allar upplýsingar eru vel þegnar!

Kv,
Jökull

Tags:
Skrifað þann 6 November 2013 kl 11:18
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Andaveiðar?

Ein leiðin er að sitja fyrir þeim. Hin leiðin er að labba meðfram árbökkum og skurðum sem hafa eitthvað vatn og ná þeim þegar þær fælast upp. Mörgum finnst það skemmtilegra en þá mæli ég með nokkrum ferðum uppá skotæfingasvæði og æfa vel hvernig skotið er á skotmark sem er á ferð. Endur er ólíkar gæsum að þær geta verið snarar í snúningum

Skrifað þann 6 November 2013 kl 11:25

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Andaveiðar?

Las ekki allt,
Besti tíminn finnst mér vera haustin, sept okt en það er bara mitt. Sjálfsagt má veiða þetta allan veturinn eða eins og lögin leyfa, frá 01sept 15.mars en ég er lítð í skotveiði á veturna

Skrifað þann 6 November 2013 kl 16:10

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Andaveiðar?

sæll

Ég er enginn atvinnumaður, en mín ráð eru að sitja fyrir henni áður en það fer að rökkva við tjörn einhverstaðar, með góðfúslegu leyfi landeiganda. Betra að nota nokkrar gerviendur sem speglast á tjörninni þegar fer að rökkva. Og læra allavega að blása quakk-ið í flautuna.

Snemma á haustin er besta veiðin, en þá er oft leiðinlegt að reyta hana sökum blóðfjaðra. Betra að höndla hana þegar byrjar soldið að líða á. Enda nóg annað að gera fram í miðjan nóvember ;)

En þetta eru mín sjónarmið, og eru eflaust ekki heilög ;)

Skrifað þann 6 November 2013 kl 17:11

jokulljoh

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 12 February 2013

Re: Andaveiðar?

Ég þakka fyrir svörin drengir! Ég skoða þetta.

Skrifað þann 7 November 2013 kl 15:35

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Andaveiðar?

Ágæti félagi Jökull.

Þegar ég var yngri var ég forfallinn stokkandaveiðimaður,
skemmtilegustu veiðar sem ég hefi stundað um mína daga.
Ég átti því láni að fagna að geta veitt á nokkrum ám og
lækjum hér á suð - vesturlandi og einnig norðan heiða.
Ég gekk með þessum ám og lækjum og veiddi með
.22 LR riffli með hljóðdeyfi.
Eitt heilræðið vil ég gefa þér:
Ekki skjóta stokkendur við sjávarsíðuna!!!
Mín reynsla er sú að endur þar skotnar eru
nánast óætar. Ekk bara mitt álit heldur fjölmargra
sem stundað hafa andaveiðar af einhverju viti.

Megi þér ganga sem allra best!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 7 November 2013 kl 19:28