Andaveiðin í dag

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Jæja, ekki er ég mikill andaveiðimaður en hef þó smá svæði fyrir mig er um rennur lækur. Á þessu svæði bardúsa ég reyndar ýmislegt annað en að stunda skotveiðar en oftar en ekki fer byssan samt með. Í dag ákvað ég að viðra byssuna aðeins. Eins og áður sagði, tilgangur ferðarinnar var ekki að fara á veiðar og því var ég aðeins með þrjú skot með mér. Í stuttu máli, fældi upp tvær endur, þær flugu í sitthvora áttina og því gat ég bara einbeitt mér að annarri þeirra með þeim árangri að ég skaut hana á flugi og særði. Hún var ekki særðari en svo að hún gat hlaupið í felur. 20 minútum síðar sá ég hreyfingu og einn goggur kom í ljós, bamm og öndin dauð. Þarna hafði ég notað tvö skot á einn fugl og átti eitt skot eftir. Ég vissi af öðrum andahóp 5-6 stk aðeins norðar. Ekki væri mögulegt að laumast að honum, það háttar bara þannig til svo ég hefði þurft að fæla fuglana upp og skjóta á flugi. Minnugur þess að nokkrum mínuútum áður þurfti ég tvö skot til að klára einn fugl (örugglega léleg skot, já pottþétt léleg skot, ekkert að skyttunni shades )
Ákvað ég að skjóta aðeins kveðju á endurnar með loforði um að koma betur skotum búinn næst.
Aumingjaskapur eða ekki, að nota ekki öll skotin. Ég ákvað allavega að halda heim á leið sæll og glaður án þess að mögulega skilja eftir einn særðan fugl handa rebba. Svona getur maður nú verið ofboslega fallega innréttaður eða auli eftir því hvernig menn lesa þetta smiling

Tags:
Skrifað þann 28 December 2014 kl 22:49
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Andaveiðin í dag

Þú ert sennilega ekki auli, en rétt hugsandi veiðimaður og til fyrirmindar.
Gleðilega hátíð.

Skrifað þann 29 December 2015 kl 23:48

sindrisig

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Andaveiðin í dag

Já gáfurnar eru í lagi, amk hvað varðar veiði. Úr því að ég er byrjaður að pikka þetta þá er ein spurning: Haglastærð og hleðsla? ( máské tvær í einni).

Skrifað þann 1 January 2015 kl 16:45

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Andaveiðin í dag

Þetta voru gömul Hull skot. þristar, 42gr. Nota Hull ekki mikð í dag hvað þá þrista eða stærra en átti þetta og greip með mér. Nota annars oftast fjarka á gæsir og þá enduur líka, fimm eða sex á rjúpu og 35-36gr eftir hvað býðst

Skrifað þann 3 January 2015 kl 21:46