Annar í rjúpu.

allisteina

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Jæja félagar, hvernig gekk í dag?
Það var rólegt hjá mér.
Lítið af ferlum (slatti eftir tófu)
Sá þrjár og náði þeim.Var í Svarfaðardal.

Kv Alli Steina.

Tags:
Skrifað þann 26 October 2013 kl 22:03
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

3+1

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Annar í rjúpu.

Sælir vorum 3 á sunnanverðum vestfjörðum í vægastsagt ömurlegu veðri vorum með 14 stk þrátt fyrir það og sáum kannski 40 fugla.
Kv Garðar

Viðhengi:

Skrifað þann 27 October 2013 kl 0:46

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Annar í rjúpu.

8 stk um helgina. Tveir fjögurratíma göngutúrar á vesturlandi.

Skrifað þann 27 October 2013 kl 23:55

elvar90

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Annar í rjúpu.

6 stk , Norðurland vestra, hitti nokkra á sama svæði og veiðin var almennt lítil 1-2 fuglar

Skrifað þann 28 October 2013 kl 13:41

HSG11

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 11 September 2012

Re: Annar í rjúpu.

föst+laug = 4stk á suðurlandi

Skrifað þann 28 October 2013 kl 19:00

oldpainless

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Annar í rjúpu.

Vorum samtals 7 sem héldum af stað 2(sumir fóru 3) daga þessarar helgar. Lögðum iðulega af stað í myrkri og skiptum hópnum yfirleitt í þrennt til að þekja sem mest svæði. Skyggni var gott þá 2 daga sem ég fór en þó sá ég ekki eina einustu rjúpu. Hins vegar sáum við endalaust af tófusporum. Held ég hafi aldrei séð jafn mikið af ummerkjum um rebba á einni helgi.

Náðum ekki nema 4 rjúpum alla helgina og voru það tveir með tvær hvor. Sáum ekki mikið fleiri. Eins og ég segi sá ég ekki eina, en félagarnir sögðu að þær hefðu verið ljónstyggar. Seinni part sunnudags gáfum við skít í rjúpuna og fórum á önd í staðinn. Það gekk sem betur fer aðeins betur smiling Fengum nokkra stokkara til að redda helginni. Þetta var allt í almenningi á suðurlandi.

Skrifað þann 29 October 2013 kl 0:41

sma

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 1 February 2013

Re: Annar í rjúpu.

Vorum tveir með fimm samtals föstudag og laugardag og svo var ég einn með eina á sunnudag. Erfið yfirferð og yfirleitt ekkert skemmtilegt veður þó það hafi verið ágætt á köflum fyrri dagana tvo, og eins og aðrir segja þá var fuglinn virkilega styggur en við sáum mikið af honum. Fyrri dagarnir í Þingeyjarsveit og sunnudagurinn í Eyjafirði.

Skrifað þann 29 October 2013 kl 7:53