App fyrir skotveiðimanninn

sleeperinn

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Kvöldið
Ég var að gera app fyrir iPhone og það er komið í íslenska appstore og það er frítt, það sýnir myndir af fuglum sem má veiða og veiðitíma fyrir alla fugla, einnig kort af hreindýrasvæðum og textaskjal hvar hvert svæði byrjar og endar. Endilega tékkið á þessu og commentið bæði kosti og galla smiling
Appið heitir Skotveiði
Kv
Trausti

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 4 June 2013 kl 22:57
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

Namskeid

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 3 June 2013

Re: App fyrir skotveiðimanninn

hvað heitir appið svo hægt sé að finna það í appstore

Skrifað þann 4 June 2013 kl 23:10

sleeperinn

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Snillingurinn ég haha, er búinn að setja það í fyrri póstinn, það heitir Skotveiði smiling

Skrifað þann 4 June 2013 kl 23:14

Namskeid

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 3 June 2013

Re: App fyrir skotveiðimanninn

leitin á appstore skilar engum niðurstöðum þegar leitað er að skotveiði

Skrifað þann 5 June 2013 kl 0:23

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Sniðugt, kemuru til með að skella þessu yfir á Android líka?

Skrifað þann 5 June 2013 kl 0:56

Sobbeggi

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Frábært framtak. En gætirðu gert þetta aðgengilegt fyrir þá sem nota iPod Touch (iOS 5.1.1)? Og dásamlegt væri líka að fá kort með merktum inn þjóðlendunum.

Skrifað þann 5 June 2013 kl 3:43

sleeperinn

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Planið er að koma þessu á Android líka en ég veit ekki hvenær það verður, fín hugmynd Sobbeggi, um að gera að commenta í appstore og gefa einkun, það er auðveldara fyrir mig að fylgjast með commentum þar, takk fyrir
Kv
Trausti

Skrifað þann 5 June 2013 kl 6:36

Namskeid

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 3 June 2013

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Til að fá meiri dreifingu þá væri ráð að setja þetta inn á ameríska appstore, innanvið 10% iphone eigenda á íslandi nota íslenska appstore.

Ég þurfti að stofna nýan aðgang þar til að finna þetta, nota bara ameríska appstore þar sem öppin eru mun ódýrari þar og mun meira úrval.

Skrifað þann 5 June 2013 kl 10:39

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

...stórgóð hugmynd hjá þér, gangi þér vel að koma þessu í android

kv.Hnulli

Skrifað þann 6 June 2013 kl 8:38

sleeperinn

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Hvað segja Hlaðverjar um þetta app, eru menn ánægðir með þetta?
Kv
Trausti

Skrifað þann 15 July 2013 kl 13:59

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Ég skoðaði þetta app hjá þér þegar þú póstaðir þessu hér inn og mér finnst þetta mjög sniðugt. Ég er reyndar með Android síma svo ég þurfti að skoða það á ipad. Það væri gaman að koma meiri upplýsingum í þetta app s.s. betri kortum af hreindýrasvæðum o.fl.

Ég mynd hvetja þig til þess að sækja um styrk í veiðikortasjóð til þess að þróa þetta áfram. Það væri sannarlega til hagsbóta fyrir okkur veiðimenn að hafa flott svona app troðfullt af upplýsingum okkur öllum til hagsbóta.

Þeim krónum væri vel varið úr þessum sjóði sem hefur kannski ekki alltaf verið raunin... wink

Skrifað þann 15 July 2013 kl 18:32

Ultralight

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Sæll Trausti og takk fyrir gott framtak - Ef þú hefur hug á að þróa þetta eitthvað áfram, þá vil ég benda þér á Þróunarsjóð SKOTVÍS og SKOTREYN. Sjóðurinn er hugsaður sem stuðningur við góðar hugmyndir sem gagnast gætu skotveiðimönnum.

Hér að neðan er slóð á leitarstreng á efni sem fjallar um Þróunarsjóðinn. Umsóknarfrestur er til 1. desember og mun stjórn sjóðsins fara yfir allar umsóknir og meta gagnsemi þeirra - Sjóðurinn hefur m.a. stutt við uppbyggingu áhttp://www.skotvellir.is - Hvet alla sem langar að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd að kynna sér hvernig þessi sjóður getur hjálpað.

http://skotvis.is/search?searchphrase=all&searchword=þróunarsjó...

Kveðja,
Arne Sólmundsson, varaformaður SKOTVÍS

Skrifað þann 4 August 2013 kl 11:18

sleeperinn

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Sælir

Ég ætla að sækja um styrk til að reyna þróa þetta betur og koma þessu yfir á Android líka þannig að flestir geti notað þetta. Er einhver sem lumar á góðum útskýringum hvernig er best að aldursgreina gæs og jafnvel myndum af gæsavængjum sem sýna aldurinn. Er búinn að googla þetta fram og til baka en er ekki að finna þetta. Getið sent póst á trausig@gmail.com.
Mbk
Trausti

Skrifað þann 31 August 2013 kl 12:57

Svavarg

Svör samtals: 19
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Sæll

Ég hugsa að það sé best fyrir þig að tala við Arnór Þ. Sigfússon (sími 422-8000 og 8434924 ats@verkis.is) en hann sér um aldursgreininu á gæs.

kv. Svavar Örn

Skrifað þann 1 September 2013 kl 10:29

padrone

Svör samtals: 52
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Skella þessu inn fyrir Android ...

Kv. Einn sem myndi borga fyrir svona app með góðum nýtanlegum upplýsingum grin

Skrifað þann 2 September 2013 kl 10:54

sleeperinn

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

Takk fyrir svörin og póstana, ég er búinn að setja mig í samband við Arnór
Mbk
Trausti

Skrifað þann 5 September 2013 kl 9:21

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: App fyrir skotveiðimanninn

er ekki hægt að setja þetta í aðra snjallsíma ????
gott framtak
kveðja Kalli

Skrifað þann 5 September 2013 kl 15:52