Arnarvatnsheiði

IvarOrn83

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 26 August 2012

Hversu langt kemst maður upp á Arnarvatnsheiði frá Húsafelli á fjórhjóladrifnum fólksbíl?

Tags:
Skrifað þann 26 August 2012 kl 16:57
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Arnarvatnsheiði

Ekki langt. Ætli sé t.d. skynsamlegt að fara á svoleiðis græju í Norðlingafljót?

Skrifað þann 26 August 2012 kl 17:04

IvarOrn83

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 26 August 2012

Re: Arnarvatnsheiði

Já það var einn af þeim möguleikum sem ég var að skoða

Skrifað þann 26 August 2012 kl 17:14

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Arnarvatnsheiði

Stoppar á vaðinu yfir norðlingafljót,svo er vegurinn mjög grófur frá augastöðum og upp að vaði.Fáðu þér fjórhjóladrifsjeppa sem er á 33" eða stærra og þá kemstu alla leið.

Skrifað þann 26 August 2012 kl 18:20

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Arnarvatnsheiði

Eru Augastaðir síðasti bær áður en komið er að Norðlingafljóti að sunnan? Assgoti er kortið mitt vitlaust!

Skrifað þann 26 August 2012 kl 18:29

mckinstry

Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Arnarvatnsheiði

Plaffmundur ætlar sér örugglega að segja Kalmannstunga sem er örfáa km norðan Húsafells. Nema komið sé Hvítársíðumegin þá er Fljótstunga síðasti bær áður en lagt er af stað á Arnarvatnsheiði um Kleppahraun og Hallmundarhraun að vöðunum á heiðina. Fólksbílafært er langleiðina að vöðum með aðgát. Hins vegar er Snorri á Augastöðum veiðivörður á heiðinni og oft hægt að hitta á hann við Hraunfossa ef upplýsingar eða veiðileyfi vantar á heiðina.

Þorsteinn Svavar McKinstry

Skrifað þann 26 August 2012 kl 20:33