Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Þar sem þráðurinn besti, nákvæmasti og lang langsamlega besti riffill eða hvað hann nú heitir orðrétt er löngu kominn út fyrir sína upphaflegu setningu ákvað ég að starta nýju teiti.

Í ofangreindum þræði nefnir Magnús Sigurðsson orðrétt

"Að við hér á Íslandi, blessunarlega herlausu landi, séum að
halda sérstakar herrifflakeppnir þar sem keppandi verður
að nota riffil sem sannanlega var hannaður til að drepa
meðbræður okkar er óskiljanlegt!!!"

O,jæja. Nú tala ég sem veiðimaður og með takmarkaða þekkingu á BR rifflum en fyrir mér erum við að tala um tvo ólíka hluti. BR riffil myndi ég aldrei taka með mér á veiðar sökum þyngdar. Það væri kannski mögulegt að skjótast með hann á svæði tvö á Héraði og henda sér í hreindýraröðina en á erfiðari og skemmtilegri? svæðum þar sem menn þurfa að labba jafnvel allan daginn með öðrum manni/mönnum sem og allir þurfa að halda hópinn, munar um hvert kiló. Við þessar aðstæður dugir nákvæmni venjulegra riffla og eitthvað annað er að en nákvæmni riffilsins ef skyttan hittir ekki hreindýr og drepur á skitnum 50-200 metrum.
Þá er ég búinn að afgreiða það að drápsrifflar eins og stundum eru kallaðir henta betur til drápa en BR rifflar, þeir eru léttari að bera. Þá er annað mál. Mikið hefur verið í umræðunni að menn séu í nægjanlega góðri æfingu til að skjóta úr byssunni. Þá þarf að æfa sig. Æfingin er fín sem slík er sumir hafa þörf eða ánægju fyrir að bera sig saman vð aðra og til þess eru keppnir. Þar geta menn keppt með sínum rifflum, tólum sem þeir nota dags daglega eða allavega eiga í fórum sínum. Þess vegna lifa keppnir óbreyttra riffla. Keppnir í BR er hins vegar allt annað mál og allt annað sport en að mínu viti er hvoru tveggja jafn rétthátt og staðir eins og SR hafa nægt rými fyrir báðar tegundir. Ef aðeins BR væri leyft hjá SR væri gjaldkerinn í harla litlu starfi og fína riffil aðstaðan þyrfti ekki að vera nema 3-4 básar að hámarki.
En hvað um það BR og almennur riffill er tvennt ólíkt um að þarf ekki að deila. Annar er hannaður með nákvæmni í huga, hinn er hannaður með eins mikla nákvæmni í huga og hægt er auk þess sem hægt er að ganga með hann daginn út og daginn inn svo hægt sé að finna eitthvað til að drepa og borða nú og eða bara til að drepa (refir, minnkar ofl).

Þó að ég lesi flest allt sem Magnús Sigurðsson (BR forever) setur á prent hér á spjallinu því þar fer einn af yfirburðarmönnum okkar í BR verð ég að vera honum ósammála um tilverurétt keppna óbreyttra riffla

Með kveðju
Silfurrefurinn sem er áhugamaður um skynsamlegar veiðar en hefur aldrei tekið þátt í keppni með byssu.

Tags:
Skrifað þann 15 November 2012 kl 10:22
Sýnir 1 til 20 (Af 36)
35 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

ég á veiðiriffil í .308, thumbhole skepti, tvífótur og Zeiss 6-24x56 veiðisjónauki... hann er 7.6kg
sami riffill í BR skepti með Nightforce 12-42x56 sjónauka er 5.5kg svo BR riffillinn er í raun hentugri til veiða vegna þess að hann er léttari en veiðiútfærslan af sama riffli.

ég er núna með Stiller Predator lás fyrir framan mig sem verður settur í riffil fljótlega, hvort riffillinn kallist veiðiriffill, BR riffill eða eitthvað annað verður óvíst.. en hann verður í long range skepti sem er mjög hentugt til veiða, nákvæmni riffilsins hentar mjög vel í keppni svo hvorn flokkinn á maður að setja hann í ?

spurning um að búa til blokk sem heitir BReiðirifflar

Skrifað þann 15 November 2012 kl 17:49

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

En er það ekki rétt skilið hjá mér að BR rifflar eru almennt þyngri. Allaveg myndi ég ekki nenna að burðast með næstum 8kg flykki í heilan dag á svæði 3 eða 7 testosteron búnt eins sem ég nú er angry

Skrifað þann 15 November 2012 kl 18:32

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

HV flokkur í BR er takmarkaður við 6.123kg, margir rifflar léttari... svo er LV flokkur þar sem takmörkunin er tæp 5kg.

unlimited flokkur er svo ótakmarkaður en ekki er keppt í honum hér á landi eins og er.

Skrifað þann 15 November 2012 kl 18:37

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

ok

Skrifað þann 15 November 2012 kl 20:10

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Ágæti félagi Silfurrefur, takk fyrir svarið.

"Að við hér á Íslandi, blessunarlega herlausu landi, séum að
halda sérstakar herrifflakeppnir þar sem keppandi verður
að nota riffil sem sannanlega var hannaður til að drepa
meðbræður okkar er óskiljanlegt!!!"

Í mínum texta er hvergi hallað á þá ágætu menn og konur sem
ganga til veiða á okkar fallegu veiðilendum. Ekki orð þar um!!
Heldur af hverju við erum að efna til skotkeppna þar sem
skilyrði er að nota skotvopn sem sannanlega var hannað
til að drepa meðbræður okkar!! Það er málið!!!!
Ég er kominn af veiðimönnum til margra ættliða, venjulegu
íslensku sveitafólki sem annaðhvort náði fangi fyrir vetur eða
svalt öðrum kosti!! Veiðimenn eru ekki mitt vandamál!!
Dýrkun á hernaðarbrölti, mannfórnum og öllu sem slíkri
vitfirru fylgir er það sem ég fyrirlít!!

Ágæti Silfurrefur (sem ég hefi miklar mætur á )
ég vona að þú skiljir mitt viðhorf betur nú en áður!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

P.s
Fátt eða ekkert hefur skemmt jafn mikið fyrir Skotfélagi Reykjavíkur og að hafa staðið fyrir keppnum af því tagi sem lýst er hér að ofan og ber núverandi stjórn félagsins þar mikkla ábyrgð.

Skrifað þann 15 November 2012 kl 21:08

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Magnús.
Það eru mjög margir sem hafa áhuga á þessu her dóti. Ég er alls ekki einn af þeim.
En. Það að gera lítið úr því er ekki skotáhugamönnum til framdráttar og hjálpar bara ákveðnum aðilum í kerfinu að finna afsakanir til að banna byssur.
Þú veist hver/hverjir það eru.

Ef þú ætlar að vera í einhverju hlutverki hjá SR,sem ég held að þú sért, þá ættir þú ekki að tala niður neinar greinar, það kemur okkur öllum illa.

Herriffla skotfimi er bara einn flokkur af mörgum. Og alvöru íþrótt eins og aðrar skotkeppnir.

Allar skammbyssugreinar eru líka íþrótt, þótt sumar séu hannaðar fyrir "manndráps" byssur.
Ertu á móti þeim líka kannski?

Hef ekki orðið var við skaðann af þessum herrifflakeppnum. Hvernig lýsir hann sér?

Örn Johnson

Skrifað þann 15 November 2012 kl 21:27

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Byssur ynfo værir þú til í að sýna mér myndir af Stiller Predator lásnum þínum og Long range skeftinu þínu annaðhvort hér eða í pósti vagn2@simnet.is kv Vagn I

Skrifað þann 15 November 2012 kl 21:52

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Ágæti félagi Örn Johnson.

Eins og þú veist jafn vel og ég þá er Ísland herlaust land....sem betur fer!!!!!!!!!
Að því leiðir að engin hefð er hér á landi fyrir hermennsku eða örðu brölti í þá átt.
Sem leiðir beint til þess að íslendingum er í nöp við allt það sem slíku tilheirir.
Að halda skotkeppnir þar sem skilirði er að nota vopn sem sannanlega var hannað
til að deyða meðbræður okkar....þarf virkilega ræða þetta frekar??

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s. Líklega hefur ekkert skaðað áhugamenn um skotvopnaeign hér á landi jafn mikið
og þessi undarlegu ólög (lesist Skotfélag Reykjavíkur) um skammbyssur....í 90 % tilvika
byssur sérhannaðar til að drepa fólk..10% til að skjóta í mark...og þvílíkur árangur á þeim
vettvangi!!!! Tl hamingju Ásgeir!!!!!!!!!!!!!

Skrifað þann 15 November 2012 kl 22:04

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Predator lásinn er svona


GRS Long Range skeptið er svona


lásinn minn er með gráum basa í stíl við lásinn og lásin er left bolt, left port
skeptið er í pöntun og er að sjálfsögðu fyrir örvhenta.

Skrifað þann 15 November 2012 kl 22:28

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Þetta svar þitt Magnús, segir mér bara það eitt að þú munt vinna skotíþróttinni skaða.

Hvaðan hefurðu það að íslendingum sé í nöp við allt það sem slíku tilheyrir?
Gerðirðu skoðannakönnun?
Rannsókn?

Eða er þetta bara svona tal eins og þegar Jóhanna Sigurðardóttir segir "Þjóðin vill " þetta og hitt?

Eins og ég skrifaði þér einu sinni í pósti, (sem þú reyndar sást ekki ástæðu til að svara), þá er það svona hroki sem er ástæðan fyrir því að ég er hættur í SR.
Ásamt hlægilega háum félagsgjöldum.

Allar skotgreinar eru íþrótt. Og að vera með eitthvað svona herstöðvarandstæðinga væl um herlaust land og þjóðarvilja gerir skotíþróttir pólitískar, sem er bein leið til glötunar.

Skrifað þann 15 November 2012 kl 22:35

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Ekki bendla SR við Magnús, þó að Magnús skjóti stundum hjá SR þá stjórnar hann engu sem viðkemur mótum þar eða stjórn félagsins svo ég viti til... ekki nema hann haldi sín eigin mót...

Skrifað þann 15 November 2012 kl 22:38

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Sæll Magnús.

Rétt hjá þér að við er herlaust land, sem betur fer.
Höfðum þó Herfylkinguna í Vestmannaeyjum 1865, að því er mig minnir.
Rétt hjá Erni að skotkeppnir með herrifflum hafa engan skaðað.
Þú , ég og allir aðrir þurfum að bera virðingu fyrir áhugamálum annara. Svo fremi að það skaði engansmiling
Þessi umræða hér er farin að verða í meira lagi vandræðaleg og löngu tímabært að hætta þessu bulli.

Kveðja af Króknum, Jón P.

Skrifað þann 15 November 2012 kl 22:38

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

OK, Magnús stjórnar engu hjá SR, minn misskilningur.
Sem er gott, skotmenn þurfa ekki fórdómafulla menn innan sinna raða.

Skrifað þann 15 November 2012 kl 22:43

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Takk Byssur ynfo, fallegt. kv Vagn

Skrifað þann 15 November 2012 kl 22:55

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Magnús-Benchrest Forever......
Ef að væri ekki fyrir hernaðarbrölt væru rifflar EKKI til!!!!
Ekki heldur leisergeislar né stór hluti af læknistækjum né læknisþekkingu....
Komdu niður úr fílabeinsturninum þínum og hættu þessum HROKA gagnvart áhugamálum annara.
Þú ert að drulla yfir uppruna eftirlætis áhugamáls þíns og annara, áttar þú þig á því?
Mannskepnan er grimm og stríð munu kosta saklaust blóð áfram t.d. í mið-austurlöndum núna, en þetta hvetur líka áfram sköpunargleðina og hellingur af því sem við teljum sjálfsagt núna er komið úr hernaði. Til hvers heldur þú að farsímar, GPS, tölvur og fleirra í hátækniiðnaðinum hafi verið fundið upp? Til að Bibba á Brávallagötunni gæti slúðrað úr stofunni?
Sættu þig við upprunan á púðri og skotvopnum og þá mögulega sérð þú að veröldin er ekki svart/hvít.
Þessar umræður hafa ekki aukið áhuga manna á BR það get ég lofað þér.

Kveðja Keli Fljótsdal

Skrifað þann 16 November 2012 kl 0:41

nagant

Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Sælir.

Já. Það væri erfitt að þurfa að hætta að nota 6ppc skothylkið af siðferðisástæðum, bara vegna upprunans hjá sovésku hernaðarmaskínunni árið 1943.

Kveðja Eiríkur.

Skrifað þann 16 November 2012 kl 8:40

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

þú verður nú að lesa söguna betur Eiríkur...

þó að Rússar hafi fundið upp .220 Russian hylkið þá komu þeir ekki nálægt því að finna upp 6ppc..

það voru Ferris Pindell og ‘Doc’ Palmisano sem fundu upp 6ppc

4 fyrstu ppc og br rifflarnir sem smíðaðir voru eru nú til sölu, númeraðir 1,2,3,4.. rifflar sem Ferris og Doc notuðu til að þróa hylkið..

http://bulletin.accurateshooter.com/2012/11/ferris-pindells-origina...

Skrifað þann 16 November 2012 kl 9:13

nagant

Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Sæll Info. Breytir samt ekki upprunanum, reyndar hét það 7,62x39, þó menn hafi breytt hylkinu síðar. Annars finnst mér að menn ættu að hætta að níða skóinn hver af öðrum hér á spjallinu, það eru nógu margir um þá hitu hér á landi. Við skotmenn eigum ekki að aðstoða óvildarmenn okkar að grafa okkur gröf. FINITO.

Góð kveðja Eiríkur

Skrifað þann 16 November 2012 kl 9:45

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Benchrest rifflar vs her- og manndrápsrifflar

Sæll aftur Magnús.
Það sem ég var nú að reyna að koma í orð er að við sem erum veiðimenn (Ég kalla, mig veiðimann þótt sportveiðimaður sé kannski nær sannleikanum). Við sem stundum veiðar þurfum oft á tíðum að leggja á okkur talsvert líkamlegt álag á veiðum. Þá æfum við líkamann með fjallgöngum, í líkamsræktarsal eða hvaðeina. Það þarf einnig að æfa skotfimina og bera sig að í kringum skotvopn.
Við sem höfum metnað til að ná lengra í okkar veiðum hljótum að hafa sama rétt og aðrir til að vera í skotfélögum æfa okkur og keppa ef svo ber undir. Ég eins og margir aðrir hef akkúrat engan áhuga á vopnunum sem slíkum, hvorki BR eða fjöldaframleiddum. Mér er sama hvaðan vopnið er, hver var upprunalegur tilgangur þess, hver framleiddi og hver saga þess er svo lengi sem það nýtist mér til að vinna verkið. Þar skilur okkur kannski að. Þú hefur áhuga á sportinu ég á veiðum. Ég vil bara ekki fara óþjálfaður á veiðar. Í mínu tilfelli kæmi aldrei til greina að æfa mig á BR riffli og eyða ómældum peningum í hann og halda svo til fjalla með einhverja allt aðra græju.
Einu hef ég tekið eftir hjá SR. Þegar auglýst er að BR æfingar hafi forgang hefur í mínu tilfelli aldrei verið vandkvæðum bundið að komast að með minn fjöldaframleidda Sako .308
Vonandi skiljum við hvor annan betur, nú ætla ég að vinna svolítið svo ég hafi efni á fleiri verksmiðjuframleiddum skotfærum!

Með kveðju
Silfurrebbi

Skrifað þann 16 November 2012 kl 10:46
« Previous12Next »