Benelli Centro

Shotgun

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Félagi minn einn er að spá í Centro byssunni frá Benelli. Allar upplýsingar um hana eru vel þegnar.

kv.
Shotgun

Tags:
Skrifað þann 14 February 2013 kl 23:30
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

charger

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benelli Centro

klassabyssur, örugglega með því traustasta sem hægt er að fá, einfaldur mekkanismi, auðveldar í þrifum, og gott stál í þeim, þola sjófuglaslarkið vel, og þeim fylgja plötur til að stilla skeftishallann, sem hjálpar til að þær komi rétt upp hjá manni.

Skrifað þann 16 February 2013 kl 12:26

skombo

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Benelli Centro

Sælir

Centro var mín fyrsta Benelli byssa. Ég seldi hana góðum vini mínum fyrir nokkrum árum og er búinn að sjá endalaust eftir því. Það jákvæða er samt sem áður að ef þessi vinur minn ætlar að selja hana síðar þá hef ég forkaupsrétt á henni.
Einfaldlega snilldar byssa, létt og kemur frábærlega upp. Ég var reyndar búinn að lengja skeptið á henni og það vildi svo vel til að vinur minn er stór og handlangur eins og ég þannig hún passaði honum fullkomlega eins og mér.
Hætta að hugsa, kaupa bara byssuna smiling

Reyndar eigum við hjónin 4 Benelli byssur í dag og það er sama sagan, bara frábærar byssur sem unun er að skjóta úr.

Kveðja Kjartan Antonsson

Skrifað þann 16 February 2013 kl 13:27