Beretta semi auto - hví þetta verð?

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Nú er ég ekki safnari en getur einhver fróðari en ég sagt mér hvað það er við þessa sem réttlætir að punga út 1.500.000 fyrir þessum grip? Vissulega ekki mörg eintök framleidd en fyrir mér gerir það byssuna ekkert merkilegri.
En með þessum þræði er ég ekki að gera lítið (eða mikið) úr verðinu, langar bara að vita hvað réttlætir slíka fjárhæð fyrir semi automatiskan hólk.

http://isnes.is/lioness_!!.htm

Tags:
Skrifað þann 12 September 2012 kl 20:37
Sýnir 1 til 12 (Af 12)
11 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Beretta semi auto - hví þetta verð?

Ef þú átt einstakan hlut þá getur þú verðlagt hann að vild..

Beretta keppnisbyssur eru að kosta vel yfir millu með öllu og það eru bara tvíhleypur...

Skrifað þann 12 September 2012 kl 20:48

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Beretta semi auto - hví þetta verð?

Tími og efniskostnaður við að smíða vandaða tvíhleypu er margfaldur miðað við hálfsjálfvirkar byssur þar sem handavinna er í algjöru lágmarki.
Um leið og málmgröftur,gylling og viður í "sýningar"klassa bætist við þá fer kostnaður lóðrétt uppávið.Þegar svo bætist við takmarkað upplag þá fer maður að sjá áhugaverðar tölur smiling

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 13 September 2012 kl 11:49

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Beretta semi auto - hví þetta verð?

En þetta er einmitt 1/2 sjálfvirk. Hefði kannski skilið þetta ef um vandaða tvihleypu væri að ræða

Skrifað þann 13 September 2012 kl 12:50

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Beretta semi auto - hví þetta verð?

Góðan daginn Rebbi.

Þessi byssa er auðvitað haldsmíðuð ,tæki kanski 1 ár að fá svona smíðað fyrir sig.....Sínist á Klassanum í viðnum að þessi rótarhniðja gæti kanski hafa kostað 250.000. kr kubburinn óunninn...Á nefnilega byssu með svona kubb og veit hvað hann kostaði þá.

Útgröfturinn en náttúrulega handavinna og tekur marga marga daga að vinna, svo er hún húðuð með gulli á silfur receiver....Og svo aðrins til í ck 1500 eintökum.....Svo er spurt hvað gerir hana svona dýra....

Einn helvítis dagur á bílaverkstæði á Íslandi kostar ck 120.000. kr miðað við 10 tíma vinnu og sjálfsagt miklu meira sumstaðar nú ber ég bara saman vinnu þar sem ég þekki til..

Annars bara fínar vangaveltur vonandi færðu einhverja niðurstöðu sem varpar ljósi á verðið á þessari byssu.. Handavinnan á þessari byssu er sko ekki í neinu lágmarki hvorki útgröftur eða annað...það gefur tvíhleypum ekki mikið eftir....

Hafa menn skoðað þetta eintak og séð verklagið eða bara giskað og mynd látin nægja.

BS.

Skrifað þann 13 September 2012 kl 12:51

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Beretta semi auto - hví þetta verð?

kemur kostnaði við gerð byssunar bara 0% við hvað hún kostar.

Allir top of the line framleiðendur gera svona fyrir þá sem eiga meiri pening en þeir geta eytt.

Auðvelt að bera þetta td saman við lúxusbíla framleiðendur.

Þó svo Porsche framleiði þúsundir bíla á ári þá framleiða þeir alltaf "bara" 10-100 eintök að einni ákveðni lúxus útgáfu sem kostar 10x meira sérpantaður en aðeins kannski 2x meira í framleiðslu.

Skrifað þann 13 September 2012 kl 13:10

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Beretta semi auto - hví þetta verð?

Takk fyrir BS mynd á tölvuskjá segir mér nefnilega ekki neitt. Gaman að fá upplýsingar sem vit er í t.d. með viðinn

Skrifað þann 13 September 2012 kl 13:10

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Beretta semi auto - hví þetta verð?

Góðan daginn Rebbi..

Já ég hef alltaf haft mest gaman af því að miðla upplýsingum af þekkingu eða eftir að hafa kynnt mér málið..
Og um hvað það snýst...Og af hverju þetta og af hverju þetta....svona þekkingar aflar maður sér á löngum tíma við að stúdera hlutina....Kaupa sér bækur um málið og lesa skrif sérfræðinganna á netinu...

Þeirra sem stóru framleiðendurnir í skotvopnageiranum rétta vopnið og spyrja hvað mætti betur fara með þessa byssu....Þar færðu svörin sem skipta máli...

BS.

Skrifað þann 13 September 2012 kl 13:25

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Beretta semi auto - hví þetta verð?

Get staðfest það að þessi byssa er gríðarlega flott og fer einstaklega vel í hendi smiling

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 13 September 2012 kl 14:02

Baldvin

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Beretta semi auto - hví þetta verð?

Þeir sem kaupa svona byssur eru auðvitað í fæstum tilfellum að kaupa skotvopn, heldur listaverk og safngrip.

Skrifað þann 14 September 2012 kl 18:27

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Beretta semi auto - hví þetta verð?

Þá held ég að það sé nær að kaupa málverk eftir Tolla, þau eru flottari og halda sér betur í verði

Skrifað þann 14 September 2012 kl 23:16

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Beretta semi auto - hví þetta verð?

Fyrir 1.500.000 kr þá fengi byssan svo sannarlega að vinna fyrir sér ...

Skrifað þann 15 September 2012 kl 10:11