Blessuð álftin

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Gisminn virðist kunna vel til verka við að matreiða álftina. Ekki trúi ég að hann sé að veiða friðaða
fugla,hélt að hann væri félagi í Skotvís.

Skrifað þann 6 October 2013 kl 22:27

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Sæll Hrammur víst er ég í Skotvís og kann vel að matreiða villibráð en ég veit ekki hvar þú sást að ég væri að veiða friðaða fugla ?
Og það má ekki gleyma í þessari umæðu að Álftin var nú ekki alltaf friðuð heldur var nytjafugl hér áður og þá var nú eldamenskan oftast sú sama = Allt mauksoðið. En eins og uppskriftin mín sagði þá er þetta sama uppskrift og á gæs en það má líka nota hana á önd smjörið og lágur hiti kemur í veg fyrir að kjötið verði þurt.
En eigum við ekki að snúa okkur frá útursnúningum og slíku í skjóli nafnleynda og fara að ræða af alvöru það sem þessi þráður var stofnaður til.
1.Finns ykkur Álft hafa fjölgað mikið?
2. Er orðið tímabært að aflétta banni?
3. Eða mætti veita bændum takmarkaðan rétt til að skjóta Álft á viðkvæmum gras/kornsvæðum.
Ég skal byrja að svara þessu smiling
1.Nei ekki lengur virðist standa í stað s þetta og síðasta ár en mikil fjölgun þar áður finnst mér
2. Veit ekki með nútíma skotvopnum er hún fullauðveldur fugl með takmarkaða fjölgunarmöguleika.
3. Já það á að leyfa þeim að skjóta. Gasbyssur,fuglahræður,snúrur yfir akra hafa ekki virkað en nokkuð viss að ef skotið er takmarkað en reglulega á hana þá hættir hún að koma á þá staði en það má ekki taka heilu fjölskyldurnar þá lærir hún ekki.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 6 October 2013 kl 22:48

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

hmm jújú Valdur minn, sumir vilja frekar brýna axir en bera skarn á hólashades

Kveðja Keli

Skrifað þann 7 October 2013 kl 0:22

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Blessuð álftin

Sælir...
Varðandi veiðar á álft, þá er nú kanski að ýmsu að huga...Síðast er ég vissi þá er Íslenski álftastofnin skilgreindur sameign Íslendinga og Breta ( 2010)...Hefur afstaða Breta til þessara veiða verið skoðuð ...Eða tækjum við þetta bara á þorskastríðsaðferðinni...

Gríðarleg fjölgun hefur orðið á álft síðustu áratugi. Talningar á íslenskum álftum hafa farið fram á vetrarstöðvum fuglanna á Bretlandseyjum. Síðasta stofnmat sem var framkvæmt 2005 sýndi að stofninn hafði liðlega tvöfaldast frá 1980. (um 12.000 fuglar 1980 og 25.000 fuglar 2005). Stærstur hluti þessara fugla er geldfugl sem fer um í stórum hópum en talið er að um 2000 pör verpi hér á landi ár hvert (4000 fuglar).Miðað við þetta gæti stofnin verið 28.000. stk + í dag....

Nú það er svona ck tvöfaldur fjöldi veiðikorta í dag (13000+) gefum okkur einn fugl á veiðikort bara í 1 ár,Nú værum við þá kanski búnir að skjóta stofnin aftur um 33 ár...Spurning...Svo framanlega sem varpfuglinn 2000 pör (4000 fuglar ) lenti ekki í því sem skotið var...Velti því fyrir mér hvort menn hafi vitað að megnið af stofninum er talin vera geldfug...Og hvernig menn ætla að sortera úr, sé ekki fyrir mér að ákafir Íslenskir veiðimenn gefa mikið fyrir það, ef leyfið er fyrir hendi með veiði...

Já það eru ýmsar spurningar sem svara þarf áður en leyfi fæst er ég hræddur um...Ætla nú ekki einu sinni að nefna tilfinningagildið sem þær hafa hér á landi..
Mbkebj..

Skrifað þann 7 October 2013 kl 13:34

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Takk fyrir þetta innlegg ebj ég vissi þetta ekki með sameignina til dæmis en vissi ca hlutfallið af geldfugli smiling
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 7 October 2013 kl 15:48

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Sæll Gisminn 'Eg hef aldrei sagts hafa séð þig veiða friðaða fugla enda hef ég ekki hugmind um hver
þú ert,og lángar ekki til að vita það.
'Eg sagði að ég triði því ekki að þú værir að veiða friðaða fugla.
Og kver er svo með útúrsnúninginn.

Skrifað þann 8 October 2013 kl 12:00

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Tilraun til að svara ágætum spurningum Gisma:

1.Finns ykkur Álft hafa fjölgað mikið?
Það er óþarfi að reiða sig á tilfinningar. Þetta er einn af fáum stofnum sem er reglulega talinn. Síðasta talning (2010) var tæplega 30 þúsund fuglar. Það var 11% fjölgun frá síðustu talningu þar á undan (2005). Auðvelt að gúggla. T.d. hér:http://discovery.dundee.ac.uk/portal/en/research/population-size-and-breeding-success-of-icelandic-whooper-swans-cygnus-cygnus(f125d69d-e5b0-4606-b2c9-303495442ffc).html

2. Er orðið tímabært að aflétta banni?
Held að álft sé allt of auðskotin til að leyfa almennar veiðar. Það yrði afhroð fyrir stofninn. Kvótasetning er kostnaðarsöm og fyrirhafnarsöm. Mætti hugsa sér það ef einhver vill borga utanumhaldið (bændur t.d.? smiling

3. Eða mætti veita bændum takmarkaðan rétt til að skjóta Álft á viðkvæmum gras/kornsvæðum.
Ekki viss um að það myndi gera mikið gagn annað en að fæla þær yfir til nágrannans. Hófleg skothríð er ólíkleg til að vera almenn lausn.

Bæti við spurningu 4: Er þetta mál þess eðlis að það sé samfélagsvandamál? Mér finnst ekki. Styð ríkisstyrktan búskap í sveitum landsins en mér þykir þetta komið út fyrir mörkin. Margir bændur eiga auðveldlega við álftina með smá fyrirhöfn og nokkrir sem ég hef talað við gefa lítið fyrir þennan eilífa barlóm.

G

Skrifað þann 11 October 2013 kl 11:44

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Sælir allir, og Graham, og takk fyrir gott svar hér að ofan. ,,,,, 1 spurning ,ég er ekki í neinum vafa að þeir bændur sem gerst hafa svo djarfir að ætla að rækta korn á landinu kalda "fynnist" um fjölgun vera að ræða,,, og ef að hann (bóndinn) gefst upp á því að koma með þessa "nýung" við sitt bú vegna "vargs" sem étur upp ávinninginn þá er það orðið "samfélagsvandamál" (spurning nr 4) því það kostar of mikið að fæða 30 þús, álftir,,,
spurning nr 2 og 3 já það er orðið tímabært að aflétta banni ! hún er auðskotin vegna þess að hún hefur verið friðuð svo lengi,,, en tímabilið mætti vera stutt ,,,til reynslu,,,og kannski bara gefið bændum sem gætu svo framsalað því í sínu landi ,,,bara smá hugmynd,,. og svo spurning nr.4 "samfélagsvandamál" ( spurning nr.!) vitna í graham"Margir bændur eiga auðveldlega við álftina með smá fyrirhöfn og nokkrir sem ég hef talað við gefa lítið fyrir þennan eilífa barlóm." jú margir bændur eru líka ekki með eftirsótt korn eða annað sem Álftin ásælist . ,, og svo er eitt atriði sem virðist alltaf vera útundan , hvað með okkur ræflana sem vilja eta þennan fugl og nýta eins og annað sem við nýtum í nátturunni ??? afhverju höfum við ekki rétt til að veiða ???(undir eftirliti til að hindra ofveiði)
Þetta er nú bara smá röfl sem hefur kannski lítið uppá sig , en hér er það .
megi álftin lifa .
kveðja Kalli álftavillti

Skrifað þann 11 October 2013 kl 15:43

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Ágætu félagar!

Hvað mig varðar er þetta einkar upplýsandi og fræðandi þráður.
Takk kærlega fyrir!
Ágætur svarandi vakti athygli á tilfinningagildi álftarinnar í hinni
undarlegu þjóðarsál Íslendinga.......ég held að sá þáttur verði
seint ofmetin! Hvað haldið þið?
Hugsið ykkur ef við færðum í tal að skjóta lóur eða spóa...sem
hvoru tveggja þykja, að mér er sagt, sjálfsög bráð í ýmsum löndum.
Ég held að allt yrði vitlaust og við skotmenn taldir verri en landráðamenn!
Göngum hægt um gleðinnar dyr.....njótum þess frelsis sem við þó höfum
og storkum ekki almenningsálitinu...sem er okkur ekki hagstætt til að byrja með.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 11 October 2013 kl 21:47

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Alveg er ég hjartanlega sammála Magnúsi. Við skulum ekkigleyma því að skotveiðimenn eiga aungvan vin, nema hann sé annar skotveiðimaður, rétt eins og jeppamenn eiga sér aðeins jeppamenn að vinum.
Því ber að forðast allt það sem storkar almenningsáliti því þótt menn þykist hafa skynsamleg rök sín megin munu tilfinningarök ævinlega ráða úrslitum. Og ef við höfum annars vegar grátandi barn með dáinn svan í fanginu og hins vegar skyttu, gráa fyrir járnum, mun barnið sigra hvað sem líður meintum barlómi bænda.

Skrifað þann 11 October 2013 kl 23:11

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Hvað almenningsálit varðar eru veiðimenn veiðimönnum verstir.

Èg hef aldrei skilið þetta með tilfinningarnar.... afhverju má veiða urtönd (sem mèr finnst alveg meiriháttar fallegur fugl) en það má ekki einusinni ræða það að veiða lóu, spòa eða hrossagauk.

Skrifað þann 12 October 2013 kl 8:49

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Já það er umhugsunarvert af hverju landinn hefur tekið ástfóstri við mófuglana en ekki suma aðra, t.d. urtönd. Giska á að sýnileikinn hafi eitthvað að segja. Lóa og spói sjást vel og heyrast. Allir heyra lóuna syngja dýrðin dýrðin og tengja hljóðin við komu vorsins. Menn höfðu lifað veturinn af þegar þeir heyrðu í lóu og kváðu um hana vísur. Urtönd er felugjörn og almenningur hefur lítið af henni að segja. Líklega er hún hinn dularfulli hverafugl sem sást í móðunni við volgrur.

Seinni tíma rannsóknir hafa svo leitt í ljós að mófuglar þola reyndar veiðar miklu verr en t.d. andfuglar og hænsnfuglar.

G

Skrifað þann 12 October 2013 kl 10:15

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Já það er nokkuð til í þessu hjá þér sennilega er urtöndin of feimin og syngur ekki nógu fallega til að vera uppáhalds. Reyndar finnst mér flautið í henni afskaplega fallegt smiling

Annars var talað um Álftina og þar er ég sammála flestu sem þú talar um hérna ofar. Ég hef í raun ekkert á móti því að hún sé veidd. En það sem að truflar mig aðeins er að þetta yrði seinnilega áreinslulausasti veiðiskapur sem hugsast getur. Þannig að ég held að ótakmörkuð veiði sé algjört glapræði. Takmörkuð veiði til bænda sem telja sig hafa einhverra hagsmuna að gæta er kanski eitthvað sem mæti skoða til reynslu í x ár. Sú aðferð er engin töfralausn og mun aldrei bera 100% árangur fyrir kornræktendur heldur aðeins hafa fælingarmátt í taknmarkaðan tíma og líklega eins og þú segir, fæla fuglinn á næsta akur.

Kv.
Óskar Andri

Skrifað þann 14 October 2013 kl 13:02

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Öðruvísi mér áður brá:
http://www.visir.is/radherra-utilokar-ekki-ad-skjota-svani/article/...
SVANdís er greinilega ekki lengur við stjórnvölinn grin
Kveðja Keli

Skrifað þann 14 October 2013 kl 18:29

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

hahaha SVANdís er ekki lengur við stjórvölinn grin ,,,, ég er nú farinn að hafa smá álit á þessum ráðherra ,,, mér sýnist vera töggur í kalli,,, vonandi gerir hann það sem þarf,, því hann virðist ekki óttast vesturbæjar kellingarnar eins og margir veiðimenn gera ,,,

Skrifað þann 14 October 2013 kl 19:26

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blessuð álftin

Endilega fáið "umhverfisráðherran" til að leyfa ykkur áftadráp. Það er gríðaleg áskorun að skjóta þennan stygga og felugjarna fugl. Og gott fyrir ímynd skotveiðimanna. Áfram !

Skrifað þann 15 October 2013 kl 22:55
« Previous12Next »