Blámun & Pólering á gamalli byssu

Larusp

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir Hlaðverjar.
Mig langar að kanna með ráðleggingar í að yfirfara gamla byssu. Mér áskotnaðist þessi gamla Zabala h/h tvíhleypa. Hún er frekar illa farin, rið á hlaupu og skothúsi.

Hvernig er best að pússa upp (pólera) skothúsið??
og bláma hlaupin??

Og að lokum, er það þess virði að standa í þessu, eru svona byssur einhvers virði??

Bkv LP

Tags:
Skrifað þann 12 September 2012 kl 14:38
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blámun & Pólering á gamalli byssu

Kannski ekki mikils virði en það er bara svo gaman að dunda við svona hluti smiling

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 12 September 2012 kl 16:43

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Blámun & Pólering á gamalli byssu

Góðan daginn Larups.

Byssan er lítils virði og ekki hægt að láta byssusmið sjá um þetta.... þá væri betra að kaupa nýja....
En er hún ekki krómuð á skothúsinu....

Smámál að gera svona byssu upp vitir þú hvað þú ert að gera....en þar liggur hrossið grafið það þarf þekkingu sem ekki verður kennd bara sí svona á vef....

Þessi byssa kostar ekki meira en ck 10-20.000.kr svo þú spreðar ekki í hana nema eigin vinnu....
en mátt senda mér myndir af stimplunum á henni bara til að greina hana....Og betri myndir af skothúsi hlaupi og skepti...

yvesleroux55@yahoo.com.

BS.

Skrifað þann 12 September 2012 kl 17:46

Þórir

Svör samtals: 74
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blámun & Pólering á gamalli byssu

Sælir.
Ég var í svipuðum pælingum með gamla byssu sem ég á, en hún var að vísu ekki svona ill farin en bláminn nánast allur farinn af. Ég hefði samband við Bóbó byssusmið og verðið sem hann gaf mér á blámun kom mér mikið á óvart.

H/H haglabyssur hafa hækkað mikið í verði og það getur allt eins verið að það komi betur út að henda örfáum krónum í þessa en að kaupa aðra. Gamlar þreyttar Brno H/H eru að fara á yfir 50 þús kr.

Heyrðu, í það minnsta, í Bóbó og berðu þetta undir hann. Versta sem gerist er að þú hendir henni inn í skáp og gerir ekkert.

Kv.
Þórir I.

Skrifað þann 14 September 2012 kl 0:56

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Blámun & Pólering á gamalli byssu

Góðan daginn Þórir..

Ekki bera saman gamla Brno H/H verðlega séð... og þessa byssu...
Brno hefur fyrir löggu öðlast safnaragildi og gæðin eru engan vegin sambærileg.....
Mundi hiklaust kaupa Brno H/H á 50.000.kr það er að segja ætti ég ekki 2 fyrir.....

En það er smámál að flikka upp á þessa Zabala byssu, svo hún líti þokkalega út....spurningin er bara hvort borgar sig að eyða í hana nema eigin vinnu.....

BS.

Skrifað þann 14 September 2012 kl 7:02

Þórir

Svör samtals: 74
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blámun & Pólering á gamalli byssu

Jújú, það er eflaust alveg rétt. Minn punktur var nú samt aðallega sá að blámun þarf alls ekki að vera neitt avo dýr, sérstaklega ef þú rífur byssuna, sem er hálf skemmtunin.
Kv. Þórir.

Skrifað þann 14 September 2012 kl 13:27

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Blámun & Pólering á gamalli byssu

Góðan Daginn Þórir.

Veit ekki alveg hvað þú att við en heitblámun á eitt hlaup kostar 20.000.kr svo hvað áttu við þarf ekki að vera svo dýrt... hef ekki heyrt enn um afslátt á blámun þó þú komir sjálfum með hlaupið tilbúið að þú telur..

Sennilega væri það hálfunnið og alveg ótækt til blámunar...nema þú hafir farið með það í glerblásun..
En þá væri það líka 50% -!00% dýrara en kaldblámun eða do it your self..

Búin að dunda við þetta frá 1970 svo ekki segja mér hvað virkar eða virkar ekki eða hvað þarf til..hef tekið yfir 100 byssur til kostanna svo ég veit um hvað ég er að tala...svo bara takk fyrir.. en ég þarf ekki neinar upplýsingar um hvað málið snýst. Takk fyrir eða eins og spaugstofan segir stundum Thank you very mutch.

kv BS.

Skrifað þann 15 September 2012 kl 17:27

Þórir

Svör samtals: 74
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blámun & Pólering á gamalli byssu

Sæll Yves....

Enda var ég ekki að svara þér, það er maður hér að ofan sem spyr álits og væntanlega hafa fleiri en þú eitthvað um málið að segja þó þú sért eflaust afskaplega fróður um þetta allt.

Lárus, þú mátt hafa samband ef þú villt frekari upplýsingar, ég var ekki svikinn og mjög sáttur við verðið. persónulega finnst mér líka gaman að hafa veitt gömlum grip nýtt líf enda ekki alltaf skemmtilegast að kaupa bara nýtt.

Kv.
Þórir.

Skrifað þann 15 September 2012 kl 20:24

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Blámun & Pólering á gamalli byssu

Sæll Larups.

Sendu mér byssuna og ég skal taka hana í gegn fyrir þig.
Byssumíði er ekki viðurkend grein hér á Íslandi... svo kanski getur hver sem er fúskað við málið.

En þegar kemur að alvöru málum beddum. og smíðum þá tala menn við alvöru kallana.

kvej.

Skrifað þann 15 September 2012 kl 20:42

Larusp

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blámun & Pólering á gamalli byssu

Sælir báðir tveir og takk fyrir svörin.
Vona að menn fari ekki að æsa sig yfir gömlu byssunni minni smiling

þórir þú mátt gjarnan senda mer emailadressuna þína á laruspet@gmail.com

Það eina sem ég hef er nægur tími smiling svo er ég búinn að skoða nokkur myndbönd á youtube með að undirvinna og kaldbláma rörin svo að vonandi verður hún ágæt hjá mér.

Hef reyndar aldrei gert þetta áður en einherntímann verður maður jú að byrja.....

Bkv LP

Skrifað þann 17 September 2012 kl 15:57