Blys í haglabyssur?

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Lenti í þoku og úrkomu á heiðargæsaveiðum, veðurspáin var alls ekki þannig að við ættum von á þokunni, vorum með gps tæk sem betur fer og komust í bílinn án teljandi vandræða en fór að hugsa í myrkrinu og þokunni: voru ekki til blysskot í haglabyssur?
Flaug svo í hug hvort væru til fjarstýrð blikkljós sem hægt væri að setja á bílana og kveikja á úr töluverðri fjarlægð? Var sum se í um 10-15 metra fjarlægð frá bílnum þegar við sáum fyrst móta fyrir honum eftir um 1.5 - 2ja km. göngu frá veiðistaðnum og þá af því að við komum aðeins aftan að honum og númeraplatan endurkastaði ljósinu. Við hefðum að líkindum haft það af í bílinn án gps tækis sem við gátum notað vindinn líka til að leiðbeina okkur og vorum með stefnuna nk. á hreinu og því lent á slóðanum sem bílinn var á. En samt: þarna hjálpaði gps tækið vel.

Tags:
Skrifað þann 26 August 2012 kl 11:38
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

MCC

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blys í haglabyssur?

Held að þessi blys séu ekki lengur í sölu hér á landi allavega. Hins vegar er ég með ódýrt reiðhjólaljós (afturljós-rautt) sem hefur nokkra stillimöguleika þ.e. hvort ein, nokkarar eða allar perurnar blikka og skil ég þetta eftir í bílnum á móti þeirri átt sem ég mun koma tilbaka úr. Sést auðveldlega nokkur hundruð metra fjarlægð........

kv. MCC

Skrifað þann 26 August 2012 kl 12:33

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blys í haglabyssur?

Ég á pakka af svona sem voru til sölu í Vesturröst fyrir mörgum árum, en held að best sé að vera með svona frekar.http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/flokkur/8370/vara/9910476...

Skrifað þann 26 August 2012 kl 13:09

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blys í haglabyssur?

Þakka svörin, kíki eftir blysunum fyrir næstu veiðiferð. Og bregð mér í reiðhjólaverzlun líka ;)

Skrifað þann 26 August 2012 kl 18:20

baraaddi

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 2 August 2012

Re: Blys í haglabyssur?

Ég hef heyrt að menn hafi verið að setja baujuljós í bílinn, sem kviknar þegar að það fer að rökkva. Hef enga reynslu af því sjálfur en ég hef heyrt að það svínvirki! Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.

Skrifað þann 26 August 2012 kl 19:50

joibert

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blys í haglabyssur?

gott að þið voru með gps tæki og kunuð á það. en ég myndi ekki treista á vindinn. þá sagðir að þið fóru um 2km frá bílnum. vindátind getur breist um 2 til 5 gráður við það geturðu endað um 200- 300 frá staðnum. varðandi blysinn það er alltaf gott að vera með svoleiðis EN það er lítil gagn að nota þau ef það er einginn að leita, þaug ætti að nota til að láta vita af sér þegar leit er. Áður en einhver fer að gagngrína skrifinn mín hvaða vit ég hef að þessu, þá er ég björgunarsveitarmaður með 17 ára reinslu og var á meðal í leitinni að maneskjuni í Eldgjá. ég mæli líka að vera með kort og átavita og kunni á það líka. af hverju spirjið þið???
Jú tækki getað bilað

Skrifað þann 26 August 2012 kl 21:12

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Blys í haglabyssur?

Bauuljós er mjög gott, teipa það við loftnetið og hafa kveikt á því það blikkar með nokkra sekúntu
bili og endist í óra tíma, sést úr mikilli fjarlægð í mirkri.

Skrifað þann 26 August 2012 kl 21:44