BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

simminn

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir veiðimenn.

Jæja, þá byrjar þessi auglýsingastarfsemi, sem ég var mjög svo á móti áður en mér áskotnaðist umsjá á eignarlandi ;)

Þetta virðist vera aðalvettvangur skotveiðimanna á Íslandi á internetinu og vildi þá koma því á framfæri HÉR, að seljafell á vatnaleið er eignarland og er það í útleigu.. Og því fæst ekki leyfi til skotveiða á landinu..

Á meðfylgjandi mynd sést þetta nokkuð greinilega, þetta eru ekki jarðarmörk, heldur einungis svæðið sem ég hyggst ganga á.

http://www.fishfiles.net/up/1110/hr91b9pv_seljafell.png...

(gera copy-paste í nýjan glugga til að fá upp myndina)

Til að sjá jarðarmörk greinilega er hægt að fara á kortavefinn ,http://www.loftmyndir.is/k/kortasja.asp?client=landsn... , þessi jörð er merkt sem Dalur 1 og Dalur 2.

Með fyrirfram þökk um tillitsemi..

Tags:
Skrifað þann 14 October 2012 kl 23:56
Sýnir 1 til 20 (Af 31)
30 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

á nú að fara að banna manni að veiða þar sem maður er vanur að vera ?

ég keyri þarna framhjá 2-4x í viku og tek annaðslagið rölt þarna í leiðinni..

Skrifað þann 15 October 2012 kl 8:23

simminn

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

byssur info:

Ég veit nú ekki betur en að þú sért með lög og reglur í landinu á hreinu, ef maður skoðar það sem þú hefur skrifað hér á vefnum undir ýmsum notendanöfnum.

En ég get upplýst þig um það að þetta er eignarland og því þarftu að biðja um leyfi til að veiða, það er þannig og hefur alltaf verið þannig.

Þannig að það er ekkert verið að banna þér þetta fyrst núna, þú hefur væntanlega "gleymt" að biðja um leyfi þessi ár sem þú ert vanur að vera þarna.

En svarið við spurningu þinni er já... En það er rétt að það er mjög gaman að rölta þarna, en þú heiðarlegi maðurinn, færir varla að taka með þér skotvopn utan veiðitíma, er það???

Skrifað þann 15 October 2012 kl 13:17

Guðsteinn

Svör samtals: 80
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Verð að segja fyrir mitt leiti, að það er hálf furðulegt að tilkynna bönn á ákveðnum svæðum án þess að koma fram undir nafni.

Er ekki að segja að þú hafir ekki þennan rétt sem þú segist hafa, finnst bara lágmark að koma fram undir nafni þegar menn setja svona pósta inn.

Kv.
Guðsteinn

Skrifað þann 15 October 2012 kl 13:26

simminn

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

já, gleymdi að koma því fram.

Eymar Eyjólfsson (eini á landinu) ;)

Skrifað þann 15 October 2012 kl 17:50

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

sagði aldrei að ég væri að veiða þarna, hef hinsvegar labbað þarna reglulega og hafði planað rjúpnaveiði þarna þegar sá tími kemur... en ef það er búið að leigja út allt svæðið þá verður maður að fara að kynna sér næsta hól.. vill vita hvernig landið liggur áður en það snjóar yfir það.

er að vinna í hólminum svo ég er alltaf á ferðinni þarna, og reyni að hafa allavegna einn hólk með í för...

Skrifað þann 15 October 2012 kl 18:17

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

„á nú að fara að banna manni að veiða þar sem maður er vanur að vera ?“
Það er nú frekar erfitt á láta sér detta annað í hug en að þetta orðalag bendi til veiða.

Skrifað þann 15 October 2012 kl 18:58

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Málið er að flest allt Snæfellsnesið er eignaland. Og á þessu svæði sem Seljafell er og þarna í kring þekki ég mjög vel og get vottað það að þetta eru eignarlönd.

Og veit að í gegnum árin að þá hafa menn verið að fara á þessi svæði til veiðar án heimilda því miður.

En ég get skilið að menn auglýsi þetta að ákveðin svæði eru frátekin, en í þessu tilviki hefði verið gott að vísa í viðkomandi landeiganda og að þú værir að koma fram fyrir hans hönd... Þetta er ekki óalgengt að menn geri af því að ágangurinn er það mikill oft á tíðum. Og er réttur landeiganda að gera.

Kv
Indriði.

Skrifað þann 15 October 2012 kl 19:15

simminn

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Sæll Artec

Landeigendur eru þau Katrín og Ástþór. Bærinn heitir Dalur og er það á svæði 311 í símaskránni.

Ég vona að ALLAR þessar upplýsingar hjálpi ykkur eitthvað ;)

Með fyrirfram þökk um tillitsemi:

kveðjur
Eymar E

Skrifað þann 15 October 2012 kl 19:22

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Sæll Eymar.

Ástæðan að ég þekki þetta svæði vel er að ég er frá næsta bæ...

Gangi þér vel. á þessu svæði. en varastu að vera á ferðinni í þoku eða slæmu skyggni.
Kv
Indriði

Skrifað þann 15 October 2012 kl 19:26

simminn

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

já sæll

Þakka þér fyrir og sömuleiðis.

p.s. ertu á Hjarðarfelli? smiling

Skrifað þann 15 October 2012 kl 20:16

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Valdur þér er frjálst að túlka allt á neikvæðan hátt, segir bara hvernig þú hugsar um annað fólk ef þú getur bara séð neikvæða hlið á öllum málum.

Ég er mikil útivistarmanneskja, alin upp í sveit og virði umráðarétt bænda yfir sínu landi.

Ég labba oft þarna en hef aldrei veitt þarna, enda ekki fjöður á þessu svæði eins og er..
Ég fæ leyfi til veiða áður en ég mæti á svæðið, enn hefur enginn neitað mér um að veiða, enda stunda ég sjálfbærar veiðar en ekki rányrkju

Skrifað þann 15 October 2012 kl 20:47

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Já, yndislegur ertu. Reyndar var ég ekki einn um að lesa veiðiferðir úr því sem þú skrifaðir, en það er vitaskuld engin afsökun. Það eina sem ég hefi mér til afbötunar er að einhversstaðar rámar mig í að maður sem kallar sig daníel hafi lýst því fjálglega hvernig hann veiddi friðaðar skepnur, ss. kanínur, og sömuleiðis hvernig sami maður vísaði öðrum til skotæfinga og veiða á landi sem í ljós kom að myndi í einkaeigu á suðurströnd Reykjanesskagans. Þá var ekki frítt við að sá hinn sami hefði orð á því að engin áskorun fælist í því að skjóta hreindýr á stuttu færi enda skytu alvöruskyttur aldrei nema á sem allra lengstum færum.
En þetta hefur sem sagt ekki verið þú. Auðvitað datt þér aldrei svoleiðis í hug.
Fyrirgefðu.

Skrifað þann 15 October 2012 kl 21:24

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Sammála Indriða með að vera þarna í þoku.......Það er reimt á Kerlingarskarðinu. awkward

kv Mummi

Skrifað þann 15 October 2012 kl 22:00

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Voðalega áttu bágt Valdur, þú ættir sð leita þér aðstoðar fyrst þú kemst ekki gegnum daginn án þess að ráðast gegn öðrum til að upphefja sjálfan þig.

Skrifað þann 15 October 2012 kl 22:54

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Sæll Eymar, já ég er frá Hjarðafelli.


Já Mummi en ætli það sleppi ekki ef það er verið Vatnaleiðamegin wink

Skrifað þann 15 October 2012 kl 23:43

Camo

Svör samtals: 107
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Sleppið alveg að veiða skarðið og snæfellsnesið.Það er of reymt margir orðið úti síðustu aldir og frosið í helsmiling

Skrifað þann 16 October 2012 kl 16:10

simminn

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Get verið sammála ykkur þar!!

Var þarna í fyrra, einn, í svartaþoku og snjókomu og maður var alveg "var" ;)

Skrifað þann 16 October 2012 kl 17:56

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Hvernig geturðu kallað þetta árás, ágæti Daníel, þegar ég er að bera af þér blak? Og þaðan af síður að ég sé að ráðast á þig til að upphefja sjálfan mig þegar það eina sem ég geri er að rifja upp eitthvað sem einhver annar en þú hlýtur að hafa sett á netið, þótt ég hafi að sönnu ekki gert það.
Ja, svona er maður stundum misskilinn.

Skrifað þann 16 October 2012 kl 22:43

padrone

Svör samtals: 52
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BOÐ OG BÖNN = SELJAFELL Á VATNALEIÐ ER EIGNARLAND

Það ætti að setja svona "ignore" reglu á þessa tvo þannig að þeir sjá ekki pósta frá hvor öðrum, þeir hijacka hverjum þræðinum á eftir öðrum með þessu blaðri og þvaðri.

Reynið að slaka á strákar !
Sá vægir sem vitið hefur !

Kv. Árni Vigfús Magnússon

Skrifað þann 20 October 2012 kl 17:47
« Previous12Next »