Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Johann71

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 12 October 2012

Eftir reynslu dagsins í dag þá verð ég að taka það fram að Botnsdalur í botni Hvalfjarðar er ALLUR í einkaeign og ÖLL veiði þar er ófleyfileg án leyfis landeigenda. Þar fór fjöldi manns um í dag til veiða án leyfa og skemmdu fyrir okkur sem eigum landið og ætluðum að ganga sjálfir til veiða

Bið þá sem eiga það að taka þetta til sín og virða eignarrétt.

Tags:
Skrifað þann 4 November 2012 kl 19:44
Sýnir 1 til 16 (Af 16)
15 Svör

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Segðu mér eiga ekki Ingunnarstaðir land þar? Kv Vagn I

Skrifað þann 4 November 2012 kl 19:51

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Eru Ingunnarstaðir ekki í Brynjudal?

Skrifað þann 4 November 2012 kl 20:04

Johann71

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 12 October 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Botnsdalur er sumarbústaðaland, Þar eru bæirnir Stóri og Litli Botn, báðir í eyði. Allt land í dalnum er í eigu þeirra sem eiga sumarhúsin þar.

Hugsanlega er það eitthvað að rugla menn að Glymur er í landi Stóra Botns og vinsælar gönguleiðir ss Leggjabrjótur liggur inn í Botn. Menn telja kannski af þeim sökum að um almenning sé að ræða en það er ekki svo.

Skrifað þann 4 November 2012 kl 20:29

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Af hverju eruð þið að banna minkaveiðar? veiðiði hann kanski sjálfir eða er þetta griðland fyrir minkinn?
"allar veiðar bannaðar"

kv Mummi

Skrifað þann 4 November 2012 kl 20:32

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Mummi, þú ættir að kynna þér vopnalögin betur. Mæli með því að þú sleppir spjallsíðum í svona eina kvöldstund og lesir yfir vopnalöggjöfina, þá sérðu til dæmis:" Ekki má hleypa af skoti á annars manns landi eða skjóta yfir annars manns land án leyfis landeiganda eða ábúanda nema lög mæli öðruvísi fyrir um", Þú hefur ekkert leyfi til þess að skjóta ref,mink,tyrkja eða talibana eða hvað sem að ÞÉR finnst að ætti að drepa þá stundina.(Án leyfis landeigandamischievous )
Þetta eru ekki flókin lög og þetta endalausa pex og röfl um hluti sem að standa í lögunum er algerlega óþolandi að hlusta á/lesa um. Þetta er svipað og að hlusta á 17 ára krakka röfla um það að það sé í lagi að "keyra á 200 sko út á landi sko" eða "ekkert að því að keyra fullur"

Keli

Skrifað þann 4 November 2012 kl 22:05

Sveinbjörn

Svör samtals: 49
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Allar upplýsingar um hvar má og hvar ekki eru vissulega góðar og vel þess virði að kynna sér þær.

Svo er það sjálfssögð kurteisi að gera grein fyrir sér og koma fram undir nafni þegar verið er að banna mönnum.

Hver stendur að baki banninu og hvar eru landamerki aðgengileg.
Ég tal það skildu okkar veiðimanna að virða eignarlönd og viðeigandi bönn.
Og en meiri ástæðu fyrir landeigendur eða þeirra staðgengla að gera grein fyrir sér á sómasamlegan hátt því að annars er ykkar trúverðuleiki farinn.

Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Skrifað þann 4 November 2012 kl 22:21

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Jú mikið rétt Valdur , smá rgl hér.

Skrifað þann 4 November 2012 kl 22:25

Johann71

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 12 October 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Ég heiti Jóhann Helgason.

Það er ekki mitt eða annarra landeigenda þarna að gera aðgengileg landamerki svo ég viti til, Okkur ber skylda til þess sem veiðimönnum að kynna okkur hvernig slíkt liggur ÁÐUR en farið er af stað og það er EKKERT mál að finna upplýsingar um landamörk á vefsíðum.

það eru eigendur landsins sem standa að banninu. Sumir landeigenda gefa þeim sem þeir þekkja leyfi til að fara þarna til veiða eins og gengur og gerist og allt í góðu með það. Menn mega eiga von á því að þeir séu spurðir til nafns og á hvers vegum þeir eru að veiða og þá ber skylda til að gefa það upp, þeir sem það ekki gera verða álitnir vera þarna í óleyfi. Þeir sem ekki hafa tilskylin leyfi og gefa upp þessar upplýsingar verða einfaldlega kærðir fyrir óleyfilegar veiðar.

Og Sveinbjörn mér finnst það meiri kurteisi í því fólginn að vera ekki að stelast inn á einkaland til veiða, sem er því miður tilefni þessa pósts, fremur en að mér beri skylda til að gefa þér upp hvað ég heiti af því ég skuli voga mér að endurtaka það sem LÖGIN kveða á um !

Skrifað þann 5 November 2012 kl 11:35

Nýgræðingur

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Þetta er ekkert flókið - Jóhann nefnir þetta allt í sínum pósti.

En.... hæst bylur í tómri tunnu.

Landlausir "veiðimenn" virða hvorki lög né reglur. Annars hef ég haft það fyrir sið þegar "veiðimenn" láta sér ekki segjast og biðja mig um nákvæmar upplýsingar um eignarland það sem ég hef aðgang að í gegnum fjölskyldu mína, að segja þeim einfaldlega að skottast niður á sýsluskrifstofu - þar geta þeir legið yfir landamerkjabréfum eins og þeir vilja - þar liggja þessi gögn fyrir allra augum, og kjósi menn á annað borð að viða að sér þeim upplýsingum, hvar þeir megi veiða og hvar ekki, þá er lykilinn þar....

Það athugast að þessi gæsalappamerking hjá mér á ekki við nema um lítin, en þó háværan hóp veiðimanna sem virðist ekki skila hvað felst í eignarétti.

Skrifað þann 5 November 2012 kl 14:42

Browning Phoenix

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

http://www.loftmyndir.is/k/kortasja.asp?client=landsn&zoom=6&lat=423146.16072&lon=435498.67509&layers=B0FFFFFFFFTTFFFFTTTFFT

Þessi vefur svarar flestu um landamerki og afrétti

Kv.BP

Skrifað þann 5 November 2012 kl 21:31

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

BP hann er góður til hliðsjónar en ekki allar landamerkingar eru réttar.

Skrifað þann 5 November 2012 kl 22:25

Browning Phoenix

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Já ég veit það, en þarna er hægt gera sér grein fyrir því hvort að landið sé í einkaeigu að almenningur.
En svo er líka bara hægt að fá leyfi hjá landeiganda, margir hverjir leyfa veiðar og sumir ekki og þá bara virðir maður það. Ég veiði nær eingöngu á einkalendum sem að maður er búinn að afla sér í gegn um tíðina, einfaldlega með því að banka uppá byðja um leyfi. Ég vill hafa bændurnar með mér en ekki á móti, einfaldega vegna þess að þeir eiga flestar veiðilendurnar sem við erum að veiða á.
Kv.BP

Skrifað þann 5 November 2012 kl 22:45

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Ég hef ekki ennþá fengið svar við því hvort minkurinn er veiddur þarna eða hvort hann er með griðland.

kv Mummi

Skrifað þann 6 November 2012 kl 12:31

Johann71

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 12 October 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Þú skilur ekki einfalda íslensku er það Mummi ?

Ef skotveiði er bönnuð þá er ÖLL veiði bönnuð, og það hvort aðrir veiða mink þarna eða ekki kemur þér fjandakornið nákvæmlega ekki neitt við.

Þú ferð merkilega mikinn hér í öðrum pósti þar sem þú ert að passa upp á land frænku þinnar á Snæfellsnesi og sakar aðra um ólöglegar veiðar á rjúpu en rífur svo kjaft hér yfir því að eigendur lands annars staðar banni veiðar á því án leyfis !

Furðulegur tvískinnungur hjá þér og gjaldfellir allt sem þú hefur fram að færa.

Skrifað þann 14 November 2012 kl 9:03

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Botnsdalur er einkaland, Öll veiði er bönnuð án leyfis landeigenda

Ég var nú bara að spurja kurteislega hvort þarna væri einhver útungunarstöð því það er ekki langt í borgarbyggð, minkurinn virðir engin landamerki.

kv Mummi minkabani

Skrifað þann 14 November 2012 kl 18:46