BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

OEA

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

BR50 mót verður haldið þriðjudaginn 13. ágúst nk. á Álfsnesi. Fyrirkomulag er með þeim hætti að skotin eru 25 stk skot á keppnisskífu af 50 metra færi, ásamt ótakmörkuðum fjölda af æfingarskotum á sömu skífu.

Mótið fer fram á tímabilinu kl:16—21. Hefur hver skotmaður 30 mín.....

...... til að ljúka keppni, frá því að hann skráir sig í afgreiðslu.

Sækja skal skífur og skila aftur í afgreiðslu.

Staðan mótsins verður uppfærð jafnóðum og skor berast á skjá í afgreiðslu.

Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum:

Sporter= 0 - 3,855 kg

Light Varimint= 3,855 - 4,762 kg

Heavy Varimnt= 4,762 - 6,8 kg.

Vigt á staðnum.

Ath. það má taka þátt í öllum þyngdar flokkum kjósi keppendur að gera það.

Leyfilegt er að hafa bæði fram og afturrest ásamt öðrum hefðbundnum BR búnaði.

Keppins gjald er lúguleiga + skotskífa 100 kr.

Meðfylgjandi er mynd af keppnisskífunni.

Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Álfsnesi.

22-nefndin

Tags:
Skrifað þann 9 August 2013 kl 17:52
Sýnir 1 til 20 (Af 22)
21 Svör

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Opið mót eða lokað mót?

Skrifað þann 10 August 2013 kl 11:31

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Er þyngdir á rifflum vigtað með sjónaukum á?

Skrifað þann 10 August 2013 kl 11:57

OEA

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Þetta er opið mót og rifflarnir verða vigtaðir með öllum búnaði og flokkaðir í þrjá flokka samkvæmt vigt.
Sjá nánar á heimasíðu SR,http://www.sr.is

Skrifað þann 10 August 2013 kl 13:14

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Ég get ekki fyrir mitt litla líf fundið þetta "lúgugjald" er það sama og

Stök riffilæfing, Egilshöll og Álfsnesi fyrir félagsmenn kr. 1.500-
?

Skrifað þann 10 August 2013 kl 14:39

OEA

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Já það 1500kr eða klippikort eða ársgjald

Skrifað þann 10 August 2013 kl 14:53

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Og er þá dýrara fyrir utanfélagsmenn að taka þátt?

Skrifað þann 10 August 2013 kl 16:30

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Þetta er enn eitt dæmið um heimsku stjórnar Skotfélags Reykjavíkur!
Þar er af nógu af taka!!!

Sporter= 0 - 3,855 kg

Light Varimint= 3,855 - 4,762 kg

Heavy Varimnt= 4,762 - 6,8 kg.

Þessir flokkar eiga ekki neitt skylt við Benchrest Shooting......Ekki neitt!!!
Í
Með vinsemd
Magnús Sigurðssonon

P.S.
Kjartan Friðriksson á riffil sem hentar í þessa undarlegu keppni......
og einnig Bergur Arthursson.......

Skrifað þann 10 August 2013 kl 18:00

peturfs

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Frábært.
Mæti með Cz riffilinn minn.

kv, pfs

Skrifað þann 10 August 2013 kl 19:18

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Það er undarlegt að stofna til móts þar sem mismunandi þátttökugjöld er krafist af keppendum, eftir því í hvaða félagi þeir eru. Ennfremur undarlegt að ekki skuli allir keppendur keppa samtímis.

Skrifað þann 10 August 2013 kl 19:19

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

.

.

Skrifað þann 10 August 2013 kl 20:17

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

.

.

Skrifað þann 10 August 2013 kl 20:44

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Sælir.
Ánægulegt framtak.
En er ég einn um það að sjá ekki þessa "mynd" af skotskífunni? er forvitin um hvort þetta sé sama skífa og við Norðanmenn erum að nota, eins væri gamann að fá link á þessar reglur svona fyrir forvitnissakir til að bera þær samann við það sem við höfum verið að keppa eftir.
þetta er bráðskemmtileg grein sem getur verið mjög krefjandi og er ekki mjög dýrt að starta og stunda.
kv.
Jón Kristjánsson.
Skotfélaginu Ósmann

Skrifað þann 10 August 2013 kl 22:00

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

.

.

Skrifað þann 10 August 2013 kl 22:10

OEA

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Sæll Jón þetta eru reglurnar
http://www.ukbr22.org.uk/attachments/article/4/Rules%20for%20Rimfire.pdf

kv Oddur

Skrifað þann 10 August 2013 kl 22:21

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Hverjar eru þessar blessuðu Ensku Reglur?

Skrifað þann 10 August 2013 kl 22:22

OEA

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Skrifað þann 10 August 2013 kl 22:25

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Ok, ég reikna með að mæta með Savage-inn minn.

Skrifað þann 10 August 2013 kl 22:58

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Sælir.
Takk fyrir þetta Oddur.
Virðast vera sömu skífur og þetta eru sömu reglur og við erum að nota, þótt við flokka skiftum ekki við erum ekki það mörg að það taki því. Kænski það sé að myndast möguleiki fyrir mótaröð á landsvísu?
Verst hvað það er langt suður þótt það sé heldur styttra en norðurwink
Verður spennandi og fróðlegt að sjá úrslit.
kv.
Jón Kristjánss.

Skrifað þann 11 August 2013 kl 0:02

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: BR50 mót þriðjudaginn 13. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Þá eru komin úrslit úr mótinu!

Það er vert að geta þess að framkvæmdin á mótinu var ungum strák til sóma, skipulagið var þannig séð til fyrirmyndar og allt gekk þetta nokkuð smurt fyrir sig. Það hefðu þó mátt vera fleiri keppendur.

Takk fyrir mig
KV: Stefán Eggert Jónsson

Hér eru úrslitinn úr mótinu

Skrifað þann 15 August 2013 kl 11:45
« Previous12Next »