Brotist inn í riffilskýli Skotfélags Reykjavíkur

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Tekið af heimasíðu SR.

Í fyrradag var brotist inní riffilskýlið okkar á Álfsnesi. Lúga 1 var brotin upp og silúettuskáparnir brotnir upp. Aumingjarnir stálu 4 hitablásurum og eins var sláttuorfinu okkar stolið. Ef einhverjir hafa hugmynd um hverjir gætu þarna hafa verið að verki, ættu þeir hinir sömu að tilkynna það til lögreglu og til stjórnar félagsins á póstfangið: stjorn@sr.is eða til framkvæmdastjóra í síma 893-1231.

Þetta eru ömurlegar fréttir. Vissulega er þetta eitthvað sem maður hefur óttast í mörg ár
en nú þegar það gerist kemur þetta manni í opna skjöldu. Vona að félagar okkar og vinir
í Lögreglunni hafi hendur í hári þessa lýðs sem allra fyrst.

Með baráttu kveðjum ,
Magnús Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 21 March 2015 kl 22:37
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Brotist inn í riffilskýli Skotfélags Reykjavíkur

Hvað með hliðið ,var það ekki læst ?
En hin húsnæðin ?

Skrýtið að brjótast inn í riffilskýlið þegar engin raunveruleg verðmæti eru þar en ekki í afgreiðsluna þar sem allt er geymt.

Skrifað þann 22 March 2015 kl 13:57