Byssuskápur

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hvar fær maður Remington byssuskáp svipaðan þessum ?
Veit nokkur um notaðan svona skáp til sölu ?

kveðja
Jón Magnús
Fossárdal
http://www.facebook.com/hreindyr...

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 17 August 2012 kl 11:04
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Byssuskápur

Eru ekki Ellingsen menn aðal Remington kallarnir. Prófaðu að tala við þá. Þeir eru líklega ekki með þetta á lager en sakar ekki að spyrja Jóa

Skrifað þann 17 August 2012 kl 16:24

Danski

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Byssuskápur

Ég keypti svona skáp hjá Hlað í lok síðustu aldar!
en varla til ennþá hjá þeim samt

Skrifað þann 17 August 2012 kl 20:05

Gemli

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Byssuskápur

Veit ekki um Remington en þessir eru í svipuðum stíl:

http://www.veidimadurinn.is/Default.aspx?modID=1&id=42&mflID=72&flI...

gæðamunur: ekki hugmynd...

(veit það er asnalegt að posta link inná aðraverslun á vef hjá Hlað en maðurinn spurði)

Skrifað þann 20 August 2012 kl 18:02

svartljos

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Byssuskápur

Seinast þegar ég spurðist fyrir um þessa skápa þá var svarið einfalt, ef ég vildi fá svona skáp þá væri verðmiðinn 500.000kr lágmark og að það þyrfti að panta heilann gám til þess að fá hann.

Þessi svör fékk ég hjá Jóa Konráðs á meðan hann sá um innkaup þarna(sá sem núna sér um þetta heitir Finnbogi og er hann í höfuðstöðvum Olís, ég hef ekki prufað að spyrja hann).
Þessir skápar hafa ekki verið pantaðir inn síðan Veiðiland var og hét(þáverandi umboðsaðili Tikka, Sako, Remington og fl. sem seldi umboð og lager sinn til Olís).

Ég hef mikið skoðað þessa skápa ásamt skápa frá framleiðandanum(Liberty Safe) þar sem þessir skápar eru ekki eingöngu flottir heldur mjög góðir en verðin voru 130.000+kr í seinustu sendingu og tel ég núverandi verð ekki boðlegt neinum nema þeirra sem mikla peninga hafa á milli handanna.

með kveðju
Ragnar Franz

Skrifað þann 28 August 2012 kl 20:59