Dyrapining

spíri

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Ég er með fox terrier minkahund og því miður komumst við ekki nógu oft á veiðar, en ég mun seint viðurkenna að það flokkist undir dýraníð að fara ekki nógu oft með hann á veiðar! En talandi um dýraníð, hvað finnst mönnum um það að veiða og sleppa laxi??? Það finnst mér hin fullkomna dýraníð, pína laxinn þar til hann verður uppgefin og sleppa honum síðan, hver er tilgangurinn? finnst þetta vera ónáttúra.

Skrifað þann 8 January 2013 kl 9:18

sækópat

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Þarna hefurðu nokkuð til þíns máls. Hvað væri nú sagt ef ég skyti tófu, hjúkraði henni til lífs og sleppti henni aftur, til að geta skotið hana að ári? grin Ég yrði krossfestur á hurð einhvers staðar....

Ég hef bæði veitt minka og unnið við minkafláningu, svo ég veit nokkuð vel hvað þarf til að drepa mink. Þó svo að minkurinn sé lífseigt dýr með afbrigðum, þá er ég þess viss að hundarnir voru búnir að drepa hann löngu áður en þeir hættu að slást um hann.

Hvað dregur maður síðan mörkin, hvenær er dráp á skepnu dýraníð og hvenær ekki? Mér líður alltaf illa (misilla þó) að taka skepnu af lífi. En ég tek mun nær mér að draga lamb fram á blóðvöll og höfuðskjóta það þar heldur en að skjóta ref. Þó eru þeir til sem þykir ég vera andstyggð að drepa litla saklausa refinn, en fá vatn í munninn af því að horfa á lömb að hausti.
Ef til stendur að skepna tapi lífinu þá er að sjálfsögðu rétt að það gerist hratt og örugglega, en komið ekki fram hér full hneykslunar á því að minkur, ísbjörn, tófa eða hreindýr láti lífið á meðan þið étið lömb, grísi, hálfvaxna hænsnfugla og smákálfa.

Kv. Stefán Jökull

Skrifað þann 8 January 2013 kl 17:42

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Jú.... Það er nú littlu við þetta að bæta annað en það að minnkaveiðin er árangursríkust með hundum og hundurinn notar sínar aðferðir við aflífun hvað sem mönnum finnst rétt eða rangt.... Það má vera að sumir fái hland fyrir hjartað við að sjá svona aðferð, en þarna er á vefnum einungis fræðsluefni til stuðnings þessa vanþakkláta starfs.... En stundum má satt kjurt lyggja.....

kv hr sem telur ekki eftir sér að láta hundana hanns Jóns bíta sig í rassinn... ( fylla rassvasana af minnkaskít )..... Fínn Hilux.......

Skrifað þann 8 January 2013 kl 20:51

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

spíri og Stefán ég er ögn sammála ykkur,og ég er handviss um að terrier minkahundunum okkar líður
miklu betur en rjúpnahundinum, og við getum glaðst yfir því,engin sorg.
En minkin þarf að drepa með öllum ráðum hvar sem næst til hans,enda held ég að það þurfi hvorki
byssuleyfi eða veiðikort til að veiða hann,( leiðréttið mig ef það er ekki rétt).

Skrifað þann 8 January 2013 kl 21:16

germanica

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 18 August 2012

Re: Dyrapining

Sælir
Að sjálfsögðu viljum við veiðimenn eins og aðrir að sú bráð sem fyrir liggur að veiða hljóti skjótan dauða.Ég trúi á að lang flestir sem í þessu standa geri þetta af heilum hug/fagmennsku eins og Jón Pé.og hans hundar.

Sæmi

Skrifað þann 8 January 2013 kl 21:20

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Jú.... Hrammur þetta er rétt en einungis má nota aðferðir og gildrur sem eru viðurkenndar af UST....

kv hr

Skrifað þann 8 January 2013 kl 21:22

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Já Hurðarbak maður reynir að gera þetta á se mannúðlegastan og skjótan hátt og hægt er,en maður
getur orðið í svolitlum vandræðum þegar hundarnir ná ekki nógu vel á minknum strax í upphafi og
minkurinn er kanski með vígtennurna á kafi í hundinum,maður setur ekki skot á mink sem er í kjaftinum
á hundinum (eins og ég veit að þú veist),ef hundarni ná strax rétta takinu ofa í hriggin framarlega þá tekur
það hundin ekki nema nokkrar sekúntur að drepa hann.
Ég er búin aðeins að prufa þessar veiðar, fékk firstu þrjá hundana mína hjá Karlsen mikabana á
sínum tíma og er búin að vera að dunda í þessu nánast samfelt síðan,það vantar fleiri svona
alvöru Jóna.

Skrifað þann 8 January 2013 kl 22:34

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Já, það vantar fleiri menn eins og Jón Pé, þá gæti minkurinn loks farið að hafa áhyggjur af því hvort að hann eigi yfirhöfuð framtíð í þessu landi.. Karlsen minkabani hvað!'?'?

Viðhengi:

Skrifað þann 9 January 2013 kl 0:13

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

hrammur afhverju segir þú að terrier hundum líður eitthvad betur en Rjúpnahundum

en þú nefnir að það þurfi ekki veiðikort til veiðamink. ég man eftir því að átti að gera það þannig en
er það komið í gegn samkvæmnt mínu veiðikorti þá er hann inn á því ef það er eins og þú vilt meina þá á hann ekki að vera inn á veiðikortinu og hvad ætlarðu bara að vera með terrier hund og stungu skóflu á minka veiðum eða ertu að benda fólki á að vera bara með glefsur úti í kassa eða vatnsgildru?

k.v labbinn

Skrifað þann 9 January 2013 kl 20:23

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

já labbi komdu blessaður
Veiðitími hjá minkahundum er nánast alt árið hvort sem það er terrier eða eihver önnur tegund,
hundur sem er eigöngu notaður við rjúpnaveiðar getur varla verið að í marga daga á ári,
að því leitinu held ég að minkahundinum líði betur,það var nú bara það sem ég átti við.
Í sambandi við veiðikortið þá hefur altaf staðið í mínukoti (veitir heimild til veiða á fuglum refum
minrum og hreindýrum)
ég var reindar ekki að benda fólki á eitt eða neitt ,en ég sagðist halda að það þurfi hvorki að vera
með byssuleifi eða veiðikort til að veiða mink,en þú verður að vera með löglegan búnað til þess
sem er viðurkendur af UST eins og Hurðarbak bendir réttilega á.
Þú nefir vatnsgildrur og átt þá væntanlega við steinrörin sem eru kallaðar minkasíur, veit ekki
kvort þær eru viðurkendar af UST,ég hef aldri notað þær held að þær séu frekar ómeðfæilegar
og dírar,hægt að fá margar glefsur sem mér finst veiða mjög vel í staðin fyrireina síu.
kveðja Hrammur.

Skrifað þann 9 January 2013 kl 23:11

Jón R

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Sælir mjög áhugaverð umræða hér og er að sjálfsögðu hlyntur eyðingu vargs en langar jafnframt að spyrja hvar getur landlaus höfuðborgar búi lagt út minka boga

Skrifað þann 9 January 2013 kl 23:30

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Já.... Vatnsgildrur sem drekkingarrör með netbúri undir vatnsborði eru löglegar sem og Reynissían....

Sérákvæði um minkaveiðar.
8. gr.

Menn sem ráðnir eru til minkaveiða skulu að jafnaði veiða á tímabilinu 20. apríl til 30. júní. Þar sem sveitarstjórn og veiðistjóra þykir betur henta má skipuleggja minkaveiðar á öðrum árstímum.

Skylt er að ganga þannig um minkabæli að ekki hljótist landspjöll af.

Ráðnir minkaveiðimenn skulu leita meðfram sjó, ám og vötnum þar sem líklegt telst að minkabæli finnist.

Minkaveiðimenn skulu vera vel tækjum búnir og hafa með sér vana minkaveiðihunda ef þess er nokkur kostur.

Séu gildrur lagðar fyrir mink skal þannig um þær búið að öðrum dýrum stafi sem minnst hætta af. Ef fótbogar og dauðagildrur eru notaðar skal búa um þær þannig að minkurinn láti lífið á sem skjótastan hátt. Gerðir fótboga og gildra skulu hafa hlotið samþykki ráðgjafarnefndar um villt dýr.

Minkur sem næst lifandi skal aflífaður á sem skjótvirkastan hátt.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir minkagildrur, útg. af ust.
Takið vel eftir hvaða gildrur hafa ekki verið samþykktar.
Þá verður að hafa í huga að ströngustu reglur um meðferð á gildrum eru þær að ekki má fara frá gildru heldur vakta hana stöðugt.....


Samþykktar gildrur 2003. Fann ekkert yngra þar sem netið er gloppótt núna....

Eftirfarandi minkagildrur hafa fengið samþykki Ráðgjafanefndar um vilt dýr á Íslandi

Fótbogi
Fótbogar koma að gagni við margvíslegustu aðstæður bæði á láði og legi.

Hálsbogi
Hálsbogarnir eru einkar hentugir til að leggja fyrir op á holum og göngum.

Húnbogi
Byrjað var að nota húnbogann í nóvember 1998 og er hann norskur að uppruna. Gildran er þannig útbúin að öðrum dýrum en minkum stafar lítil hætta af henni.

Vatnsgildra
Er samsett úr röri sem liggur frá ár- eða vatnsbakka niður í búr sem er undir vatnsyfirborði.

Glefsir
Glefsirinn er ný gildra á markaðnum og litlar upplýsingar liggja fyrir um notagildi hennar.

Þríhyrnugildra
Þríhyrnugildran er smækkuð eftirlíking af rauðrefagildrum frá Danmörk og var tekin til notkunar hér á 8. áratugnum.

Ósamþykktar gildrur
StokkarStokkar sem veiða lifandi mink hafa ekki verið samþykktir af ráðgjafarnefndinni frekar en aðrar lífgildrur nema til minkarannsókna

Búrgildrur
Búrgildrur hafa ekki verið samþykktar af ráðgjafarnefndinni frekar en aðrar lífgildrur nema til minkarannsókna.

Sverrir
Gildra þessi hefur ekki verið tekin fyrir af ráðgjafarnefnd um villt dýr.

Röragildra
Gildran hefur ekki verið samþykkt af ráðgjafarnefnd um villt dýr.

Tunnugildra
Gildran hefur ekki verið samþykkt

kv hr

Skrifað þann 9 January 2013 kl 23:32

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Já ..... Sæll Jón R..... ! Það er mikið af mink með fjörum frá reykjavík til garðskaga og þar er heppilegast að grafa inn í bakka kassa með glefsu og hákarli sem beitu....

kv hr

Skrifað þann 9 January 2013 kl 23:38
« Previous12Next »