Þegar MJÖG vel er gert....

Smint

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hef sjaldan eða aldrei labbað út úr veiðibúð eins ánægður og í dag. Hef átt eina byssu núna í nokkur ár sem hefur stundum ekki verið til friðs og þurft að láta laga nokkrum sinnum. En alltaf verið smáræði og alltaf hef ég labbað inn með byssuna í þessa búð og fengið góða þjónustu og kurteisi. Hafa kannski ekki stórlegir hlutir verið að klikka en eins og ég sagði hefur hún klikkað á verstu tímum. Lenti núna í því að hún hætti að skipta sér og sendi þeim mail að aftur væri eitthvað að og þrátt fyrir mjög góða þjónustu þá væri þetta orðið frekar leiðinlegt. Fékk strax svar um að koma með hana og þeir mundu kíkja á hana. Þegar ég kom var ljóst að rörið sem geymir skotin var aðeins bogið (sást ekki með berum augum, en annað skiptið sem þetta gerist) og það var nóg til að hún kláraði ekki að skipta sér. Ég spurði hvort þeir ættu ekki nýtt rör og ég mundi skipta um það sjálfur enda ætlaði á gæs í fyrramálið. Hann sagðist eiga rör en spurði mig hvort ég vildi ekki bara fá nýja byssu í staðinn!! Fannst leiðinlegt að þetta vesen skuli alltaf halda áfram eftir að þeir höfðu lagað hana og bauð mér nýja í staðinn..
Frábær þjónusta og labbaði út vel sáttur við þessa verslun með nýja byssu á gæsina.

Þakka Veiðihorninu fyrir frábæra þjónustu!!

Tags:
Skrifað þann 31 October 2012 kl 18:54
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þegar MJÖG vel er gert....

En hver borgaði lögreglunni 5000kr fyrir umskráningu?

Skrifað þann 31 October 2012 kl 18:56

Smint

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þegar MJÖG vel er gert....

Hefði glaður borgað það sjálfur en þeir græuðu það líka

Skrifað þann 31 October 2012 kl 19:09

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þegar MJÖG vel er gert....

Þá fá þeir +
Mínar farir voru ekki alveg jafngóðar af þeim, en það er annað mál smiling

Skrifað þann 31 October 2012 kl 20:35

Python

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þegar MJÖG vel er gert....

Þegar að maður kaupir sér alvöru byssu þá gerist þetta nánast aldrei. Hef heyrt ófáar sögur af Stoeger byssunum frá Veiðihorninu. Hins vegar var þetta vel gert hjá þeim.

Kv. Slangan

Skrifað þann 31 October 2012 kl 20:42

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Þegar MJÖG vel er gert....

Vel gert

Skrifað þann 31 October 2012 kl 21:11