Þegar vel er gert....

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

.... á að segja frá því. Þar sem ég gat ekki splæst í Zeiss sjónauka, hafði bara ekki fjármuni í slíka gæðavöru núna, þá endaði ég með að kaupa mér sjónauka í ónefndri verzlun hér í bæ, sjónauka sem er ágætur og nægir mér alveg þar til ég á fyrir Zeiss eða Meopta. Það vildi þannig til að ekki var til hylkið utan af sjónaukanum og þá sló ónefnd byssudeild, sem var nýlega til umræðu hér á vefnum, helming af sjónaukanum. Þannig að nú á ég ágætan sjónauka fyrir spottprís.
PS: meina náttúrulega; slóu helming af verði sjónaukans ;)

Tags:
Skrifað þann 26 October 2012 kl 20:11
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Þegar vel er gert....

Af hverju þarf að fara í kring um hlutina? Ég tók eftir að hinn þráðurinn er horfinn. Er þetta ekki óþarfa viðkvæmni að ekki megi minnast á búðir og það sem starfsmenn gera vel eða illa?

Skrifað þann 26 October 2012 kl 21:14

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þegar vel er gert....

ja, sko, ég svo sem skil Hlaðmenn með það, þannig lagað, þeir hafa nú líklega ekki ætlað að hafa vefinn fyrir umræðu um samkeppnisaðilana, ég reyndar tók skýrt fram í fyrri þræðinum að mín aðal skotveiðibúð er Hlað. Var, er og verður. Ég bara því miður hafði ekki efni á að kaupa mér Zeiss. Hefði ekki hikað við að kaupa þennan 8x42 kíki hjá þeim ef ég hefði haft efni á því. Það er himinn og haf á milli þess kíkis og þess sem ég keypti mér.

Skrifað þann 26 October 2012 kl 21:26

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þegar vel er gert....

Ef þú ert að kaupa ódýran sjónauka þá ertu ekki að keppa við þá gæða vöru sem hlað er að selja svo það hlýtur að vera í lagi að tala um það.

Ég er bæði með dýran Zeizz og dýrasta nightforce en ég get alveg tjáð mig um ódýra Nikko Sterling sem ég á líka.

Skrifað þann 26 October 2012 kl 21:37