Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu félagar!

Þessi hugmynd kviknaði eftir að hafa farið yfir prófkjör stóru flokkana.
Stóru í háði því þarna er fólk að komast á þing eftir stórkostlega sigra í
prófkjóri ......með rúmlega þúsund atkvæði!!! Sumir með 200!!
Hvað skyldu vera margir skotvopnaeigendur, bara í Reykjavík?
Afsakið sjálfhverfuna ágætu landsbyggðarmenn og konur!
Einhverntíma var mér sagt að við hér á mölinni værum um 12.000.
Ef rétt er þá erum við næst stærsta aflið á eftir Sjálfstæðisflokknum,
klúbbur upp á eina fjóra til fimm þingmen!!!
Eigum við endalaust að láta valta yfir okkur?
Er ekki kominn tími til að við rísum upp og komum okkur upp talsmanni
við Austurvöll eins og til dæmis LÍÚ, SÁÁ, SÍBS, LANDSBJÖRG og ýmsir aðrir?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s. Stórfjöldskyldan er á tónleikum Björgvins Halldórssonar...
en ekki ég ...svo ég fékk það eftirsóknaverða hlutverk að hugsa um börnin!!!
Svo ekki verður um fleiri svör úr mínum ranni ...takk fyrir í kvöld!

Tags:
Skrifað þann 15 December 2012 kl 23:45
Sýnir 1 til 20 (Af 21)
20 Svör

mckinstry

Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Þetta er áhugaverð og snjöll uppástunga. Auðvitað verða skotveiði-, skotíþrótta- og byssuáhugamenn að eiga sinn fulltrúa á þingi. Við höfum reyndar átt hauk í horni í staka þingmanni en það er ekki alltaf nóg greinilega.

Eitthvað til að hugsa yfir hátíðirnar

Þorsteinn Svavar McKinstry

Skrifað þann 16 December 2012 kl 12:25

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Ágæti félagi Þorsteinn Svavar McKinstry
og aðrir sem kunna að hafa áhuga á málinu.

Því meira ég hugsa um þetta mál því betur íkar mér tilhugsunina
um okkar mann / menn ( sem auðvitað gætu líka verið konur) á Alþingi!
Ekkert áhugamál borgara þessa lands þarf að sæta álíka ofsóknum og okkar!
Við erum í algerri sérstöðu.
Bani maður öðrum með golfkylfu....dettur nokkrum í hug að það verði til þess
að herða eða takmarka eign manna/kvenna á slíkum búnaði?
Ekki nokkrum manni!!
En þegar framin eru óhæfuverk, jafnvel í annari heimsálfu, með skotvopnum
koma fram á sviðið allskyns þurfalingar athygli almennings og krefjast þess
að lög um eign skotvopna verði hert og helst slíkt eignarhald lagt af!
Og eingin segir neitt???

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s. Umdeildum grínara tókst að verða borgarstjóri án nokkurs baklands...
hugsið ykkur hvað við skotfólk gætum gert!!!

Skrifað þann 16 December 2012 kl 20:51

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Var mikið að pæla i prófkjöri i haust.
Leyst baa ekki á vinnustaðin.
Við Sigmar ræddum þetta soldið fyrir nokkrum árum.
Þyrftum þá að bjóða fram í öllum kjôrdæmum.

Franskir gerðu þetta náðu 11 inn fyrst en eru með 5 núna minnir mig.

E.Har

Skrifað þann 17 December 2012 kl 22:19

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Ágætu félagar Þorsteinn og Einar...og auðvitað við hinir!!

Þegar ég er að tala um þingmann er ég að tala í alvöru!
Í kjölfar óhæfuverkana í USA, verður sótt að okkur á
nýjum og röngum forsendum...við höfum guði sé lof ekki
orðið nokkrum að bana ....en verðum samt settir í flokk
þeirra sem slík ódæði frömdu!
Eins og ég lýsti í fyrri pósti þá munu allskyns sérfræðingar
skríða undan allskyns steinum og hafa gríðrlegar skoðanir
á skotvopnaeign og hvað eigi að takmarka í þeim efnum!
Ég kann að hafa sagt þessa sögu hér áður ef ekki þá njótið...

Fyrir mörgum árum var maður að nafni Gunnar Tryggvason
myrtur í leigubíl sínum hér í borg. Í kjölfarið fór fram einhver
umfangsmesta morðrannsókn Íslandssögunnar.
Þrátt fyrir að fjöldi góðra manna leggðu sig alla fram kom
sannleikurinn í þessu máli aldrei í ljós.
Hvers vegna er ég að rifja upp þetta gamla sakamál?
Jú það er vegna þess að af því má draga lærdóm...
sem við skulum halda til haga!
Á einhverjum tímapúnkti rannsóknarinnar, þegar okkar men voru algerlega strand, var ákveðið að þiggja aðstoð frá FBI!!
Móðir mín, nú látin, gengdi hlutverki túlks millum RLR og FBI.
Meðan á þessari rannsókn stóð fengu ráðamenn lýðveldisins þá
ótrúlegu hugmynd að gefa út yfirlýsingu sem efnislega sagði að
þeir sem ættu ólögleg vopn mættu skila þeim til embættis saksóknara
og ekki yrðu eftirmálar þar af!
Þegar fulltrúar Edgars Hovers sáu alla ganga embættis saksóknara
fulla af allskyns vopnum spurðu þeir móður mína hverju þetta sætti.
Þegar hún sagði þeim frá yfirlýsingu embættisins um sakaruppgjör
ef skilað yrði ....veltust þeir um að hlátri !!!
Og þeirra spurning var:
Hverjir haldið þið að séu að skila inn skotvopnum......
heiðarlegir borgarar eða glæpamenn!!!!

Með vinsemd,(og til umhugsunar!).
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 17 December 2012 kl 23:43

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Nú er þessi hugmynd vitaskuld góðra gjalda verð. Hins vegar verður að líta á það að í hinu stóra samhengi eru hagsmunir byssueigenda á Íslandi smámunir. Vel má vera að byssumenn séu 12000 talsins. Það þýðir þó ekki að þeir eigi öll önnur hagsmunamál sameiginleg. Hver þeirra þarf að líta til annarra hagsmuna. Hver gæti orðið afstaða byssumanna til alvöru mála; kvótamál, byggðastefnumál, öldrunarmál, vegagerð í þéttbýli, eignarhald á veiðilendum (sem er afar umdeilt í röðum skotmanna), fæðingarorlof, lífeyrismál, lánamál húsbyggjenda og svo framvegis? Ætli flestir skynsamir menn myndu ekki þegar til kastanna kæmi láta eitthvað af þessum málum ráða afstöðu sinni fremur en mál sem tengjast tómstundaiðkun? Gleymum svo ekki að til að koma manni að þarf ekki aðeins að fá hann kjördæmakjörinn heldur verður framboðið að fá fimm prósent atkvæða á landsvísu.
Mín skoðun er sú að vilji skotmenn fá rödd sem heyrist þurfi þeir að beita sér innan þeirra flokka sem möguleika eiga á að koma manni að. Sérframboð til Alþingis um tómstundaiðkun er ekki líklegt til árangurs. Síst á þessum síðustu og verstu tímum.
En kannski hef ég rangt fyrir mér. Ég held þó ekki. Hefur samstaða skotmanna um raunveruleg hagsmunamál sín verið órofa? Eru þeir t.d. allir meðlimir í Landssamtökum skotmanna? En Skotvís? Eru þeir á eitt sáttir um afgreiðslutíma skotsvæða? Eru veiðihundaeigendur hópur fermingarbræðra? Hljómar rödd eindrægninnar úr hverjum þræði á spjallborðum?
Jamm.

Skrifað þann 18 December 2012 kl 13:28

Euroshopper

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Þú ert eitthvað að misskilja. Það er ekki verið að tala um að stofna einhvern flokk.

Skrifað þann 18 December 2012 kl 14:00

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Kannski. En samt talar Einar H. um vangaveltur um framboð veiðimanna fyrir nokkrum árum og um byssueigendur og flokk þeirra á franska þinginu. En sé ekki verið að ræða sérframboð, þá geta byssueigendur vitaskuld beitt sér í prófkjöri og þá erum við að tala um það sem ég nefndi; að beita sér innan flokks. En byssueigandi sem vildi ná árangri á slíkum vettvangi þarf auðvitað að hafa stefnu á öðrum sviðum líka því tæplega, eftir því sem vindar blása um þessar mundir, myndi virka að kynna sig með stefnu í einu máli. Og þá myndu þátttakendur náttúrlega taka afstöðu til frambjóðandans, hver eftir sínum smekk og hugðarefnum. Og málefni byssueigenda eru ekki ofarlega á vinsældalistum um þessar mundir.
En langi einhvern til að prófa verður prófkjör hjá FLokknum í Suðurkjördæmi þann 26. janúar. Við skulum sjá til hvernig byssumönnum gengur að fella Jónsen. Góða skemmtun!
Við nánari athugun mun þetta víst ekki ganga því framboðsfresturinn rann út á föstudaginn var. En þá er bara að finna einhvern sem veit hvað snýr fram og aftur á byssu og er í framboði þarna og styðja hann.

Skrifað þann 18 December 2012 kl 14:19

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Ágæti félagi Valdur.

Til að byrja með.. þakka þér málefnalegar umræður hér á þessum stað.

Ég hefi hugsanlega ekki ekki orðað þessa hugsun mína nógu skírt.
NRA þeirra bandarísku eiga ekki menn á þingi eins og við vitum,
en þeir eiga fjölmarga menn á þingi sem vita að þeir væru þar
ekki ef ekki væri fyrir meðlimi NRA! Það er hugsunin.
Ef við tökum íslenska hliðstæðu þá gætu okkar menn komið
úr hvað flokki sem er...og haft agalegar áhyggjur af öldruðum,
kvótamálum, virkjunarmálum eigin eftirlaunum eða hvað er þessu
fólki tamast að tala um!
En þegar mál er varðar stöðu skotvopnaeigenda koma á borð þessa
fólks ...þá veit það hver raunverulega réði það í þægilega innivinnu!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
Sem telur lífsnauðsynlegt fyrir áhugamenn um notkun skotvopna
að koma sér upp baklandi á Alþingi!

Skrifað þann 18 December 2012 kl 19:54

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

hvernig væri að þú myndir bjóða þig fram Magnús í einhverjum nothæfum flokki, þú hefur nóg af stuðningsmönnum úr flokki byssueigenda til að koma þér á þing, svo er bara að finna flokk sem er tilbúinn að setja þig ofarlega á lista miðað við að þú komir með 10.000+ atkvæði með þér...

Skrifað þann 19 December 2012 kl 15:08

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Ég myndi kjósa kallinn

Skrifað þann 19 December 2012 kl 17:09

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Miðað við fjölda þeirra sem kjósa flokkana er borðleggjandi að til þess að komast í öruggt sæti hjá einhverjum þeirra er vænlegast til árangurs að bjóða sig fram hjá framsókn eður vg. Magnús; hvorn má bjóða þér?

Skrifað þann 19 December 2012 kl 19:22

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Ágæti Valdur !

Til 33 ára leiddi starf mitt til náinna kynna við stjórnmálamenn
allra flokka sem sæti eiga á Alþingi og Borgarstjórnar RVK.
Því get ég sagt þér, og öllum örðum, að tilhugsun þessa
fólks um einhver þúsunda atkvæða til viðbótar breytir
goggunarröðinni þegar að framboðsmálum kemur...ef aðeins
leiðtogasætið er öruggt!!
Í ljósi þessar staðreyndar er Framsókn eða Vinstri Grænir ekkert
betri kostur en hvað annað......sem skiptir reyndar engu máli þar
sem ég er að tala um að við eignumst þingmenn með sama hætti
og NRA og lýst hefur verið í fyrri pósti.

með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 19 December 2012 kl 20:02

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

ef við ætlum að fá þingmann sem þegar er í framboði þá verðum við að finna einhvern sem er ekki kominn inn á þing, því allir sem sitja á þingi eru þegar í eigu einhvers hagsmuna aðila, við þurfum að finna einhvern sem er ekki búið að kaupa því ekki þýðir að hafa einhvern sem er að berjast fyrir marga mismunandi aðila þar sem hagsmunir geta skarast...

hver er svo í framboði sem er nægilega viðkunnandi til að geta komið okkar sjónarmiðum á framæri ?

að fá einhvern fúlan á móti dugar ekki, svoleiðis alþingismenn skaða okkar málstað.. svona eins og Stenbítur, Jórhanna og Ölmundur...

Skrifað þann 19 December 2012 kl 20:09

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Ágæti byssur infó.

Ég er algerlega sammála þér hvað varðar nauðsyn þess að freista þess að
virkja nýtt fólk sem líklegt er að komist á þing.
Að eiga við sitjandi þinmenn er eins og að hvetja dauðan hest!
Sitjandi þingmenn eru allir búnir að tryggja (selja sálu sína) sér stuðnungs einhverra
þrýstihópa eða samtaka.
Þannig er þetta Alþingi okkar...því miður!
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 19 December 2012 kl 20:29

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Já. Vitaskuld hefur hver sinn smekk. En ef málið snýst um það að þrýstihópar kaupi sér þingmenn, hverra sannfæring selst hæstbjóðanda, að bandarískum hætti þá verð ég ekki með, en það munar kannski ekkert um það. Auk þess snýst stuðningur NRA, sem er haldið uppi með fé frá vopnaframleiðendum að talsverðu leyti, og annarra hópa fyrst og fremst um að kosningabarátta þingmanna er styrkt með fé. Nú er talið að þingsæti Gulla, þegar hann skúbbaði Bíbí til hliðar í prófkjöri FLokksins, hafi kostað 25 millur. Myndu skotmenn á Íslandi vera til með að leggja fram slíkar fjárhæðir? Munum að þessi reiknuðu 12000 atkvæði dreifast á mörg kjördæmi. Væri Kári frá Flatatungu, svo að ég nefni nú einn góðan dreng sem vill framgang skotmanna sem bestan, til með að styrkja prófkjörsframbjóðanda í 101 Reykjavík? Eða Þorsteinn Halldórsson á Blönduósi svo annar prýðispiltur sé dreginn í umræðuna.
Kannski.

Skrifað þann 19 December 2012 kl 20:39

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

þegar kemur að skotvopnum og lögum þeim tengdum þá skiptir engu frá hvaða kjördæmi talsmaðurinn kemur, við höfum ein lög sem gilda fyrir allt landið og því breytir engu með kjördæmi talsmannsins, hann talar alltaf fyrir allt landið.

þessvegna getur byssufólk hvar sem er á landinu tekið sig saman og stutt einn alþingismann sem er tilbúinn að berjast fyrir okkar málstað.

Skrifað þann 19 December 2012 kl 20:52

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Ágæti Valdur! Mikið skelfing væri gaman að vita hvað þú heitir!

þú segir;
Já. Vitaskuld hefur hver sinn smekk. En ef málið snýst um það að þrýstihópar kaupi sér þingmenn, hverra sannfæring selst hæstbjóðanda, að bandarískum hætti þá verð ég ekki með, en það munar kannski ekkert um það. Auk þess snýst stuðningur NRA, sem er haldið uppi með fé frá vopnaframleiðendum að talsverðu leyti, og annarra hópa fyrst og fremst um að kosningabarátta þingmanna er styrkt með fé. Nú er talið að þingsæti Gulla, þegar hann skúbbaði Bíbí til hliðar í prófkjöri FLokksins, hafi kostað 25 millur. Myndu skotmenn á Íslandi vera til með að leggja fram slíkar fjárhæðir? Munum að þessi reiknuðu 12000 atkvæði dreifast á mörg kjördæmi. Væri Kári frá Flatatungu, svo að ég nefni nú einn góðan dreng sem vill framgang skotmanna sem bestan, til með að styrkja prófkjörsframbjóðanda í 101 Reykjavík? Eða Þorsteinn Halldórsson á Blönduósi svo annar prýðispiltur sé dreginn í umræðuna.
Kannski.

Ég vek sérstaka ayhygli á því sem þú segir hér:

Nú er talið að þingsæti Gulla, þegar hann skúbbaði Bíbí til hliðar í prófkjöri FLokksins, hafi kostað 25 millur. Myndu skotmenn á Íslandi vera til með að leggja fram slíkar fjárhæðir?

Í fyrri pósti þakkaði ég þér fyrir málefnalega umræðu...er hræddur um
að ég verði að draga það til baka!

Og í ljósi þess síðsta pósts þíns skil ég hvað þú ert að fara!!
Þú virðist því miður ekki hafa áttað þig á að hugmynd mín
snýst ekki um flokka ...heldur einstaklinga!
Þú virðist vera að reyna að staðsetja mínar hugmyndir í einhverjum flokkum..
gleymdu því og einbeittu þér að aðalatriði málsins...hvað er okkur skotmönnum
helst til gagns og framdráttat!

Magnus Sigurðsson

Skrifað þann 19 December 2012 kl 22:48

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

Nú er það svo að það sem einum sýnist málefnalegt kann öðrum að virðast skætingur. Það sem ég ætlaði að koma á framfæri er að mér finnst það ekki góðum málstað til framdráttar að kaupa sér fulltrúa á þing. Í framhaldi af því benti ég svo á að slíkt gæti reynst kostnaðarsamt og dró fram dæmi því til stuðnings. Ef það stuðar þig að heyra menn nefnda gælunöfnum get ég svosem bent á að konan hans Guðlaugs Þórs kallar hann Gulla og vinir Björns Bjarnasonar kalla hann Bíbí (BB). Ef þér finnst þetta vera ómálefnalegt get ég ekkert að því gert. Ef ómálefnalegheitin stafa hins vegar af því að mér finnst þessi ráðagerð ekki ráðleg og er þar af leiðandi andvígur þinni skoðun þá er ég ekki viss um að við skiljum orðið ómálefnalegur sama skilningi.
Verður þá svo að vera.

Skrifað þann 19 December 2012 kl 23:04

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að eignast fulltrúa á Alþingi?

keyptur stuðningur þarf ekki að vera í krónum talinn, atkvæðið okkar kostar eitt pennastrik, en það pennastrik getur ráðið úrslitum hvort viðkomandi verður alþingismaður eða ekki.

fyrst er að finna einhvern í framboði sem er með byssuleyfi og helst virkur annaðhvort í veiði eða skotfimi.

þegar sá aðili er fundinn þá er bara að setjast niður með honum og sjá hvernig hugmyndir viðkomandi eru gagnvart vopnalaga frumvarpinu og hvort viðkomandi vilji berjast fyrir réttindum byssueigenda.

ef viðkomandi vill gera það gegn því að hann fái stuðning til að komast á þing þá er ekkert annað að gera fyrir byssueigendur en að kjósa viðkomandi, sama þó hann sé í öðrum flokki en við viljum fá í stjórn.

það þarf alltaf að gera málamiðlanir, ef við viljum fá að kaupa .44 magnum nýja úr verslun þá gætum við þurft að kjósa einhvern sem vill líka berjast fyrir nýjum göngum á vestfjörðum, hækkun eftirlaunaaldurs, skerðingu lífeyris eða eitthvað þessháttar... við getum ekki stjórnað viðkomandi í þeim málefnum sem hann vill berjast fyrir svo lengi sem okkar málefni eru líka tekin fyrir.

Skrifað þann 19 December 2012 kl 23:37
« Previous12Next »