Eigum við að reyna?

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu félagar!

Eins og öllum er kunnugt þá hefur Hjalti Stefánsson verið duglegur við að
festa á filmu allskonar uppákomur okkar skotmanna til margra ára .
Eins og fram kemur hér á spjallborðinum tekur hann vel í að setja saman
mynddisk með efni úr hans ranni. Takkk fyrir það ágæti félagi!
Nú spyr ég: Eru einhverjir fleiri sem eiga efni tengt þessu áhugamáli okkar?
Hreindýraveiðar, gæsaveiðar, rjúpnaveiðar, andaveiðar.....skotmót...refaveiðar..
allt efni sem tengist þessu sameiginlega áhugamáli okkar.
Það sem fyrir mér vakir er að freista þess að opna augu almennings fyrir þeirri
staðreynd að við erum ekki stór hættulegt lið...við erum vélvirkjar...læknar..mæður
og feður...afar og ömmur.. keyrum strætó ..erum bændur.....sjómenn....
erum bara venjulegir Íslendingar sem höfum áhuga á ábyrgri notkun skotvopna!
Ágætu félagar , hvernig lýst ykkur á hugmyndina?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
sem finnst við vera hálf varnarlaus gagnvart fjölmiðlum og þeirra fordómum.

Tags:
Skrifað þann 9 December 2012 kl 18:48
Sýnir 1 til 12 (Af 12)
11 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að reyna?

Ágætu félagar,,, konur jafnt sem kalar!

Nú virðist sem 344 aðilar hafi skoðað þennan póst ........
án þess að tjá sig í eitt einasta skipti!!!!!!!!
Þýðir það að þið, ágætu félagar, séuð ósammála þessari
hugmynd?
Hugmyndin er sú að safna saman öllum gögnum sem við
eigum, hugsanlega, um sögu okkar sem veiðimenn og
íþróttaskyttur hér á landi! Það er allt og sumt!
Það er gáta lífs míns hvernig það getur skaðað okkur!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 11 December 2012 kl 21:33

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að reyna?

Mér líst feikivel á þeta.
Á ekkert efni en það sem ég hef séð frá Hjalta er allt meira og minna töff svo hugmyndin er fín.

Fæst auðvitað ekki sýnt á Ruv þar sem aðrar hvatir ráða efni þar.

En ef ég get einhvað gert til að styðja þetta hnippið í mig.

E.Har

Skrifað þann 12 December 2012 kl 9:17

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að reyna?

Ágæti félagi E. Har.!

Takk fyrir þitt innlegg!


Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 13 December 2012 kl 14:02

sækópat

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að reyna?

Það væri gaman að sjá afraksturinn. Er ekki bara málið að fáir eiga nothæf myndbönd? Á ekkert svona sjálfur.

Kv. Stefán Jökull

Skrifað þann 13 December 2012 kl 14:58

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að reyna?

Ágæti félagi Stefán Jökull.

Það er alveg ótrúlegt hvað kemur upp úr kistunum
þegar maður fer að róta!
Hvað mig varðar er nánast allt mitt myndefni tengt
laxveiðum, sem er ekki óeðlilegt þar sem ég vann
við þesslags veiðar í 33 ár!
En ég spyr mig líka...hvers vegna svona lítið efni tengt
riffil áhuga mínum...en hann er ég búinn að burðast með
í 54 ár!? Spyr sá sem ekki veit! (beit..fyrir vin minn Eirík Björnsson!).
Þessi hugmynd mín er ekki fast mótuð en gengur út á að
safna eins miklu efni og kostur er og sjá svo hvað hægt er
að gera við það...ef eitthvað .
Eins og ég hefi áður sagt þá finnst mér við skotmenn/konur vera
raddlaus þegar ráðist er að okkur í fjölmiðlum.
Einhverjir ógæfumenn, jafnvel frá öðrum löndum, ógna fólki með
byssum (sem reyndust sem betur fer vera platbyssur) og eihverjir
hverfúlantar á Alþingi (af öllum stöðum) og sjálfskipaðir sérfræðingar
úr fjólmiðlastétt reyna að espa þjóðina gegn almennri skotvopnaeign!!
Og engin sagði neitt!?
Það sem ég er að reyna að segja, ágæti félagi, er að við þurfum að
styrkja ímynd okkar gagvart almenningi.....Sammála?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 13 December 2012 kl 19:34

sækópat

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að reyna?

Jú það er rétt, nægar eru ranghugmyndirnar.

Tilfellið er nefnilega að við erum (sem og víða annars staðar í heiminum) bagaðir af óraunhæfum væntingum hálfraunveruleikafirrtra einstaklinga, sem vilja valda okkur meiri skaða en við dýrunum. Grimmdin sem við beitum skepnurnar o.s.frv. (þú kannast við þetta)

Þar er einmitt tækifæri til upplýsingar. Við erum í óða önn að taka til í okkar ranni, kynna íþróttina samfara veiðimennskunni og ég veit ekki hvað.

Ég styð hugmyndina, kastaði hinu fram sem almennri vangaveltu, að kannski séu menn feimnir við almannaróm, ef þeir sjást skjóta af byssu, tala nú ekki um ósköpin, að drepa skepnu. wink

Kv. Stefán Jökull, sem bíður eftir að ná heilsu og leggjast út með Rugerinn sinn.

Skrifað þann 13 December 2012 kl 21:48

baraaddi

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 2 August 2012

Re: Eigum við að reyna?

Mér finnst þetta frábær hugmynd, ef ég ætti eitthvað efni þá myndi ég vera tilbúinn að leggja það fram strax! Held að ég byrji núna á því að taka upp efni svo ég geti lagt fram eitthvað efni. Endilega halda þessari umræðu uppi og láta verða af þessu, þetta er akkúrat það sem vantar til þess að vekja áhuga og skilning almennings á þessu sporti okkar og áhugamáli.

Bestu kveðjur
Arnar Bjarki

Skrifað þann 13 December 2012 kl 22:56

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að reyna?

Ágætu félagar!!

Er þetta ekki upphaf af einhverju !!
Ég spyr ykkur ágætu félagar.
Ég segi enn og aftur... okkur vantar talslmann ....
þegar að okkur er veigið...og það er æði oft!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 13 December 2012 kl 23:25

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að reyna?

Kv. Stefán Jökull, sem bíður eftir að ná heilsu og leggjast út með Rugerinn sinn.

Ágæti félagi!

Vona að þú náir fyrri styrk svo þú getir tekið til þinna ráða!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 14 December 2012 kl 22:49

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að reyna?

Styð málefnið heilshugar. Á ekki efni úr skotveiðideildinni,en kannski það ætti að breytast. Framtakið er brilliant,og má alveg berast. Við veiðimenn/konur erum venjulegt fólk sem viljum fara og förum að lögum í skotvopnaeignum. Og notkun á þeim.

Skrifað þann 14 December 2012 kl 23:02

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við að reyna?

plaffmundur (Góður! en gaman væri að geta ávarpað þig með nafni)

Takk fyrir þitt innlegg!

Við verðum að ná áttum ef ekki á illa að fara!

Er möguleiki á að við skotkonur/menn getum staðið samam og
myndað heild.....heild 12.000 skotvopna eigenda á Reykjavíkur svæðinu?
Það er nóg til að tryggja 5 - 6 þingmenn á Alþingi!!
Hvar í flokki sem þeir kunna að vera......munum enga pólítík...alls enga!
Stöndum vörð um áhugamál okkar...það gerir engin fyrir okkur!!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 14 December 2012 kl 23:21