Eigum við heima hér?

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu vinir Hlaðverjar!

Því meira ég velti því fyrir mér finnst mér einsýnt að það vanti stað
svipuðum þessum fyrir meðlimi Skotfélags Reykjavíkur.
Við erum að tjá okkar skoðanir undir liðnum Almennt um veiði
en erum að fjalla um allt aðra hluti!
Væri ekki frábært ef meðlimir SR gætu tjáð sig um áhugamál sín
hvað varðar markskotfimi á spjallborði Skotfélags Reykjavíkur?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Tags:
Skrifað þann 9 March 2013 kl 20:03
Sýnir 1 til 12 (Af 12)
11 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við heima hér?

.

Skrifað þann 9 March 2013 kl 20:12

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við heima hér?

Sæll Magnús, Þarf SR heilan vef útaf fyrir sig er spurt. Hérna undir almennt um veiði get ég ekki betur séð en það sé rætt allt sem okkur dettur í hug.

Eða ertu að leita eftir lokuðum vef fyrir eingöngu meðlimi SR?

kv Atli S

Skrifað þann 10 March 2013 kl 0:25

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við heima hér?

Held að Magnús hafi verið að hugsa frekar um vef eða svæði fyrir skotfimi sem kæmi veiðum ekkert við.
Og bara svo ég strýði honum aðeins en í góðu smiling þá er mikill munur á veiðimanni og stilliskrúfu karli smiling
En ég segi þetta bara svona í góðlátlegu gríni því ég veit að margir af þeim köllum eru góðir veiðimenn.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 10 March 2013 kl 0:33

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við heima hér?

.

Skrifað þann 10 March 2013 kl 8:50

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við heima hér?

Hef nú séð frábæra leirdúfu skyttu ekki hitta gæs nánast á hlaupinu hjá sér!! Hef líka séð stilliskrúfukall ekki hitta fugl á 110m enda svo spenntur og stressaður við þetta, það að veiða og skjóta svo á pappa er tvennt ólíkt og get sagt það með sanni að td ef gisminn fengi sér BR riffil yrði hann með þeim betri hef séð mann fjandann taka fugl á rúmlega 400m á girðingastaur!!!

Skrifað þann 10 March 2013 kl 11:14

Hafst1

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við heima hér?

Daníel. Viltu lesa í rólegheitum svarið hjá Gismanum og svo þér tvisvar yfir. Þetta er akkúrat svona sem allir þræðir snúast uppí vitleysu hérna. Það er alltaf þessi keppni sem allt virðist snúast um og að vera betri en hinir.

Skrifað þann 10 March 2013 kl 11:19

mckinstry

Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við heima hér?

Sælir allir spjallverjar

Ekki þykir mér óliklegt að eigandi spjallborðsins tæki vel í það að fjölga spjallflokkunum um einn eða tvo. þ.e. bæta við t.d.: skotíþróttum og etv. einnig endurhleðslu líkt og hann gerði hér um árið þegar að gátukallar og hundaeigendur voru við það að yfirtaka spjallborðið. Það væri etv. reynandi að senda fyrirspurn um málið til þess sem einhverju ræður um þetta t.d. með símtali því ég er ekki viss um að Hjálmar liggi yfir þessum spjallborði af sama ákafa og ýmsir aðrir.

Kveðja

Þorsteinn Svavar McKinstry

Skrifað þann 10 March 2013 kl 11:38

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við heima hér?

.

Skrifað þann 10 March 2013 kl 12:30

Mighty mouse

Svör samtals: 24
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við heima hér?

Ja mikið andskoti heldurðu þig vel Daníel. smiling

Miðað við myndirnar af þér frá Áramótinu hefði ég haldi að þú værir um þrítugt. awkward

Eða er þetta eina og annað sem kemur frá þér, það þarf að deila í það með 10? wink

Mighty ....... sem getur nú stundum blöskrað.angry

Skrifað þann 10 March 2013 kl 12:57

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við heima hér?

.

Skrifað þann 10 March 2013 kl 13:30

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eigum við heima hér?

Ágætu félagar!

Nei, auðvitað er ég ekki að tala fyrir einhverju lokuðu spjallborði
fyrir riffilskyttur SR!
Ég er bara að velta fyrir mér hvort að mönnum sem vilja tjá
sig um veiði þyki ekki þreytandi að lesa um þetta dót sem við
skrúfukarlarnir erum að fjasa um dagin út og dagin inn?
Kannski kom Þosrteinn með lausnina...fleiri umræðuflokkar.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 10 March 2013 kl 20:35