Eitt riffillcaliber í (flest)allt

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Þessi þráður er orðinn mun fróðlegri en mig óraði fyrir. Þakka ykkur öllum fyrir athyglisverð og fræðandi innlegg. Þetta fer allt í sarpinn.

C47

Skrifað þann 10 June 2014 kl 20:56

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Meira að segja með Sauer 202 Take Down þarf ekki að losa neinar skrúfur....bara ýta á einn takka og skipta um hlaup.....tekur nokkrar "sekúndur" smiling

Þessir þýsku rifflar eru alvöru rifflar, fjölhæfir, praktískir, vel smíðaðir og rosa nákvæmir ........á einn Sauer 202 með 3 hlaupum sem er í raun allt sem ég þarf til að veiða með.

Skrifað þann 10 June 2014 kl 20:57

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

tek undir allt sem konnari segir. á líka sauer 202 í 6,5x55. besta fjárfesting sem ég hef gert tengt skotveiði.

Skrifað þann 10 June 2014 kl 21:07

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Félagi toti sesar.

Kannski ertu að misskilja mig?
Ég er að tala um að nota einn lás en 2,3.4 eða guð veit hvað mörg hlaup á hann.
En auðvitað er meira maus að skipta um hlaup á Remington en hinum þysku kjörgripum.
Alveg makalaust snjallar lausnir!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 11 June 2014 kl 12:17

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

ég er ekkert að misskilja þig held ég. þú ert örugglega að tala um að setja múffu a remman svo hægt sé að skipta um hlaup en nota sama láskassa

ég er að tala um þetta kerfi hér sem kemur orginal frá verksmiðju

http://www.youtube.com/watch?v=YVhcRDuR-Hk&index=9&list=PLaLGjR5x2l...

það eru mörg önnur video til þarna á youtube.. það er bara að skoða og læra smiling
með að skipta um bolthead geturu skotið allt frá ,222 til ,458 lott með sama riffli

Skrifað þann 11 June 2014 kl 14:36
« Previous12Next »