Eldun á gæsabringum

smidurinn

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir/sælar

Var svona að forvitnast hvort að menn vissu um góða uppskrift/eldun á gæsabringum?
á nokkrar í frosti og langar að fara gera eithvað gott úr þeim smiling

Kv. Róbert

Tags:
Skrifað þann 22 November 2013 kl 12:04
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eldun á gæsabringum

Marenera í bláberjasuktu, smá soja, villijurtir frá pottagöldrum og smá Rosmarin.
Liggja í þessu í ca 12-24 tíma.
Smjörsteikja á pönnu. Brúna vel.
Setja inní 185° c ofn í 4 mín. taka út í þrjár, aftur það sama.
Setja inní 3 mín og taka út og láta standa í 10 mín.
Breiða yfir fatið til að halda heitu en ekki loka alveg, heldur steikin áfram að bakast. Leyfa henni að "anda"

Skrifað þann 23 November 2013 kl 18:59

rannuG

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eldun á gæsabringum

Grafin gæs með klettasalati, verður ekki betra
1 stk gæsabringa
2 msk gróft salt
1 tsk sykur
2 msk villijurtablanda frá pottagöldrum
1/2 tsk mulinn svartur pipar
1/2 tsk mulinn rósapipar

Blanda kryddinu saman og láta bringuna vera í ískáp með saltblöndunni í
4-6 tíma, þrífa af og strá vel yfir af villijurtablöndunni frá pottagöldrum
og geyma í ískap í ca. 1 dag.

Sósa
1. dl ólífuolía
2 msk balsamic edik
1/2 lítill fínt saxaður rauðlaukur, jafnvel aðeins minna
1/2 msk rifsgel
1/2 msk bláberjasulta

Skrifað þann 26 November 2013 kl 18:32

smidurinn

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eldun á gæsabringum

þakka svörin strákar, hljómar vel ætla prufa þetta smiling

Skrifað þann 29 November 2013 kl 8:30

rannuG

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eldun á gæsabringum

Bara muna að hreinsa himnuna og fitu vel af bringunum. getur geymt afskorninginn og notað í soð

Skrifað þann 29 November 2013 kl 13:02