Elgsveiðar í Svíþjóð.

Deddi

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir, getur einhver upplýst mig hvaða formleg leyfi þurfi (veiðkort / brb. skotvopnaleyfi ?) og hvar á að nálgast skriffinnana til að afla þeirra ef maður er svo heppinn að fá boð um að hjálpa til að fella Elg í Svíþjóð. Er með Euro skotvopnapassa og náttúrulega ísl. veiðikort.
Kv. Deddi

Tags:
Skrifað þann 13 August 2012 kl 8:18
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

Hjalli

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Elgsveiðar í Svíþjóð.

Sælir

Svíar er nokkuð spes í þessu og til að fara með byssu þangað er nokkur pappírsvinna, byrjaðu á að sækja um enska útgáfu af íslenka veiðikortinu hjá UST, þeir senda þér það á pdf ef þú biður um, svo ef þú sendir mér póst á hjalli hjá hlad.is þá get ég sent þér umsóknarblaðið handa sænsku lögreglunni, sem ég fyllti út síðast þegar ég var á elgsveiðum þar.

Sem sagt enska útgáfu af veiðikortinu okkar, copy af vegabréfi og byssuleyfi auk sænska eyðiblaðsins en þar kemur fram hvar veiði fer fram og hverjir bjóða manni og ábyrjast mann og þetta sendiru á þinn mann úti.

Kv. Hjalli

Skrifað þann 13 August 2012 kl 22:45