Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Ágæti félagi C 47!

Burt séð frá öllum heimsins hausskotum ..furðuleg umræða !!!
Hvers vegna í ósköpunum geta menn ekki hæft 4 tommu skotmark
á 300 metra færi?

Ég held að þú hafir meira gaman af skotfimi en svo að vera
velta fyrir þér einhverjum krónum og aurum!
Til lengri tíma litið er ódýrara að hlaða sín skot sjálfur.
Þegar þú hefur náð tökum á endurhleðslu riffilskota lítur
þú aldrei aftur. Þú átt í vændum að búa til skotfæri sem
eru helmingi, eða meir, nákvæmari en verksmiðjuskot.
Einföld staðreynd.
Gangi þér sem allra best.

Mbk.
Magnús

Skrifað þann 9 March 2014 kl 19:01

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Sæll vertu Magnús.
Þótt ekki sé ég hokinn af reynslu þegar kemur að hreindýraveiðum þá hef ég nokkrum sinnum farið með og hefur mér tekist að sjá ýmislegt.
1) Veiðimaðurinn hitti ekki tarf á 250m færi, ástæðan líklega að hlaupið var laust frá skeptinu. Reynsluleysi að verða ekki var við þetta

2) Veiðimaðurinn hitti ekki tarf af 70m færi. Skotin voru hlaðin af þekktum byssusmið hér í borg. Bæði gler og byssa voru af viðurkenndri gerð. Kailber 270win. Ástæða? Taugaveiklun. það er ekki hægt að skýra þetta öðruvísi. Það var allavega logn og aldrei þessu vant á austfjörðum, fínasta skyggni. ;)

3) Veiðimaður með þriggja skota (já þriggja skota reynslu af notkun riffla) skaut beint í hjartað á 300m færi í talsverðum hliðarvindi. Heppni og ekkert annað.

Nú er ég bara aumur flatlendingur með litla reynslu en get vel ímyndað mér að margur leiðsögumaðurinn hafi séð margt furðulegt í sínum störfum. Það er sitthvað að sitja við borð og skjóta af riffli þegar hentar. Og nú segi ég þetta ekki til að tala niður til BR manna. Ég ber mikla virðingu fyrir því sporti. Það er bara allt annað mál að vera á veiðum. Atriði eins og þreyta, hungur, taugaveiklun, kuldi, reynsluleysi, dýrið hreyfir höfuðið í þann mund sem hleypt er af eða blanda af þessu öllu gera það að verkum að það ætti aðeins að hvarfla að reyndum skyttum að skjóta hreindýr hausskoti. Við hinir ættum að láta hjarta- og lungnasvæði duga þar til reynsla og kunnátta býður uppá annað.

p.s Riffilreynsla mín er rúmlega 200 skot og ég er því ekki þess umkominn að kalla mig vanan en áhugann vantar ekki, nú er aðalmálið að útbúa sér aðstöðu til að geta sinnt áhugamálinu.

Skrifað þann 9 March 2014 kl 20:26

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

„Hvers vegna í ósköpunum geta menn ekki hæft 4 tommu skotmark
á 300 metra færi?“
Einfaldlega vegna þess að þetta skotmark getur hreyfst á þeirri stundu sem líður frá því tekið er í gikkinn og þar til kúlan er komin þangað sem markið var.

Skrifað þann 9 March 2014 kl 20:27

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

miðað við 3000fps hraða á kúlu þá er hún 1/3 úr sekúndu að fara frá riffli og hitta bráð á 300m, þó að dýrið byrji að halla haus um leið og tekið er í gikkinn þá nær hausinn ekki að hreyfast nema örfáa sentimetra á þessum tíma og því mun kúlan alltaf hitta vel innan 4" hrings sem miðað var á.

þegar færið er komið í 800m og þar yfir breytast hlutirnir hratt, kúlan hefur hægt mikið á sér og það getur liðið vel yfir sekúnda frá því að hleypt er af þangað til að kúlan lendir og á þeim tíma getur margt gerst.

Skrifað þann 9 March 2014 kl 21:10

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

hmm já 2014
Nú erum við komnir út fyrir mína reynslu og þekkingu. Eina sem ég veit er að ég myndi velja öruggasta svæðið. Eins og áður sagði, þeir sem vilja hausskjóta, geta gert það án gagnrýni af minni hálfu. Ég veit bara að ég mun ekki hausskjóta þetta árið smiling

Skrifað þann 9 March 2014 kl 21:20

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Ágæti Þorvaldur.

Ef ég man rétt þá upplýstir þú okkur Hlaðverja um
að þú værir íslenskufræðingur...sem er hið besta
mál eins og börnin segja. Allra besta mál!
En er þá ekki rétt ályktað hjá mér að þú hafir verið
í máladeild í menntaskóla? Sem sagt ekki raungreina maður?
Þetta eru nokkuð löng aðfaraorð að einfaldri spurningu:
Hefur þú orðið vtini að því að bráð hafi hreyft sig
svo mjög að skot hafi geigað frá því augnabliki að
skyttan þrýsti á gikkin þar til kúlan hitti í mark?
Ég hefi aldrei fellt hreindýr en ég hefi ekki tölu á þeim
selum sem ég hefi skotið á liðnum áratugum.
Aldrei upplifði ég að dýrið hreyfði sig svo skot geigaði!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 9 March 2014 kl 21:27

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Það er einföld fræði hjá þeim sem þekkja að viðbragðstími fyrir skyttu að bregðast við hreyfingu í þessu tilfelli skotmarks eru tæpar 3 sekundur (1 sek að sjá 2 sek að bregðast við og 3 að klára að skjóta eða hætta við) svo 4 tommu skotmark sem fer á hreifingu og ég gef mér að 4 tommurnar séu hringur og ég miði í miðju þá þarf bara 2 tommur í einhverja átt og skotið geigar.
Ég ættla aðeins að koma að hauskotinu aftur.
Heili í hreindýri á hlið er álíka og kreptur hnefi séður á hlið ca 7cm og ef skytta er ekki með varmint kúlu til að splúndrast í hausnum verður kúlan að hitta heilan annars er sært dýr á hlaupum með blóðnasr eða vantar kjálka en lifandi.Ekki voða falleg mynd.
Ég treysti mér ekki til að hitta 7cm svæði á 300 með möguleika á hreyfingu.Dýrið þarf bara að líta upp um leið og verið er að taka í gikkinn.
Vonandi hjálpaði þetta aðeins
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 9 March 2014 kl 22:36

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

C47 (skrítið nafn, en gott og vel)

Þú hefur nú greinilega meiri reynslu af hreindýraveiðum en margur annar og hefur þess vegna komist að sömu niðurstöðu og flestir sem hafa þessar veiðar að atvinnu. Það er lang öruggast og best að skjóta hreindýr ofarlega í brjóstholið.

Það er stórt skotmark sem hreyfist lítið.
Þú blóðgar dýrið með skotinu og þarft ekki að spá meira í það.
Þú missir dýrið síður frá þér þó svo að skotið geigi um nokkra sentimetra.
Það minnkar likurnar á að skjóta þurfi fleiri en einu skoti á hvert dýr eins og stundum vill verða þegar hauskot klikka.
og svo mætti lengi telja.

Það er algjört rugl að halda því fram að lungnaskot skemmi eitthvað af kjöti, það segja bara menn sem hafa ekki reynsluna og þekkingu til að gera það rétt.

Það er alltof algengt að leiðsögumenn séu að aflífa særð dýr sem menn hafa misst frá sér og týnt eftir miheppnuð hausskot. Menn ættu að bera meiri virðingu fyrir bráðinni en svo að taka einhverja sénsa hvað þetta varðar.

Ástæður fyrir því að menn hitti ekki skotmark sem er 10x10 cm og hafa ekki komið fram hér eru t.d.VINDUR og HALLI. Nánast allar skyttur sem ég veit um æfa sig á lágréttum skotvöllum og hafa ekki svo mikið sem hugsað útí það hversu mikið ferill kúlunnar breytist ef skotið er upp eða niður brekku. Vindinn þekkja fleiri, hann kemur og fer og getur auðveldlega fært 100 graina kúlu 30-50 cm frá þeim stað sem miðað var á þó færið sé ekki lengra en 200-300 metrar. Menn fá ekki að skjóta á sighter á veiðum.

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Viðhengi:

Skrifað þann 9 March 2014 kl 22:43

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Já ég er bara sammála Jóni og auðvitað Gismanum í alla staði.

Annars stendur C47 fyrir herútgáfu (strípaða) útgáfu af DC3 stélhjólsflugvélum sem voru vinsælar um miðja síðustu öld. Páll okkar Sveinsson sem Flugfélag Íslands og síðar Landgræðslan áttu var einmitt í raun C47, ekki DC3
En þetta var nú út úr leið. Ég mun nota þetta furðunafn á meðan leyfilegt er en set um leið þær kröfur á sjálfan mig að vera ekki að bulla út í loftið þrátt fyri það smiling Á öðrum vef er krafist að menn komin fram undir nafni og þar geri ég það með glöðu geði. Maður þarf ekki að vera troll þótt nafnagiftin sé út úr kú smiling

Skrifað þann 10 March 2014 kl 7:16

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Magnús!
Nú er það að sönnu rétt að ég var í máladeild þótt ég sjái ekki hvað það kemur þessu máli við. Sennilega á það þó að benda á að ég geti ekki haft mikið vit á skotveiði úr því svo er. Þá ætla ég að nefna það að á þessu ári eru 47 ár síðan ég byrjaði að fara með byssu og 45 þar til ég lét sjá mig með veiði heima hjá mér. Ég stundaði líka nám í íslensku við Háskóla Íslands og sat þar gjarnan við hliðina á Vilhjálmi nokkrum Sigurjónssyni og við ræddum margt og þar á meðal skotfimi.
En hvað snertir snilldina á bak við hausskot og hreyfanleg skotmörk vísa ég til prýðilegs svars Þorsteins Húnvetnings og Jóns-M hér á undan. Við þau er engu að bæta.

Skrifað þann 10 March 2014 kl 16:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Heill og sæll Þorvaldur!

Þú skrifar:
Magnús!
Nú er það að sönnu rétt að ég var í máladeild þótt ég sjái ekki hvað það kemur þessu máli við. Sennilega á það þó að benda á að ég geti ekki haft mikið vit á skotveiði úr því svo er. Þá ætla ég að nefna það að á þessu ári eru 47 ár síðan ég byrjaði að fara með byssu og 45 þar til ég lét sjá mig með veiði heima hjá mér. Ég stundaði líka nám í íslensku við Háskóla Íslands og sat þar gjarnan við hliðina á Vilhjálmi nokkrum Sigurjónssyni og við ræddum margt og þar á meðal skotfimi.
En hvað snertir snilldina á bak við hausskot og hreyfanleg skotmörk vísa ég til prýðilegs svars Þorsteins Húnvetnings og Jóns-M hér á undan. Við þau er engu að bæta.
Ég skrifa:

Þorvaldur. Það var alls ekki ætlun mín að draga í efa færni þína hvað skotfimi varðar,
né nokkuð er að því ágæta áhugamáli snýr.
Þessi athugasemd um máladeildina var einkafyndni, á sínum tíma var ég sjálfur í
máladeild og reitti hár mitt og skegg í þeim stærðfræðitímum sem ég neyddist
til að mæta í. Guð almáttugur (má segja þetta nú á dögum?) blessi þá góðu menn
sem hafa fært okkur öll þessi stórkostlegu ferilforrit sem nú eru í boði.
Þú minnist á minn gamla góða vin og veiðifélaga til fjölda ára Vilhjálm Ívar Sigurjónsson.
Manneskjan á sér ekki mikið elskulegri fulltrúa en Vilhjálmur Ívar er.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s Ég hefi skotið seli síðan 1963 og ekki lent í þeim
hremmingum sem hér er líst ..það er allt og sumt.

Skrifað þann 12 March 2014 kl 17:36

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Sæll Magnús.
Þá tek ég þessu bara með brosi á vör og lýsi mig sammála um innræti Vilhjálms. Sjaldan kom maður að tómum kofum ef til hans var leitað og hjálpin veitt með hlýju og gleði. Leitt að nú eru sennilega að verða uppyndir 30 ár síðan ég spjallaði síðast við hann.

Skrifað þann 12 March 2014 kl 21:05

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

ÞÁgæti félagi Þorvaldur!

Mér er létt að þú kýst að sjá í gegnum fingur hvað varðar nokkuð sem
við fyrstu sýn gæti sýnst vera meinfýsni...aldrei þannig meint!

Gaman væri að heyra frá þér hvað varðar samskipti þín við Vilhjám Ívar...
manninn sem gerbreytti ásjónu neikvæðra yfirvalda á því sem þá hét
að eiga byssu...og vera þess vegna hættulegur....til þess að vera
íiþróttamaður og njóta sömu réttinda og td. fótbolta og handboltamenn!
Það var nákvæmlega þetta sem Vilhjálmur Ívar gerði!!
Þeir sem á eftir honum komu gerðu lítið annað en að skreyta sig með stolnum fjöðrum!!
Fullyrðing sem mér þætti vænt um að þá málefnalega gagnrýni á!

Hvað þig varðar Þorvaldur,
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 12 March 2014 kl 21:48
« Previous12Next »