Er þetta ásættanlegt grúppur

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

jæja ég fór að prufa í dag í fínasta veðri nánast logn en smá gjóla prófaði fyrst 100 m riffilinn er Sako Vixen 222 heavy barrel ég veit að menn hafa ekki verið á sömu skoðun hvað kúluval varðar í þennann riffil og mig langaði að prófa hlaðin skot ( ekki verksmiðjuhlaðin ) og það var góður maður sem hlóð nokkur skot fyrir mig.
hann fékk riffilinn og fann út fyrir mig lengd á skoti þannig að kúlan liggur fram í rílum
Lapua hilki ( ný )
Púður N135 / 23,0 grain
Kúla 52gr Sierra MK botayl.
Fyrri mindin er af 100 m skífunni
seinni myndinn er af 200 m skífunni
ath ég fiktaði ekkert í hæðarstillingunni á krossinum
er þetta ekki svolítið skrítið?

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 1 August 2013 kl 21:44
Sýnir 1 til 20 (Af 44)
43 Svör

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Er hann nokkuð laus í skeptinu? ( Skrúfurnar í lásnum lausar )
Hef séð nokkrar byssur dreifa svona upp og niður með lausar skrúfur !
Það þarf ekki mikið los til að framkalla þennan mun.

Skrifað þann 1 August 2013 kl 22:05

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Nei þær eru fastar en samt takk fyrir. Er það kanski staðreind að hann vill ekki þessa Boat tail kulur það eru fleiri sem halda því fram að þessir Sakoar fari betur með Flat bace kúlur,ég held að ég verði að láta hlaða eins nema með öðrum kúlum og prófa það. Og svo er þetta sennilega bara ég sem er vandamálið.

Skrifað þann 1 August 2013 kl 22:43

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Sæll!

Ég er með einn svona orginal Sako Vixen HV. Með Sierra 52gr MK kúlu og N133 22.5gr er hann að skila .200 grúppum á góðum degi.

Hvernig var þetta skotið með tvífót að framan eða í resti

Skrifað þann 1 August 2013 kl 23:48

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

heirðu nei ég var með sandpoka undir framskefti og afturskefti ég skila betri ákomu af verksmiðjuskotum frá Norma heldur en þetta þó ég skjóti úr sömu stöðu þarf að láta hlaða fyrir mig flat bace

Skrifað þann 2 August 2013 kl 0:21

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Hér er akkert skrítið.
Ég mundi ekki breyta kúlu hann vill þessa kúlu og lóðréttan
næst oftast úr með því að fikta með púður og kúlusetningu.
En kenningin er að fb ætti að virka betur á stuttum færum 7-9-13
kveðja

Skrifað þann 2 August 2013 kl 9:26

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Nei, þetta er ekki ásættanlegt fyrir hið eiturnákvæma hylki .222 Rem, alls ekki.

Skrifað þann 2 August 2013 kl 15:48

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Takk allir, einhver ráð í stöðunni ?

Skrifað þann 2 August 2013 kl 20:04

lappalainen

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Láta gott hreinsiefni liggja í hlaupinu yfir nótt og massa svo fyrstu 3 tommurnar í hlaupinu
þó að hlaupið virðist spegil hreint þá kemur annað í ljós þegar skoðað er með hlaupsjá

Skrifað þann 2 August 2013 kl 20:27

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

En kenningin er að fb ætti að virka betur á stuttum færum 7-9-13
kveðja

Sigurður Hallgrímsson, hvaðan hefur þú þennan vísdóm?

Magnús Sigurðaaon

Skrifað þann 2 August 2013 kl 23:12

Sukithor

Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Þar sem ég er hallur undir flat-base hópinn, vil ég leggja þetta til;

Gæti ekki verið að kúlan þarf að hafa meiri snertiflöt þar sem kaliberið virðist hafa of latt twist þ.e. 1-14 til að snúa kúlunni nógu mikið -

Að minnsta kosti virka flat-base kúlur betur í minn .222 - það segir reynslan.


kv Sigurþór

Skrifað þann 2 August 2013 kl 23:22

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Er ekki 135 of hægt púður ? Ég nota 133 og neglurnar koma aftur og aftur. En svo getur verið eitthvað að rifflinum, erfitt að ráðleggja án þess að sjá hlutina og grandskoða.

Skrifað þann 3 August 2013 kl 9:42

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Takk. Nei ég held og mér er sagt að þetta sé riffill í topp standi Arnfinnur er búinn að skoða hann fyrir mig og núna síðast lét ég góðan mann sem hefur þekkingu á þessu og annann til til að skoða hann fyrir mig og þeir voru sammála um að riffillinn væri í toppstandi og gott eintak. Þessi skot sem ég var að skjóta voru hlaðin af öðrum þessara manna eftir að hann hafði mælt þannig að kúla væri fram í rílum ( lengd 55,46 mm) Það hafa verið umræður um Sako 222 hvort hann fari betur með boa tayl eða flat base kúlur og það hafa fleiri verið á því að hann færi betur með flat bace kúlurnar og ég allavegana gerði mikið betur með Norma skotum keiptum í Hlað, er það Flat base kúla ? Er ekki bara ráðið að láta hlaða í ný Lapua hilki sama púður sama magn sömu lengd en aðra kúlu sama primer en hann er BR4. En spurningin er hvaða kúlu stingið þið uppá ? vilduð þið sjá annað púður í þessu eða magn ? Takk fyrir svörin kv Vagn Ingólfsson

Skrifað þann 3 August 2013 kl 11:21

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Ég mæli með N 133, kv Pold

Skrifað þann 3 August 2013 kl 12:29

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Hér þarftu vanann mann til að prufa hleðslur.
Hér mundi ég bæta við púðurmagn upp að þrýstimörkum og nota sömu hylki.
fjögur skot í hverri þyngd og síðan bakka kúlunni 0.5mm frá rillum Það er yfirleitt mín
veiðiriffla kúlusetningin (ég nota ekki magasín).
Samhliða þessu mundi ég prufa FB kúlur nema fara beint í 0.5mm frá rillum
og keyra upp púðurmagnið í þrepum.
Segi Poldinn N-133 þá mundi ég ekki véfengja smiling
Eftir þetta áttu að hafa góða hugmynd um hvað þessi riffill vill.
Þetta var stutta útgáfan af svari wink
Happy shooting.

Skrifað þann 3 August 2013 kl 12:52

cuz

Svör samtals: 98
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Daginn,
Finnst magnað að enginn sé búinn að minnast á að prófa aðrar hleðslur. nokkur grain til eða frá af púðri geta sagt gríðarlega mikið.
Til dæmis læt ég fylgja eina mynd þegar ég var að prófa hleðslur um daginn.
Annað caliber vissulega en það er magnað hvað munurinn getur verið mikill á 0.2 grainum af púðri aukalega/minna í hylkinu.
Ég mæli allavega sterklega með því að prófa nokkrar aðrar hleðslur áður en farið er út í einhverjar aðgerðir...

Skrifað þann 3 August 2013 kl 13:04

Doubles

Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Grúppan hjá þér er alltaf lóðrétt sem er ekki normal og tengist þá líklega ekki hleðlu heldur einhverju mekanisku, þ.e. tengist líklega rifflinum. Þetta kallst á ensku " vertical string" og gerist t.d. ef hlaupið liggur einhvers staðar í skeftinu en þú ert sennilega búinn ath það mál. Margt annað getur valdið þessu og linkurinn hér að neðan nefnir nokkur atriði sem þú gætir ath.

http://www.6mmbr.com/verticaltips.html...

kv,
Hafliði

Skrifað þann 3 August 2013 kl 13:06

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Sæll!

Haltu þig við sömu kúlu og prófaðu N-133 púðrið. Mér hefði aldrei dottið það til hugar að nota N-135 í .222!

Hvernig mældust grúppurnar með þessum Norma hlöðnu skotum?

Skrifað þann 3 August 2013 kl 14:58

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Ef það er lóðrétt vantar púður og lárétt vindur.
Eða það hefur mér alltaf verið sagt af fróðari mönnum

Skrifað þann 3 August 2013 kl 15:08

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þetta ásættanlegt grúppur

Jæja fór að mæla átakið á gikkinn og hann smellti af við 1085 gr átak er þetta of mikið?
Ég sá Timney gikk auglýstan sem passar fyrir L461 Sako hann er gefin upp fyrir 1,5 pund - 3,5 pund hjálpar þetta?
kv Vagn I

Skrifað þann 3 August 2013 kl 21:58
« Previous123Next »