Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Heill og Gisminn.

Hvað varðar fyrri spurninguna:
Fækkun svartfugs á talningasvæði á Ströndum.
Ég dreg ekki í efa að svartfugli hafi fækkað þar jafnt og annars-
staðar á landinu. Annað væri undarlegt þar sem vísindamenn eru
þeirrar skoðunar að fækkunina meigi rekja til hruns í sandsílastofninum.
Um það er ekki deilt.
Hvað varðar seinni spurninguna:
Talningar vísindamanna í Vestmannaeyjum (líklega sama verklag og fyrir vestan)
benda eindregið til mikillar fækkunar svartfugla á þeirra talningarsvæði. Engin refur þar.

Nú þar sem ég hefi svarað þínum spurningum er þá ekki sanngjarnt að þú svarir minni?

Hvernig má það vera að refnum hefur ekki tekist að höggva stærri skörð í svartfugla,
rjúpna og mófuglastofnin en raun ber vitni á þeim þúsundum ára sem hann hefur getað
farið sínu fram óáreittur án nokkurra óvina? Það er þessi staðreynd sem skil ekki.

Hvað varðar þessar blaðafréttir af dýrbítum:
Ég hefi aldrei haldið því fram að refur biti ekki fé. Ég spurði hinsvegar hvað það væri
talið mikið á ári. Ekkert svar hefur enn borist þar um.
Þá má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að hinnn svokallaði besti vinur mannsins
hundurinn hefur ítrekað verið staðin að verki við vafasama yðju!
Ekki taka þetta svo að ég haldi að þeir séu aðal sökudólgurinn en saklausir eru þeir ekki.

Og að endingu bið ég þig fyrir alla muni ekki að hafa áhyggjur af því hvort ég er með
augun opin eða ekki, eða eitthvað annað sé að.
Þótt einhver sé annarar skoðunnar en þú er ekki sjálfgefið
að sá hinn sami hafi á röngu að standa. Er ekki lífið undarlegt?

Með vinsemd
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 August 2012 kl 21:55

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Ég skal svara með glöðu geði en svarið er mjög einfallt
Hefur hann ekki einmitt höggvið mjög stór skörð á þessa stofna samanber það sem ég sagði í upphafi.
Afhverju gátum við skotið yfir 200 þúsund rjúpur árlega og stofninn þoldi það en það mínkar enn ár frá ári þó við séum komnir niður í 36 þúsund núna ?
Með hlýnandi árum og betri lífsgæðum hefur ref fjölgað frá 3-4 þúsund dýrum upp í 10-12 þúsund dýr vegna eins og ég sagði mikklu betri lífsmöguleika vegna veðurfars og betri aðgengi að fæðunni.En það er mönnunum að kenna að hafa auðveldað rebba verkið með því að þrengja búsvæði fugla.
Það vantar bara vísindilega sönnun á skaðsemina.
Mín óvísindilega tölfræði er að ein tófa á ársgrundvelli sem ekki er dýrbítur þarf til að hafa í sig og sína.
3-400 egg (Mófugl,gæs og fl) 2-300 unga frá sömu fuglum og svo 20-40 rjúpur. Hún þarf sennilega meira en prófaðu að margfalda þetta með 10.000 og Spáðu aðeins í þeim tölum.
En ég nefndi aldrei Eyjar eins og þú villt ýtrekað fara en ég Vísaði allann tímann í Hornstrandirnar og þar tala menn um að það heyrirt varla tíst lengur en nóg af gaggi og þaðan kom þessi svakalega góða 20 ára rannsókn og menn tóku eftir stórfeldri fækkun 2 árum eftir friðun. En svo ég komi beint að Svartfuglinum þá er hrun hanns í eyjum sökum ætisskorts en honum er að fjölga hér á norðvesturlandi og fyrir norðan.
Hornstrandirnar eru bestu sýnilegu dæmin hvað tófan er öflug.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Skrifað þann 15 August 2012 kl 22:38

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Ágæti Þorsteinn Hafþórsson.

Við verðum seint sammála um þessi mál, enda er það allt í lagi.
Ég, fyrir mína parta, tel málið útrætt.
Mig langar að síðustu að þakka þér skemmtileg skoðanaskipti sem
okkur tókst að hafa á vitrænum og kurteislegum nótum.
Megi þér og þínum ganga allt í haginn!

Með vinsemd
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 August 2012 kl 23:41

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Það er staðreynd að tófu hefur fjölgað mjög mikið núna á síðustu árum. Um það er ekki deilt.

Fleiri tófur þurfa að borða meira heldur enn færri. Það er augljóst.

Tófan lifir ekki á sauðé þrátt fyrir það að hún geti lagst á fé og drepið nokkrar kindur en það er meira tilfinningalegt tjón fyrir eigendur kindanna heldur en þjóðfélagslegt vandamál.

Inn í landinu og upp til heiða hefur tófan ekki annað æti heldur en mófugla rjúpur og egg þeirra.

Það liggur því á borðinu að þessi fjölgun tófunnar fækkar mófugli og rjúpum hvað sem hver segir.

Skrifað þann 16 August 2012 kl 2:54

Greinir

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Ég held ég hafi verið 12 ára þegar ég skildi að rándýr þurfa bráð til að lifa..

Þegar bráðinni fækkar.. þá fækkar rándýrum..

Eina sem ég ætla að leggja til í þessa steypu umræðu.

Skrifað þann 16 August 2012 kl 5:54

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Gisminn okkur greinir nú stundum á en mikið er ég sammála þér núna.
Þið megið gjarnan leiðrétta mig en ég heyrði sagt (möppudýr ljúga ekki Magnús) að til að koma einu meðal greni upp þyrfti um 80kg af fæðu.
Hafi rebba fjölgað segjum úr 3000 í 10000 þá gera það 7000 dýr og ef einhver veit um hversu margar visitölu fjölskyldur voru í denn og núna x 80kg þá er fæðumagns tölunni svarað !
Ég vil EKKI blanda svartfugli inn í umræðuna ég tel mig ekki hafa forsendur til þess.
Það er einn stór hlutur sem ekki er ræddur hér sem ég tel skipta máli og það er frá því í denn og þangað til núna bættist við eitt stykki minkastofn !!!! Ég tel þá ákvörðun að flytja hann til landsins sé eitt það versta sem við höfum nokkurn tímann gert okkar náttúru. Ég eltist við þennan skratta í 5 ár og get ekki gefið honum minna en 9.0 í einkunn fyrir aðlögunarhæfni.
Og svo er það minn Magnús sem tilbiður skrifaða letrið af fræðimönnum....! sem heldur því fram ofar en rjáfrið getur risið að skrifaða letur fræðimannsins sé réttara en orð heimamanna sem komnir eru við aldur segja til um, um hegðun rebba fyrr og nú og það á sýnum eigin jörðum ???
Fari doktor vistfræðingur og afli sér vitneskju á þessari ótilgreyndu jörð og komist að annari niðurstöðu hvort væri þá vísindalegra svar ?????
Vísindalegra væri það svar doktor vista en sannleikurinn svar heimamanna. (mín skoðun)
Og Magnús (sem ekki er doktor) því annars þyrfti undirritaður eflaust að krjúpa fyrir honum þegar hans hágöfgi gengi inn um helg salarkynni okkar álfsnes manna (kaffistofuna).
Hvað eru þá staðreyndir ??
Með vinsemd og virðingu Sigurður Hallgrímsson bara vélstjóri og eithvað fleira.

Skrifað þann 16 August 2012 kl 12:22

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Þetta mál er náttúrulega hvergi nærri útrætt þó Magnús ætli ekki að leggja fleiri orð í belg. Ég held að hann hafi nú nokkuð til síns máls varðandi vísindin, ég þekki þó ekki mikið til verka Páls heitins og ætla mér ekki að dæma um þau, en svona umræður litast alltaf af hagsmunum þeirra sem eiga í hlut.

Því verður varla á móti mælt sem Bergur segir hérna að ofan að 10.000 tófur þurfa töluvert meira en helmingi meira að éta en 3.000.

Greinir segir að þegar bráðini fækkar þá fækkar rándýrum, það er að mörguleiti rétt, en segir samt ekki allan sannleikan. Ef þú horfir á fálkan þá byrjar honum að fækka 2 - 3 árum á eftir rjúpuni, þ.e. stofnstærð hans sveiflast í takt við rjúpuna 2 - 3 árum á eftir, enda er hún aðalfæða fálkans. Það á hinsvegar ekki við um tófuna, því hún étur bara það sem hún kemst í, ef engin er rjúpan þá tekur hún bara það næsta á matseðlinum.

Tófan er líklega ekki það sem er að höggva stærstu skörðin í svartfugls stofnin, enda er hann svo fáránlega stór. Það er líka algjör vitleysa að veiðarnar okkar hafi eitthvað að segja í stærð hans. Veiðar + tófa taka varla meira en 1 - 2 % af stofninum á hverju ári, svo þar er væntanlega fæðuskortur að setja mest strik í reikninginn. Þar með hefði ég haldið að það ætti frekar að veiða meira úr svartfugls stofninum heldur en að minka veiðarnar, því þá ættu hinir sem eftir verða meiri möguleika á því að komast af.

Þá erum við aftur komin að vísindunum og mér finnst með algjörum ólíkindum að fólk haldi það að friðun svartfuglsins hafi eitthvað að segja varðandi þróunina á honum. Við skjótum miklu hærra hlutfall gæsastofnsins en hann er samt alltaf í vexti, þetta kemur bara ekki heim og saman í mínum bókum.

Ástæðan fyrir því að tófan hefur ekki höggvið stærri skörð í stofn rjúpna og mófugla er líklega sú að á árum áður voru ekki eins góð skilirði fyrir tófuna að komast af eins og nú er, þ.e. veturnir eru mildari og snjóléttari rjúpan á erfiðara með að felast stærri hluta úr árinu og því verður hún auðveldari bráð fyrir rebba lengri tíma úr árinu. Veiðar á tófu hugsanlega ekki eins markvissar og áður þó ég þekki það ekki, en tölur um fjölda veiddra tófa á hvert ætti að vera hægt að nálgast hjá UST og þar með ætti að vera hægt að sjá þróunina. Þá erum við aftur komnir að veiðikortakerfinu sem líklega hefur ekki enn beðið þess bætur að hafa verið notað gegn veiðimönnum.

Þetta eru mín 2 cent í umræðuna í bili.

Skrifað þann 16 August 2012 kl 12:24

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Já NESIKA það er satt að við erum ekki alltaf sammála en það er bara af hinu góða því stundum getur verið að ég sé blindur eða miði með vitlausu auga og þá með góðum rökum er hægt að opna augu mín eða færa sigtið yfir á rétt auga smiling og Stebbi orðar þetta mjög vel og eins og Magnús sagði þá er í lagi að vera ósammála en það væri frábært ef það leiddi að góðri niðurstöðu og ég er ánægður með að þetta fór ekki í bull og reynt að styðjast við rök en ekki bara vísa út í loftið.. Það hefði verið hægðarleikur að benda á að ég drullaði yfir þessa frægu svartfugla skýrslu og aðferðarfræðina þar bakvið en notaði hana núna sem rök í mínu máli . En það var látið kjurt liggja og þakka fyrir það
Kveðja ÞH

Skrifað þann 16 August 2012 kl 13:34
« Previous12Next »