Æfa sig og leirdúfukastari

Kraka

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 7 November 2012

Veit einhver hvert er hægt að fara og æfa sig að skjóta leirdúfur og hvernig leirdúfukastara er best að fá sér?

Tags:
Skrifað þann 7 November 2012 kl 15:41
Sýnir 1 til 14 (Af 14)
13 Svör

charger

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

mæli með fótstigna kastaranum í hlað.

Skrifað þann 7 November 2012 kl 16:57

isafold

Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

Mæli með Skotreyn á Álfsnesinu

Skrifað þann 7 November 2012 kl 17:53

Baldvin

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

Skotreyn er á Álfsnesi, rétt við hliðina á SR

Skrifað þann 7 November 2012 kl 18:16

Kraka

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 7 November 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

er svæði til að fara með kastara sjálfur þar?

Skrifað þann 8 November 2012 kl 11:35

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

Ég á nú að heita félagsmaður þarna en hef ekki sótt svæðið mikið. Mér er til efs um að það sé leyfilegt að mæta með sinn eigin kastara enda gengur þessi starfsemi út á að selja aðgang að kastvélum

Skrifað þann 8 November 2012 kl 11:41

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

Bara finna einhvern góðan almenning og muna að hirða upp eftir þig.
Margir staðir sem hægt er að fara á, persónluega finnst mér skemmtilegast að vera í einhverri fjöru.

Skrifað þann 8 November 2012 kl 12:29

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

Mætti kanski hafa í huga að til eru amk svartar og orange leirdúfur, og það ber minna á þeim svörtu í náttúrunni.

Skrifað þann 8 November 2012 kl 21:22

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

Málið er að finna sér stað eins og fjöru eða álíka þar sem er ekki neinn á ferð og sé í lagi að vera á. Og muna að hreinsa eftir sig smiling

Skrifað þann 9 November 2012 kl 10:18

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

Í guðanna bænum ekki ráðleggja manninum að fara eitthvað út í hraun til að útbía allt út í leirdúfu rusli og tómum skotum ! Það er nú búið að subba nógu andskotans mikið út almenninginn hér í kringum höfuðborgarsvæðið !! Það er skárra að skjóta niður í fjöru út á sjó og nota svartar leirdúfur og tína allt upp eftir sig ! N.B. best er að sjálfsögðu að fara á skotsvæði.

Skrifað þann 9 November 2012 kl 12:33

Kraka

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 7 November 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

en hvernig er það er maður löglegur að vera æfa sig svona í fjörunni eða í almenning eða er maður að stelast? verður maður samkvæmt lögum að vera á skotsvæði til að æfa sig?

Skrifað þann 9 November 2012 kl 13:02

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

Held að það sé sama hvar er,allstaðar er bannað að gera eitthvað annað en að labba um í vg ullarpeysu með staf og hatt. Finna sér stað þar sem er hægt að vera í rólegheitum.

Skrifað þann 9 November 2012 kl 13:06

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

Farðu bara og skjóttu í garðinum hjá Plaffmundi og subbaðu þar eins og þér sýnist í rólegheitum wink

Skrifað þann 9 November 2012 kl 13:52

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æfa sig og leirdúfukastari

Ég er ekki með garð svo að þú verður bara að leita í einhverja aðra garða smiling

Skrifað þann 9 November 2012 kl 15:33