Friðun Rjúpunnar...

G.

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Sælir, jú það getur verið að hann sé orðinn kræfari í byggð þetta misserið, kannski meira norðan heiða þar sem fannfergið hefur verið töluvert og hann nær kannski ekki í æti sem hann gróf í haust. En gaman að heyra með kofann upp í fjalli sem þú nefnir - en veistu hversu mikið af tófunni var veitt fyrri hlutann á þessu tímabili, þ.e. í janúar/febrúar?

En aðeins að rjúpunni - miðað við talningar þá er stofninn ekki í skelfilegum málum, heldur bara ágætum málum m.v. síðustu 15 ár sýnist mér. Enda hef ég aldrei séð jafnmikið af rjúpu og síðasta veiðidaginn þegar loksins viðraði þokkalega til veiða en það var ómögulegt að komast að henni en ég náði nokkrum. Annars er ómögulegt að fara eftir tilfinningu þegar hugsað er um stofnstærðir í heild og veiðitímabilið eins stutt og raun ber vitni.

Annars held ég að það þurfi meiri rannsóknir á fæðu rebba til að segja eitthvað til um hvað hann étur mikið af rjúpu - það getur verið að þær séu til en ég hef ekki séð þær neinsstaðar...

Skrifað þann 29 November 2012 kl 9:58

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Sæll G nei venjulega leggjum við ekki út æti fyrr en í Janúar en veit af refaskytttum sem eru bændur inn á Svartárdal sem byrja fyrr og heyrði ég og verð að taka það fram að sagan er óstaðfest að þeir hefðu náð 11 dýrum fyrstu nóttina.Í fyrra staðfest voru þeir með þetta 1-2 dýr á nóttu nema líka í fyrstu skiptin þá var þetta 9 dýr og svo 7 dýr næst.
En þetta með rjúpuna ég hef haft mikklar efasemdir um talninga aðferðina hér(Vöktunina)Talið í 40 hólfun á láglendi fyrir neðan 400 metra og stofn ákvarðaður út frá því.Allt hálendið er ekkert talið.
Bara svo menn átti sig á villuni í þessu. Mývatn er í 277 metra hæð 123 metrum fyrir neðan línu.
En svo fara flestar skyttur á fjöll að veiða rjúpu! Afhverju ?
Mig langar ofboðlega að fara Nosrku leiðina þó hún kosti aðeins meira en það má jafna það með minni útgjöldum í rannsóknir í staðin. Ef þú klikkar á hlekkin Rjúpnatalningar Í Noregi kemur aðferðarfræðin við talningar
http://enskursetter.is/?p=6956
Kveðja ÞH

Skrifað þann 29 November 2012 kl 13:20

G.

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Sæll, já þetta virðist vera áhrifaríkari leið en sú íslenska, en að telja karra að vori (sem eru mjög sýnilegir - hreinlega keppast við það) virðist gefa mjög góða mynd af ástandi stofnsins (þó stofnstærðarmatið sjálft sé ekki nákvæmt), þ.e. það fæst mynd af hversu mikið er af rjúpu m.v. söguna og margir sem öfunda íslensku fuglafræðingana að eiga gögn yfir svo langt tímabil.

En ætli það sé mikið af fugli sem verpi ofan við 400 metrana?

kv. G.

Skrifað þann 29 November 2012 kl 13:54

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Rjúpnavarp ofan 400 m er sáralítið, ástæðan er sú að gróðurmörk liggja sjaldnast hærra.

Einkennilegt að jafn reyndur veiðimaður og Gismi þykist vera, skuli ekki þekkja betur lifnaðarhætti rjúpunnar?

Skrifað þann 29 November 2012 kl 14:10

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Og þá kom tröllið. Fiskur viltu ekki bara halda þig á Veiðivefnum og tröllast þar áfram en best væri nátúrulega að losna alveg við þig.

Keli

Skrifað þann 29 November 2012 kl 14:30

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Þá gelti hundur Gisma. Hahahahahahahahh þið eruð nú meiri andskotans fíflin báðir tveir wink

Skrifað þann 29 November 2012 kl 15:49

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Skal svara svona fyrir aðra að lesa þá er kjallvegur(kjölur) nánast allur yfir 400 metrum og þar er gróðurfar gott og lyngmóar miklir enda er varp þar með ágætum sé ég á sumrin þegar ég er að veiða í heiðarvötnum þar.Holtaverðuheiði er líka með mikið lyngsvæði og Laxárdalsheiði líka.Þetta eru heiðar sem ég þekki yfir 400 metrumen þær eru örugglega mikið mikið fleiri.
Bændur sleppa flestir fé á fjöll vegna góðrar beitarskilyrða þá það sé ekki sami gróður og rjúpan lifir á en líka ofan 400 metra svo hver ákvað að gróðurlína næði bara 400 metrum ?
Og x faktorarnir að telja karran eru bara svo margir.Td Hvernig veður er.Flaug fálki yfir rétt áður en talið var.
Hafði refur hlaupið um svæðið og neytt rjúpuna útaf svæðinu tímabundið? Eða eru skilyrðin fullkomin í þetta skiptið. En þetta eru bara nokkur dæmi um x faktora.
Látið Fiskin ekki eyðileggja góðar pælingar og upplýsingamiðlanir
Kveðja ÞH

Skrifað þann 29 November 2012 kl 16:21

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Er þetta ekki orðið gott hjá þér Þorsteinn það er orðið pínlegt að lesa þetta hjá þér!

Til fróðleiks fyrir þig þá er Bláhæð sem er hápunktur Holtavörðuheiðar í 412 metra hæð, einkennandi gróðurfar þar er mest mýrar og mosi sem er ekki varpland fyrir rjúpur. Laxárdalsheiði í dölum er öll í 2-300 metra hæð. Á eða við Kjalveg sem ég þekki verpir engin rjúpa enda svæðið að mestu undir snjó fram á mitt sumar,
'Eg reyndar dreg í efa þekkingu þína á örnefninu Kjölur , þá á ég við staðsetningu.http://panoramaland.is/panorama_myndir/kjalvegur_dufunesfell_360.ht...
Það er nú ekki líklegt að þarna verpi margar rjúpur eða hvað?

Skrifað þann 29 November 2012 kl 16:58

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Góð tilraun Fiskur en því miður fyrir þig þá er kjölur aðeins meira en eitt dúfunesfell enda var innan sviga kjalvegur og laxárdalsheiði seigiru vera alla í 2-300 metrumhttp://www.environice.is/default.asp?Sid_Id=35440&tId=... 590 metrar nánast helmingi hærri en þú hélst fram. mesta hæð vegar taktu eftir VEGAR á Holtavörðuheiði er 407 metrar og heiðin sjálf og fjöll eru talsvert hærrihttp://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/yfir_sjo/$file/Yfir_sjo.p...
Svo hættu þessu bulli fiskur

Skrifað þann 29 November 2012 kl 18:41

G.

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Alltaf kurteisinni fyrir að fara hér á vefnum...

En óvissuþættirnir geta verið nokkrir - en ætli það sé ekki talið oftar en einusinni á hverju sniði? Og er ekki þokkalegt samræmi í talningum á milli landsvæða eða eru frávikin mikil innan og á milli svæða?
Þetta er að vísu hluti af því sem karrinn er að gera - að sýna sig upp á hól og "monta" sig af því að hann geti verið áberandi og ekki étinn sem gerir aftur að verkum að hann er álitlegur (sterkur) faðir unganna sem eru þá líka líklegri til að verða sterkir. Þeir eru fljótir aftur á hólinn þó þeir hafi fælst því annars geta þeir misst plássið sitt. Fálkar ná heldur alls ekki öllum rjúpum sem þeir sjá, þ.e. þær geta forðað sér og falið sig.

Ein spurning - ætli fálkinn fatti ekki að rjúpan sé lent ef hún fer á bakvið hól? maður sér það oft á veiðum að rjúpan flýgur fyrir næstu hæð eða hól og lendir, ætli hún geri það líka þegar hún flýgur undan fálka og hann fatti það ekki og fljúgi áfram?

Skrifað þann 29 November 2012 kl 18:55

siggi ó

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

rebbi vinnur ekki endilega á rjúpna stofninum á haustin og veturn þegar við erum að skjóta hana heldur gerir hann það aðalega á sumrin með því að jeta varnalausa unga og ófleyg egg

Skrifað þann 29 November 2012 kl 19:12

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Jú ég held að fálkinn fatti það en treystir sér síður að vinna á henni milli þúfna þar sem hann gæti slasast í misheppnaðari árás og þetta er alveg rétt hjá þér Siggi ó að mest aföll af völdum refs er í eggjum og ungum.
En ég skal ekki segja með talninguna hvort hún sé endurtekin einhverstaðar en það var ekki gert hér.
Í hólfinu sem var talið hér og niðurstaðan voru 4 karrar talið í rigningu. Einn af talningarmönnunum sagði mér niðurstöðuna.
Mér fannst þetta svo sláandi tala að ég fór 5 dögum seinna seinnipart dags í blíðskaparveðri og var aðeins búinn að keira með hólfinu þar sem það lá með vegi og telja 11 karra þá snéri ég við og sótti talningarmannin sem taldi sama fjölda og ég svona með veigi og þá hringdi hann í Óla sem sagði bara stutt og laggott að talningin sem talin var 5 dögum áður stæði.
þá runnu á mig tvær grímur og þá fór ég að kynna mér hve mörg talningarhólfin væru,verklag og hæð.
Og fann einmitt Norsku aðferðina í þeirri leit

Skrifað þann 29 November 2012 kl 19:22

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Ekki nóg með að náttúrufræðiþekking þín virðist vera takmörkuð Gismi heldur skítfellurðu líka í landafræði.hihihihi. Fyrirgefðu vinur ég skal ekki kvelja þig meira, ég hafði bara lítið að gera í dag.

kv fiskur
Láttu svo ekki þennan G vera að fíflast með þig wink

Skrifað þann 29 November 2012 kl 19:27

G.

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

En þá ætti ætti rjúpan ekki að þurfa að fljúga á bakvið hól ef þúfurnar eru nóg smiling En þetta er undarlegt að heyra með talningarnar - ég hélt að þetta væri áreiðanlegra...

Ef aðal afföll af völdum tófunnar eru á vorin (þegar það er veisla hjá henni í gæsareggjunum líka sem eru líklega álitlegri kostur en rjúpnaeggin) þá er spurning hvort hún hreinsi upp ungahópana sem hún finnur því í talningum í sumar voru ungahópar stórir en ekki ýkja margir...

Skrifað þann 29 November 2012 kl 22:40

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Hér er hlekkur til að sjá snillingin og burðargetuna því hún er það og ég dáist að aðlögunarfærni hennar vill bara mínka stofnin en aldrei útríma eða svoleiðis því þá er verið að raska jafnvæginu í hina áttina.
http://217.28.186.169/Frettir/Lesafrett/stortaek-i-drapi-og-flutnin...

Skrifað þann 29 November 2012 kl 23:41

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Þakka þér fyrir þetta "fiskur" #Þá gelti hundur Gisma. Hahahahahahahahh þið eruð nú meiri andskotans fíflin báðir tveir #
Vitsmunalegar umræður sem endra nær, sérstaklega að bendla mér við Björn Val Gíslason búrtík Steingríms J.
Ég hef séð þig á öðrum vefjum, sama viðurnefni, ávalt nafnlaus og rífandi kjaft eins og einhver orðaði svo snirtilega "eins og hettuklæddur þjófur á Internetinu"
Komdu fram undir nafni eins og við höfum ávalt gert og þá verður hægt að taka mark á því sem þú hefur fram að færa, ef ekki þá ert þú TRÖLL og felur þig bak við nafnleysið.

Keli

Skrifað þann 30 November 2012 kl 1:34
« Previous12Next »